Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Matvöruverð

Ég var að horfa á Silfur Egils í kvöld og þar var talað meðal annars um hátt matarverð þrátt fyrir 15 milljarða styrki til handa bændum til að halda verði á matvælum lágum.

Ég veit það að á s.l 15 árum hafa launin mín hækkað u.þ.b um 6.7 % á ári eða um 100% á 15 árum. á þessum sama tíma hefur úrbeinaður lambahryggur með fitu hækkað um 300%. Minn ágæti vinur Einar K Guðfinnsson heldur því fram að með auknum kaupmætti hafi verð farið niður á við síðustu árin. Þetta er ekki rétt eins og tölurnar sýna. Allt í einu er nautakjöt orðið frá 500 -800 kr. ódýrara p.r kíló en lambakjöt. Er ekki eitthvað að þegar alls þessa er gætt að framansögðu. Þegar ég var lítill kostaði lambalærið ekki meir en svo að efnaminni fjölskyldur keyptu þau ( lærin ) sem sunnudagsmat, en ekki lengur. Fiskur hefur hækkað verulega síðustu ár og kjúklingakjöt og svínakjöt eru dýrust á Íslandi. Kjúklingabringur eru þrefalt dýrari hér en í Danmörku og eins má segja sama um svínakjöt.

Er ekki farið að koma að því að einhver geri eitthvað til að lækka matarverð á Íslandi svo vit sé í, kjúklingaframleiðendur eru nýbúnir að tilkynna 10% hækkun á kjúklingum vegna hækkaðs verðs á kjarnfóðri. Skrítið að verð á kjarnfóðri skuli veri töluvert lægra í Færeyjum en hér þrátt fyrir þá staðreynd að Færeyingar eru mun færri en við. Það er eitthvað að sem þarf að laga STRAX og bæta launþegum þessa lands upp þá dýrtíð sem verið hefur verið hér allt of lengi.


Nýr forstjóri RS

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að ráða Ellisif Tinnu Víðisdóttur sem breytingastjóra Ratsjárstofnunar. Ég óska Ellisif Tinnu til hamingju með nýja starfið og vonandi sjáum við meira af henni en fráfarandi forstjóra, Mig langar einnig að senda kveðju til fráfarandi forstjóra og þakka honum fyrir samstarfið s.l ár og óska honum velfarnaðar í nýju starfi. 

mbl.is Ellisif Tinna sér um breytingar á Ratsjárstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjuþing

Jæja, ég hef ekki bloggað lengi vegna bilunar í fartölvunni minni sem ég skrifa bloggið á eins hefur bakið verið til trafala upp á síðkastið.

En kirkjuþing hefur samþykkt fyrir sitt leyti að gefa sankynhneigðum kost á kirkjulegri vígslu með fyrivara um samþykki Alþingis. Ég fyrir mitt leyti er alfarið á móti þessu brölti homma og lesbía þau hafa ákveðið að lifa saman og vera öðruvísi en við hin 90% sem erum í þjóðkirkjunni, en samt  verðum að sætta okkur við bröltið í þeim. Ég get ekki hugsað mér ef færa á gaypride inn í kirkjurnar, ekkert hátíðlegt við það að sjá ofmálaða og of skreytta homma hoppandi út kirkjugólfið í þröngum latexgöllum og skreyttir með strútsfjöðrum.

Ég legg til að hinir löglegu samgefendur kirkjunnar láti af giftingum í kirkjum og að allir gifti sig hjá sýslumanni hér eftir, þá gæti skapast friður um þessi mál. Það er annars nokkuð merkilegt hvað hópur sem telur til u.þ.b 10% þjóðarinnar geti komist upp með að setja kirkjuþing í uppnám ár eftir ár vegna ákveðins máls. Það er ekki nema 50 ár síðan mönnum sem urðu uppvísir að samræði við sama kyn voru settir í fangelsi eins og hverjir aðrir kynferðisglæpamenn. Hvað með hina kynferðisglæðamennina, eigum við von á því að þeir fái uppreist æru og lög sett á kirkjuþingi og á Alþingi til að leyfa þeim að  stunda sitt afbrigðilega kynlíf í skjóli laga?

Þessi þrýstihópur, Samtökin 78, hafa haft flotta áróðursmeistara og væri betra að fylgismenn byggðastefnu fengju þá lánaða til fá fólk til að búa á landsbyggðinni. Eins gætu þeir barist fyrir lækkuðu matarverði og fleiri þjóðþrifamálum. Vonandi fer samkynhneigt fólk að hætta þessari vitleysu og láta þjóðkirkjuna í friði. það er greinilegt að þessu verður ekki þokað lengra. Svartstakkar eins og Geir Waage munu aldrei samþykkja hommum og lesbíum að fara alla leið með þetta, kannski sem betur fer.

 


Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband