Fjárlagahallinn er nú u.þ.þ 160 milljarðar.

Hvernig væri að lífeyrissjóðirnir lánuðu ríkinu fyrir þessu til 50 ára með 1% föstum vöxtum. Af hverjum launamanni er tekin ákveðin upphæð mánaðarlega og hún lögð í lífeyrissjóð, bæði sameiginlegan sjóð og einnig séreignasjóð.

Séreignasjóðirnir hafa tapað miklu í hruninu, en samt ekkert miðað við það hvað almennu sjóðirnir hafa tapað.  Ef ríkinu væri lánað þessi upphæð sem er u.þ.b eins árs innlegg launamanna í lífeyrissjóði, þá gæti Seðlabankinn lækkað vexti hratt, fyrirtækin yrðu lífvænlegri, fólk missti ekki vinnuna og síðast en ekki síst þá væri upphæðin tryggð +1% vextir sem er 40% betra en sjóðirnir ávöxtuðu í góðærinu.

Ef til vill væri líka hægt að hugsa sér að launþegar gæfu sínar lífeyrisgreiðslur í eitt ár til að rétta við hallann og komast þar með fljótt upp úr kreppunni og líta ekki um öxl. Þar með fengi ríkið ( sem eru jú við sjálf ) lánshæfismat sem tíðkast almennt í heiminum en ekki eitthvert ruslmat eins og núna.

Þetta er spurning hvort ekki er hægt að framkvæma fljótt og vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband