Þetta er náttúrulega það besta sem gæti komið fyrir.

Ef það er krafa um að íslenska ríkið borgi fyrir viðskipti tveggja einkaaðila, þá vil ég að viðskipti þeirra sem selja fisk til bretlands verði ábyrg af breska ríkinu. Það hlýtur að vera sanngjarnt.

Ég er hins vegar ekkert hræddur við dómsmál eins og Guðbjartur er, það hlýtur að gilda að fyrstur kemur fyrstur fær þangað til innistæðusjóðurinn er tómur og þar með er það búið. Ríkið hefur ekki enn samþykkt "gagntilboð" breta og hollendinga og er þar með, með frítt spil. Látum þá sækja aurana sína í gegnum dómskerfið því það er það sem við ættum að vilja.


mbl.is Segja stöðu Íslands styrkjast 23. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Helgi!

Á ég að trúa því uppá þig að þú, ÞÚ af öllum mönnum trúir þessum útúrsnúningum sjallana!!! ;)

Icesave var útibú og ekki sjálfstætt fyrirtæki. Rétt eins og útibú Landsbankans á Ísafirði er ekki sjálfstætt fyrirtæki með sína eigin kennitölu. Þetta útibú var stofnað á grundvelli Íslensks bankaleyfis. Við veitingu bankaleyfis gengst ríkið við ákveðinni skuldbindingu gagnvart bankanum.

Heritable Bank var hinsvegar dótturfélag Landsbankans og fékk þar af leiðandi bankaleyfi frá Breskum stjórnvöldum. Sem með réttu tóku ábyrgð á þeirri starfsemi og sinntu eftirlitsskyldu.

Bresk stjórnvöld gátu ekki þótt þau vildu stoppað opnum Icesave í Bretlandi. Þeir einu sem gátu það var hið íslenska FME. Þar af leiðandi ber FME ábyrgð á ráni þessara glæpamanna á sparifé nágranna okkar.

Þú getur ekki líkt bankastarfsemi saman við annan fyrirtækjarekstur. Það er enginn að krefja Íslenska ríkið um bætur vegna gjaldþrota allra íslenskra fyrirtækja. Það væri líka yfir 20 sinnum stærri reikningur en icesave eða um 10-12föld þjóðarframleiðsla íslands.

Hættu nú í áskrift af mogganum og verslaðu þér neikvæðnissíu af Spaugstofunni.

kv.

Haukur

Haukur Gylfason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband