Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Þá er þessu vonandi lokið nema....

Breta og Hollendinga hugnist ekki einu sinni þessi niðurstaða og heimti meira. Þá mun Fjármálaráðherra bukta sig og beygja og fara í annan leiðangur til að þjóna þessum nýju herrum.

Alþingi Íslendinga hefði átt að fella þetta frumvarp í gær. Það hefði engu breytt, nema að fyrirvararnir sem samþykktir voru í sumar eða haust væru inni. Þetta eru lög samin á hinu háa Alþingi og enginn utanaðkomandi ætti að geta knúið lýðræðislega kosið þing til að breyta sínum lögum þegar það er ljóst að það er til skaða fyrir land og þjóð.

 Nú er að þrýsta á að koma lögum yfir þá menn sem komu okkur í þessa stöðu. Ekki til að koma þeim í fangelsi, heldur til að ná í eignir þeirra til að minnka skaðann. Refsing þessara ca. 150 manna ætti að vera að þeir yrðu sviptir ríkisborgararétti á Íslandi og settir á alþjóðlegan hryðjuverkalista. Þessi aðferð mundi gera þeim erfitt fyrir að höndla með fjárreiður og væntanlega koma þeim í vonlausa stöðu erlendis, við þyrftum engan kostnað að bera af þeim í fangelsum landsins og þeir myndu alveg örugglega ekki láta það á sig fá að sitja inni á Kvíabryggju frekar en aðrir sem þar hafa setið.

Úr því að bretar gátu sett heila þjóð á þennan lista, ætti að vera smámál fyrir okkur að koma þeim á þennan lista.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er vont mál með þessa konu.

En hvar er femínistafélagið núna til að gagnrýna þessa konu sem sannað er að hafi haft aðrar konur á sínum snærum til kynlífssölu.

Femínistafélagið tekur fimm ára gamalt mál og gagnrýnir karla sem hafa orðið það á að fara á súlustað og eytt þar nokkrum milljónum. Ég ætla ekki að tala fyrir slíkri hegðun, en þurfa femínistar ekki að gagnrýna allt mansal og kaup á vændi hvort sem það er gert af hendi karla eða kvenna?

Það er einhver tvískinnungur í gangi sem þarf að koma upp á yfirborðið.


mbl.is Catalina önnur kvennanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband