og mynda koma með vafasamar tölur. Vegna okurverðs á hljómdiskum og myndum, hafa æ fleiri notfært sér þá þjónustu að kaupa erlenda tónlist af vefjum svo sem Amazon.com.
Tölur um samdrátt er því í besta falli vafasamar ef ekki beinlínis rangur þegar niðurhali er kennt um.
Auðvitað er niðurhal ákveðið vandamál, en getur líka orðið til þess að sala aukist fremur en dragist saman. Það finnast nefnilega fleiri áhugaverð nöfn flytjenda á torrentsíðum en í plötuverslunum og þá verður forvitnin um flytjandann til þess að örva sölu síðar meir.
Það kemur svo heldur ekki fram að kannski hafi minnkandi auraráð áhrif á söluna, það er nefnilega mjög dýrt að kaupa sér tónlist í dag eins og gengismálum er háttað.
Niðurhal af netinu hefur áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
Annað sem hefur áhrif, sem höfundarrétthafar minnast sjaldnast á.
Geisladiskurinn var nýr miðill og komst í mjög almenna notkun snemma á tíunda áratugnum. Eftir því sem hann vann á og festist í sessi sem nýr miðill til geymslu og hlustunar á tónlist, þá fór fólk að kaupa gömlu plöturnar, sem það átti bara á vínil, enda flest allt sem var þessi virði að endurútgefa var endurútgefið á CD. Endurkaup þessi ná hámarki á einhverjum tímapunkti og og fara síðan að falla. Geisladiskasala dregst því saman af þessum völdum, á sama tíma og þetta aukna niðurhal á að eiga sér stað, en aldrei er minnst á þetta sem áhrifavald á sölutölur, eflaust sökum þess að það hentar ekki málstaðnum.
JS (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 09:58
þegar fyrsta niðurhals forritið kom til sögunar, Napster, þá jókst salan á geisladiskum alveg gríðarlega. þetta er eitthvað sem einokunnarsamtökinn smáís vilja fyrir alla muni fela.
Fannar frá Rifi, 22.10.2009 kl. 10:57
Það er annað sem menn verða að athuga í þessu máli líka sem sést mjög vel í dæminu með vínyl og geisladiska, og það er það að þegar fólk kaupir tónlist á vínyl eða mynd á vhs, þá er það að mestu leyti að greiða fyrir réttinn að efninu, þ.e.a.s. ekki fyrir miðilinn sem efnið er á, því er það fáránlegt að ef ég á einhverja plötu á vínyl að ég skuli þurfa að borga fullt verð fyrir hana á cd, í raun ætti maður bara að þurfa að borga fyrir miðilinn, semsagt diskinn og umbúðirnar - en það væri bara brot af heildarverðinu.
Sama ætti við ef maður vildi uppfæra vhs safnið sitt í dvd - og það sama á við þegar fólk sækir lög af netinu sem það á mögulega á vínyl eða myndir sem það á á vhs. Fólk er oft búið að greiða fyrir réttinn að efninu, en er bara að sækja sér það á öðrum miðli en það á hann á nú þegar.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:18
Aðrir punktar sem vert er að minnast á:
Plötuverslanir hafa dregið gríðarlega úr úrvali geisladiska og ef þú hefur annan tónlistarsmekk en meðaljóninn þá er alls ekkert líklegt að þú finnir þína tónlist í plötubúð. Þarft að finna það á iTunes, Amazon, tónlist.is. Plötubúðirnar selja ekki lengur þá diska sem þær græða lítið á.
Margar hljómsveitir, sérstaklega þær minni, eru hættar að gefa út geisladiska. Þær dreifa efninu sínu á á myspace og annars staðar á netinu og treysta á að tekjurnar komi inn á tónleikahaldi.
Sala á þáttum og kvikmyndum hefur margfaldast síðastliðinn áratug eða svo með tilkomu dvd. Nær enginn keypti VHS-spólur fyrir annað en að taka uppúr sjónvarpinu en með tilkomu dvd hefur orðið algjör sprenging í sölu á þáttum/myndum. Fyrir seinustu jól seldust t.d. (minnir mig) 25þús eintök af Ladda og 15þús af Dagvaktinni.
Karma (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:21
...en það er ekkert fjallað um að niðurhal verður einn af stóru sölu aðferðin í náninni framtíð.
t.d. er Itunes verslun apple í USA orðin stærsti söluaðilu tónlistar í Bandaríkjunum.
Rúnar (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:22
Fréttin greinilega étin beint upp eftir Smáís og ekkert haft fyrir því að kynna sér málin eins og vandaðir blaðamenn eiga að gera og spyrja gagnrýnina spurninga.
En við hverju er svo sem að búast á Íslandi í dag.
Maður ætti kannski að skrifa eitthvað svona út í loftið og senda inn sem fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtök margmiðlunarneytanda á Íslandi. ;)
karl (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 12:03
Ég spyr kannski kjánalega (viss um að SMÁÍS finnst það) en þegar maður kaupir tóman geisladisk, er ekki búið að leggja STEF-gjöld ofan á verðið í verslunum ?
Er ég þá ekki búinn að kaupa mér rétt til að setja það sem ég vil á þennan geisladisk, hvaðan sem ég svo næ í það ?
Ívar Jón Arnarson, 22.10.2009 kl. 14:15
Tónlistamenn og aðrir virðast ekki sjá möguleikana!!!
Góð hljómsveit með góða heimasíðu þar sem þú getur einfaldlega náð í lögin þeirra frítt á bestu gæðum, séð vídeóin og keypt boli eða hvað sem er getur selt aulýsingar og aulýst sína eigin tónleika og annað. Til að halda traffíkinni þá gæti þessi hljómsveit gefið út 1 lag í mánuði (12 á ári eins og einn diskur), 1 video í mánuði, 1 remix eða tónlista myndband og 1 viðtal sem þýðir eitthvað nýtt í hverri viku.
Getið þið ýmindað ykkur hvað td. Coke væri tilbúið að borga U2 fyrir að hafa auglýsingu á heimasíðunni þeirra þar sem milljónir manna væri að surfa í hverri viku?
HA (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 14:24
Ívar: Það er alveg laukrétt hjá þér.
Innkaupa- og dreifingaraðilar á CD og DVD diskum þurfa að greiða himinhá gjöld til STEF fyrir TÓMA diska og það fer beint útí smásöluverðið.
Þannig má algjörlega fær rök fyrir því að þú megir setja hvaða efni sem er á þennan disk enda ertu búinn að greiða gjöldin til STEF. Þessi vitund er þvímiður ekki nægilega útbreidd meðal Íslendinga. Þetta er klárlega með heimskulegri sköttum sem ég hef heyrt um. Afritun persónulegra ljósmynda á geisladisk og útgefið kynningarefni fyrirtækja á diskum er þ.a.l. dýrara í dag með tilkomu þessara STEF gjalda.
Kv.Óli InnkaupastjóriÓli (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 15:21
Þetta er rétt hjá þér Ívar.
Tómir CD og DVD eru seldir með gjaldi v/ höfundarrétta.
Niðurhal er ekki vandamál, það er framtíðin. Eðlileg þróun.
SMÁíS er að gera sig af fífli með svona yfirlýsingum.
ThoR-E, 22.10.2009 kl. 15:22
Góður punktur hjá Karma. Úrvalinu í búðunum hefur hrakað síðustu árin og þeir sem ekki hafa "meðalsmekkinn" eiga ekkert erindi þar inn.
Netið er klárlega málið - hvort sem SMÁíS líkar betur eða ver.
Jóhann (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 20:46
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1224460/Illegal-downloaders-spend-MORE-music-obey-law.html
Haukur G. (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.