Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
í erlendum viðtölum við misharða fréttamenn um Icesave málið. Hann hefur verið sá sem þjóðin hefur verið að kalla eftir til að gegna leiðtogahlutverki. Enginn annar máttarstólpi pólitíkurinnar hefur talað máli okkar jafn hressilega og hann eftir að hann neitaði Icesave lögunum staðfestingar.
En nú er að draga til tíðinda á Samfylkingarvígstöðvunum. Karl Th. Birgisson, einn af helstu ráðgjöfum forsetans og ein helsta málpípa Samfylkingarinnar, segir nóg komið. Hann, og elítan í Samfylkingunni, sjá að forsetinn er að draga vagninn af krafti og það má alls ekki þola lengur. Það nefnilega lítur illa út fyrir Samfylkingarforystuna að einhver annar en aumir málsvarar hennar ráði för og dragi vagninn sem varla hreyfist úr sporunum þegar þau eru spennt fyrir vagninn.
Það er talað um að ekki megi nota orðið landráðamenn um þá sem stjórna landinu en fjandi er það nálægt að hrökkva út úr mínum munni núna. Þegar menn eins og Hrannar B. Arnarsson og Karl Th. eru farnir að væla undan röggsemi einhvers sem er ekki alveg sammála þeim, þá á að gefa í og hamra enn betur á málinu því þá erum við loksins að ná árangri, það er alveg ljóst af viðbrögðunum að dæma.
Það er kominn tími á að þessir menn fari að vinna fyrir land og þjóð eins og þeir eru kosnir til en ekki hugsa eingöngu um eigin hag og einstefnu í pólitík. Er þessum mönnum ekki orðið ljóst að fólk er reitt og það þarfnast leiðtoga en ekki þessara vælandi pissudúkka sem vilja læðast áfram og hneppa íslenska þjóð í skuldaklafa til næstu árhundruða, einungis til að hreppa lélegt sæti í evrópusambandsklúbbnum.
Tími til að linni. Farið frá og leyfið þeim sem þora að komast að, þjóðinni til heilla.
Bloggar | 1.2.2010 | 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007