Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ég fór á fund Samfylkingar í Grindavík

fyrir viku síðan þar sem þrír þingmenn Samfylkingar sátu fyrir svörum. Icesave samningarnir voru þar meðal annars til umræðu. Björgvin G. Sigurðsson lýsti aðdraganda samningsins og fullyrti að Bretar og Hollendingar hefðu ekki reynt að fá Íslendinga til að gera vondan samning, þar sem peningarnir skiptu þá minnstu máli.

Samningurinn var nauðsynlegur til að ekki skapaðist fordæmi fyrir aðrar þjóðir ef sams konar kerfishrun ætti sér stað í öðrum löndum. Ég gat ekki varist þeirri hugsun á meðan hann talaði fyrir samningnum og umsókn í ES, að það mætti semja um Icesave upp á nýtt með niðurfellingu skuldarinnar þegar að samningaborðinu kæmi.

Kannski er þetta bara óskhyggja, en samt gat ég ekki varist þessari hugsun þegar hann útskýrði þessi tvö mál. Kannski hef ég rangt fyrir mér og við þá í djúpum sk... Vonandi verður þessi hræðilegi samningur felldur í þinginu eða forseti vor neitar að skrifa undir lögin sem samþykkt verða. 


Fjárlagahallinn er nú u.þ.þ 160 milljarðar.

Hvernig væri að lífeyrissjóðirnir lánuðu ríkinu fyrir þessu til 50 ára með 1% föstum vöxtum. Af hverjum launamanni er tekin ákveðin upphæð mánaðarlega og hún lögð í lífeyrissjóð, bæði sameiginlegan sjóð og einnig séreignasjóð.

Séreignasjóðirnir hafa tapað miklu í hruninu, en samt ekkert miðað við það hvað almennu sjóðirnir hafa tapað.  Ef ríkinu væri lánað þessi upphæð sem er u.þ.b eins árs innlegg launamanna í lífeyrissjóði, þá gæti Seðlabankinn lækkað vexti hratt, fyrirtækin yrðu lífvænlegri, fólk missti ekki vinnuna og síðast en ekki síst þá væri upphæðin tryggð +1% vextir sem er 40% betra en sjóðirnir ávöxtuðu í góðærinu.

Ef til vill væri líka hægt að hugsa sér að launþegar gæfu sínar lífeyrisgreiðslur í eitt ár til að rétta við hallann og komast þar með fljótt upp úr kreppunni og líta ekki um öxl. Þar með fengi ríkið ( sem eru jú við sjálf ) lánshæfismat sem tíðkast almennt í heiminum en ekki eitthvert ruslmat eins og núna.

Þetta er spurning hvort ekki er hægt að framkvæma fljótt og vel. 


Það væri kominn tími til

að kommarnir fari frá völdum og taki Samfylkinguna með sér. 

Það er líklega eina von okkar að eitthvað verði gert í málefnum heimilanna að koma Sjálfstæðisflokknum og Framsókn saman í stjórn. Láta Þá laga það sem þeir gerðu þjóðinni.

Jóhanna og CO eru ekki líkleg til að gera neitt af því sem lofað var svo burt með þau, ég lít svo á að þau séu ómerkingar og eigi að hætta í pólitík. 


mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband