Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Feministar og fleira

Ég var að horfa á Kastljósið í köld eftir að hafa horft á fréttir. Ég varð fyrst sleginn furðu vegna fréttar um klæðnað ungbarna á fæðingadeild og svo reiður þegar einhver mæt kona kom í Kastljósið og heimtaði kynjakvóta á Silfur Egils.

Báðar þessar konur, þ.e sú sem kom fram með kvörtun (Kolbrún Halldórsdóttir) vegna klæðnaðar brjóstabarna á fæðingardeild og eins hin konan sem kom fram í Kastljósi í kvöld sem eru að sjálfsögðu báðar Vinstri Grænar, og það illa Vinstri Grænar. Þessi femínistahugsjón er orðin þreytt og henni þarf að breyta. Ég t.d hafði samúð með málstað femínista framan af, en er nú hatrammur andstæðingur þeirrar kenningar. Það á víst að draga konur nauðugar viljugar í stjórnmál svo kynjakvóta sé fullnægt, en ekkert talað um hæfni, þekkingu á efninu eða vilja til að vera í pólítík eða í stjórn félaga. Þetta er stærðarinnar BULL sem feministar hafa sótt fram með síðustu ár. Það þarf að stöðva þetta áður en það verður óviðráðanlegt í samfélaginu.

Eins get ég ekki orða bundist vegna ákvörðunar þriggja leikskóla í Grafarholti að þiggja ekki lengur þjónustu presta til að kenna börnunum kristinfræði. Þetta er gert til að móðga ekki krakka annarar trúar. Ég spyr, hvað með restina af krökkunum sem eru íslensk og kristinnar trúar? Eiga þau bara að tapa vegna einhverra sem eru annarar trúar. Ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu. FARIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ UPPBYGGILEGT EN EKKI SLEPPA YKKUR Í MÁL SEM SKIPTA ENGU.

Það er af nógu að taka t..d í Afríku og einnig hér heima þar sem margir líða skort og þurfa að bíða langan tíma eftir skurðaðgerðum. Reynið þið nú VG fólk að ainbeita ykkur að málum sem skipta MÁLI.


Varnarmálastofnun

Loksins er farið að hilla undir að ný stofnun í stað Ratsjárstofnunar verði að veruleika. Þeir sem halda að okkur vanti ekki varnir hafa ekki skoðað málin niður í kjölinn. Nú er svo komið að Bandaríkjamenn sjá eftir að hafa yfirgefið landið og myndu helst vilja koma aftur. Pútin Rússlandsforseti hefur sexfaldað fjárframlög til sjóhersins sem aftur er farin að sigla kjarnorkukafbátum sínum um norðursvæði.

GIUK hliðið sem er á milli Grænlands, Íslands og Bretlands er nú óvarið og geta kafbátar siglt óáreittir til austurstrandar Bandaríkjanna og gert það sem þeir vilja þar. Þegar háttsettur herforingi kom hingað í sumar, Burns að nafni, gat hann ekki talað skýrar um hvað ratsjáreftirlitið væri NATO og Íslandi mikilvægt. Nú skrifar Jón Gunnarsson grein í Moggan og rakkar ratsjárnar niður vegna þess að Bandaríkjamenn sjálfir hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki not af þeim. Ætli þeir séu ekki um þessar mundir að snúast hugur.

Björn Bjarnason hefur viljað fá loftrýmiseftirlitið flutt í Skógarhlíð, sem er kannski ekki al vitlaust nema að því leyti að búnaðurinn sem er í notkun á Keflavíkurflugvelli þarfnast þjálfaðra manna og nokkurs viðhalds svo halda megi æfingar með þeim þjóðum sem vilja nýta sér aðstöðu okkar á vellinum. Það er svo einkennilegt að þjóðir innan NATO keppast um að fá að koma hingað til æfinga, svo nýja stofnunin þarfnast góðra og vel þjálfaðra manna til að hafa eftirlit með flugumferð um landið og vera til taks þegar, og ef, hættu steðjar að landinu okkar.

Við erum eina óvopnaða ríkið í NATO og því er okkar svar við því að hafa eftirlit með hafsvæðinu hringinn í kringum landið  og bregðast við þegar hættu steðjar að.

Fólk verður að passa sig að gera ekki lítið úr okkar landi og reyna að sýna smá þjóðhollustu og þjóðernishyggju, hún var til um 1940 og verður að lifa í brjóstum okkar áfram, Íslandi til heilla. 


mbl.is Ný varnarmálastofnun undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ratsjárstofnun enn og aftur!

Það er nokkuð merkilegt að ekki skuli vera komin fram drög að lögum á hinu háa alþingi um nýja stofnun sem leysa á Ratsjáratofnum af hólmi. Þessi stofnun sem sennilega mun bera heitið "Varnar og Öryggismálastofnun "hefur ekki tekið til starfa ennþá og engin þingsályktunartillaga hefur verið sett fram ennþá. Skyldi Valgerður Sverrisdóttir hafa rétt fyrir sér og það sé Björn Bjarnason sem stoppi málið af.

Björn Bjarna hefur langað lengi að verða fyrsti herforingi okkar annars friðsæla lands og fá til sín allar þær stofnanir sem geta fært honum þau völd svo að það takist. Hann og hans menn halda að hægt sé að fylgjast með skipum með þeim ratsajám sem herinn skyldi eftir þegar hann fór. Þetta er mikill miskilningur og það er ekki hægt að fylgjast með sjóförum að svo stöddu.

Björn Bjarna ætti að lofa þessu frumvarpi að komast í gegn eins fljótt og hægt er þar sem þolinmæði starfsmanna stofnunarinnar minnkar frá degi til dags, engum til gagns hvorki honum né þeim serm stjórna stofnuninni nú þegar. Ef fólk með reynslu fer, þá er ekkert eftir hvorki fyri Björn Bjarna eða annan.

Vonandi leysast þessi mál farsællega og umfram allt fljótt svo ekki komi til að Varnar og Öryggismálastofnun verði ekki til, öllum til minni hagsbóta. Björn, kyngdu stolti þínu og komdu þessu máli áfram sem fyrst.


SMÁÍS og Torrent.is

Jæja, þá er komið að því, það er loksins búið að loka Torrent.is og höfða einkamál gegn eiganda síðunnar. Núna verður fróðlegt að sjá hvort sala íslenskrar tónlistar eykst í kjölfarið og eigendur höfundarétta hafi rétt fyrir sér.

Það er nefnilega tvíbennt að fara í svona aðgerðir, sala á tónlistarefni gæti  nefnilega minnkað í kjölfarið og þessar aðgerðir komið í bakið á SMÁÍS og öðrum rétthöfum þar sem fólk gerir kröfu um að fá að heyra hvað þeir eru að fara að kaupa áður en reitt er fram okurverð fyrir tónlist.

Auglýsingagildi efnis sem er niðurhalað er ótvírætt, auk þess að greiðslur sem rétthafar fá í gegnum sölu á tómum geisladiskum, hörðum diskum, skrifurum og minnislyklum gera meira en vega upp tapið sem rétthafar telja sig verða fyrir. Ef dómsmálið sem höfðað hefur verið verður á þann veg að rétthafar vinna það, þá tel ég rétt að afnema öll gjöld sem þeir fá í formi skatta á sölu diska og annara miðla sem þeir fá í dag, um leið og dómur fellur. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa okkar sem hafa reitt fram þennan skatt til fjölda ára.

Ég persónulega hef aldrei haft mikið álit á tónlist Páls Óskars sem nefndur er í fréttinni, en nú er ég alveg sannfærður um að ég muni aldrei kaupa neitt sem frá honum kemur, en það er mitt mál. Ég geri mér grein fyrir að fleiri en rétthafar tónlistar eiga efni sem á þessari síðu eru, en væri ekki betra að verðleggja hlutina af meiri sanngirni og koma þannig í veg fyrir síður sem þessar, bæði fyrir tónlist, þætti, myndir og hugbúnað, er það ekki kveikjan að þessu öllu?

Að lokum vona ég að rétthafar fái það sem þeir verðskulda og að réttlætið verði til handa öllum, ekki bara þeim sem höfðað hafa þetta dómsmál. 


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samráð ?

Það hefur enn einu sinni verið blásið í herlúðrana og allt er að verða vitlaust yfir samráði matvöruverslana Bónuss og Krónunnar. Hvað halda menn, halda þeir að ekki sé samráð? Það er búið að vera samsæri í gangi um langt skeið til að neyslustýra almenningi og halda verðum eins háum og m0gulegt er. En þetta er ekki eina samsærið. Þessi sömu aðilar hafa með sér samráð um að hleypa ekki neinum nýjum aðilum inn í greinina. Bónus og Krónan setja ekki þakið í verðum á matvörum heldur setja þeir gólfið. Gólfið er sennilega nokkrum tugum prósenta hærra hér á landi en í öðrum löndum.

Það er auðvelt að gera verðsamanburð í t.d Bretlandi þar sem niðursuðudós af bökuðum baunum kostar 6-7 krónur en hérna 40-50 kall. Ekki er hægt að segja að flutningskostnaður valdi mismuninum sem er nokkur hundruð prósent. Það eru til endalaus dæmi um okrið hérna og fer Bónus með frumkvæðið þótt þeir séu með ódýrari verslunum hérna.

Það er þekkt að ef t.d Samkaup ákveður að lækka hjá sér Ceríósið og fara fimm kalli niður fyrir verð Bónuss, þá er hringt í heildsalan og honum fyrirskipað að hækka pakkan um tíu krónur til að Bónus sé ódýrust áfram, samt er álagningin nokkur tuga prósent á Cheerios. Ég ætla að giska á að meðalálagning hjá Bónus og Krónunni sé á bilinu 35-45% og í sumum tilvikum er einstök álagning fleiri hundruð prósent. 

Ég ætlað að stela tillögu eins vinar míns og leggja það til að launþegasamtökin fari út í einhvers konaar kaupfélagsrekstur og stofni matvöruverslun, banka, tryggingafélag, olíuverslun, og hvað annað það sem allir vita að er samráð og samsæri um að ná af okkur öllum þeim aurum sem hægt er að ná af okkur og helst meira til. 

Það er líka skandall að ekki skuli vera hægt að kaupa landbúnaðarvörur frá Evrópu nema gegn ofurtollum. Bara það að fella niður ofurtolla og leyfa innflutning feskra kjötvara  væri stórt skref. Þá væri hægt að panta inn á netinu það magn af kjöti sem til þyrfti til heimilisins rétt eins og fólk kaupir af bóndanum til vetrarins, og veitt þannig versluninni og sláturleyfishöfunum aðhald. Það hlýtur að vera hægt að bæta bændunum það upp með einhverjum hætti, t.d hærri mútugreiðslum frá ríkinu en nú er.


Vaxtaokur

Það er lýsandi fyrir þessa blessaða banka okkar, að þegar gylliboðum þeirra rignir yfir mann og maður lætur glepjast yfir þeim og tekur íbúðalán hjá þeim, þá stuttu seinna er vextir allt í einu búnir að hækka um 40-50% áður en maður getur snúið sér við. Maður skyldi halda að í ekki stærra landi en við búum í, að hægt væri að bjóða góða vexti til íbúðakaupa. Með erlendum lánum væri hægt að komast hjá þessum sveiflum en þá þyrfti maður að fá launin greidd í þeim gjaldmiðli sem lánin eru í.

Það er greinilega ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að ganga inn í ESB sem fullgildur aðili og taka þá upp evruna. Ég sé enga aðra leið til að veita íslenskum bönkum samkeppni og aðhald, því vextir í evrópu eru mikið lægri en við búum við og gjöldin sem bankar taka af okkur í formi þjónustugjalda eru langt um lægri, hvað sem hver segir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur því fram að vaxtamunur bankanna sé 1,9% séð frá sjónarhóli bankanna. Það sem blasir við mér er að vaxtamunur heimilis míns er ekki 1,9% heldur 19% og ég held að komman hjá Hannesi hafi ruglast og farið fram um staf. Yfirdráttarheimild mín ber rúmlega 22% vexti en það litla sparifé sem ég á ber 3% vexti, auðvelt að reikna það. Ég held að flest heimili í landinu standi frammi fyrir þessari staðreynd og það er ekki hægt að líta fram hjá henni.

Vonandi batnar ástandið fljótlega, en persónulega held ég að bankar haldi löggjafanum í heljargreipum og þess vegna erum við látin borga hæstu vexti á byggðu bóli ef undanþegin eru einræðisríki í Afríku.


mbl.is Afborganir lánsins hækka um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband