Kolbrún Halldórsdóttir hefur kostað VG u.þ.b 5 prósent í fylgi. Formaðurinn viðurkenndi að þessi umræða hefði komið illa við flokkinn, sérstaklega í NA kjördæmi.
Hvað varðar flokkinn minn, Sjálfstæðisflokkinn, þá er sú útreið eðlileg og jafnvel er það sigur í sjálfu sér að fá þó þetta fylgi eftir að hafa verið gerður ábyrgur eftir hrun efnahagskerfisins. Endurnýjun frambjóðenda hefur ekki verið nægjanleg og engan vegin trúverðug. Það þarf að endurnýja mun harðar og miskunnarlausar til að teljast trúverðugur.
Ég bý í Reykjanesbæ og á meðal frambjóðenda er dæmdur maður sem uppvís var að því að fara fjálglega með eigur annara, þ.e ríkisins (okkar). Ég get samvisku minnar vegna ekki kosið flokkinn á meðan þessi maður er á listanum jafnvel þó að viðkomandi hafi hlotið uppreist æru og útstrikanir eru leyfðar. Eins er annar maður Sjálfstæðisflokksins í kraganum sem datt síðastur inn á þing þ.e Jón Gunnarsson. Ég veit ekki hvað þessi maður er að gera á þingi, aldrei hef ég séð nokkuð af viti koma frá þessum manni og það eina sem hann hefur gert er að fara í einhverskonar "mission" gegn Varnarmálastofnun og aðgerðir í þágu Neyðarlínunnar. Maðurinn er náttúrulega tengdur NL og það er hans eina markmið að "lobbíast"fyrir hana. Engu skiptir önnur mál sem brýna nauðsyn er að leysa, aldrei sér maður hann taka þátt í umræðum um þau.
Hvað fylgi Sjálfstæðismanna varðar, þá er nauðsynlegt að fara í vandlega naflaskoðun og skoða með mikilli gagnrýni hvað er að innviðunum og skera burt sölnuðu laufin. Þetta er starf formannsins og hann þarf að standa í lappirnar og vera vægðarlaus í naflaskoðuninni, þannig og aðeins þannig vex fylgið að nýju.
Það er spá mín að vinstri stjórn verði ekki lengi við lýði og kosningar verði að ári og það jafnvel þrennar ef að líkum leiðir, þá þarf þessu starfi að vera lokið svo kjósendur fái traust á flokknum aftur, enda er það traust sem skilar mönnum inná þing framar öllu.
![]() |
Kannanir langt frá kjörfylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.