Ég fór á fund Samfylkingar í Grindavík

fyrir viku síðan þar sem þrír þingmenn Samfylkingar sátu fyrir svörum. Icesave samningarnir voru þar meðal annars til umræðu. Björgvin G. Sigurðsson lýsti aðdraganda samningsins og fullyrti að Bretar og Hollendingar hefðu ekki reynt að fá Íslendinga til að gera vondan samning, þar sem peningarnir skiptu þá minnstu máli.

Samningurinn var nauðsynlegur til að ekki skapaðist fordæmi fyrir aðrar þjóðir ef sams konar kerfishrun ætti sér stað í öðrum löndum. Ég gat ekki varist þeirri hugsun á meðan hann talaði fyrir samningnum og umsókn í ES, að það mætti semja um Icesave upp á nýtt með niðurfellingu skuldarinnar þegar að samningaborðinu kæmi.

Kannski er þetta bara óskhyggja, en samt gat ég ekki varist þessari hugsun þegar hann útskýrði þessi tvö mál. Kannski hef ég rangt fyrir mér og við þá í djúpum sk... Vonandi verður þessi hræðilegi samningur felldur í þinginu eða forseti vor neitar að skrifa undir lögin sem samþykkt verða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband