Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Þetta er ein afleiðing hækkaðs áfengisverðs

Krakkarnir hafa ekki lengur efni á að kaupa sér bjór og áfengi, og þar af leiðandi fara þeir útí marijúana vegna þess að 1 gramm kostar 3000 kall en vodkaflaskan 6500 kall.

Þetta hefur verið vitað í áratugi og Steingrímur Joð er ekki svo vitlaus að gera sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að hækka áfengi svo mikið sem raun ber vitni. Fíkniefnaheimurinn er harður eins og sést best í Mexíkó en þar eru menn að huga að því hvort ekki ætti að leyfa maríjúana og hass, einungis til að minnka spillingu og það stríð sem geisar á milli lögreglu og fíkniefnasala.

Þær aðstæður sem nú eru í Mexíkó, gætu auðveldlega  sprottið upp hér ef menn passa ekki upp á eins auðveldan hlut og að hækka ekki brennivínið svo að það borgi sig að kaupa eiturlyf, því fólk vill komast í sína vímu hvað sem tautar, og ef það hefur ekki efni á brennivíni þá bara fer það í hassið.  


mbl.is Skilja á milli sölu og framleiðslu á marijúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISAVIA dæmt til greiðslu vegna starfsmanns sem ......

gerði sig sekan um að fara í heitan pott með samstarfsfélaga sínum, nakinn, og það að verða kallt á höndunum eftir að hann kom úppúr pottinum.

Í mars 2009 var farin ferð í sumarbústað af tveimur karlmönnum og einni samstarfskonu þeirra sem öll unnu hjá ISAVIA. Tilefnið var að ræða um frama konunnar og aukna ábyrgð sem hún átti að taka að sér.

Hennar vinna hafði falist í því að gefa út aðgangsheimildir fyrir ótilgreint svæði ásamt því að gera hin sama vegna bifreiða sem erindi áttu inn á þetta ótilgreina svæði.

Ákveðið var að fara uppí sveit og hafa það næs ásamt því að ræða frekar um starf hennar við hið nýja fyrirtæki. Ekki vildi betur til en að eftir matinn um kvöldið þar sem vín var haft um hönd fóru mennirnir tveir í heitan pott , annar nakinn en hinn klæddur sundskýlu. Annar eða báðir hvöttu konuna til að koma með í pottinn en hún bar því við að hún hefði ekki sundföt meðferðis. Bauð því sá nakti henni að hún gæti fengið föt af sér til brúks á meðan hún færi í pottinn. Ekki þáði hún boðið en sat drykklanga stund með þeim og rabbaði, bauð síðan góða nótt og fór til herbegis síns. Þar sem hún treysti ekki ástandinu setti hún ferðatösku framan við hurðina innanverðu svo hún yrði þess var ef einhver reyndi inngöngu um nóttina.

Svo fór að yfirmaðurinn kom inn seinna um nóttina opnaði dyrnar og færði töskuna til hliðar og fór að ræða við konuna, var hann við það tækifæri fullklæddur en ekki alsnakinn eins og Fréttablaðið segir í blaði sínu þann 16. feb s.l.

Konunni fannst óþægilegt að vera við svo búið í herberginu og fór fram í stofu þar sem þau röbbuðu eitthvað eða þangað til að yfirmaðurinn bað hana að hlýja sér á höndunum vegna þess að honum var kallt. Það kemur fram að konunni hefði ekki litist á blikuna á tímabili og verið a.m.k tvisvar í sambandi við eiginmann sinn á meðan þessu sóð. Henni fannst sér ógnað þar sem hún hafði ekki bíl og fannst hún einöngruð með tveimur yfirmönnum sínum af karlgerðinni.

Þetta er megininntakið í dómi yfir ISAVIA um kynferðislega áreitni sem hún kvartar um að hafa orðið fyrir.

Það vakna eðlilega spurningar á borð við, var ekki hægt að halda fundinn á skrifstofu yfirmannsins, og hvers vegna samþykkti hún að fara með þeim teimur í sumarbústað þar sem var vitað að vín yrði haft um hönd. Enginn er svo vitlaus að halda að svona ferðir séu án víns. Hvers vegna stoppaði eiginmaðurinn ekki konuna að fara eins og eðlilegt væri ef allt væri eins og það ætti að vera. Hvers vegna bað konan eiginmanninn ekki að koma og ná í sig þegar henni fannst aðstæðurnar vera orðnar ískyggilegar og/eða hringði í lögregluna sér til bjargar?

Þegar maður les dóminn þá sér maður að ástæða málshöfðunar er ekki kynferðislega áreitni, enda erfitt að sjá það fyrir sér í þeim aðstæðum sem héraðsdómur lýsir, heldur fyrst og fremst launa og kjaradeila þar sem konan virðist hafa verið lækkuð í tign og tölvuaðgangur tekinn af henni án hennar vitneskju og samráðs. Við sameiningu Keflavíkurflugvallar og ISAVIA hljóta þó að verða breytingar hjá flestum og þurfa menn að sætta sig við það á meðan stöðugleiki kemst á að nýju. í mínu fyrirtæki sem einnig er ríkisfyrirtæki eru breytingar nánast daglegt brauð og kemur það kynferðislegri áreitni ekkert við.

Mér finnst að það sé verið að taka manninn af lífi fyrir léttvægar sakir og ofsi konunnar í garð fyrrverandi yfirmanns síns sé með ólíkindum, svo ekki sé minnst á þá talsmenn Ungmennahreyfingarinnar sem tjáð sig hafa um málið. Mér finnst mál að linni og manninum leyft að jafna sig og koma lífi sínu í eðlilegt horf að nýju án þess að fréttamiðlar rakki hann niður með mis grófum hætti og saki hann um hluti sem hann gerði ekki samkvæmt dómi Héraðsóms, lesið dóminn yfir áður en þið gasprið um hlutina og hafið rétt fyrir rétt.

Stefán Thordersen ( hann hefur nú þegar verið nafngreindur í fjölmiðlum en ekki konan sem olli honum sjálfsagt langvarandi tjóni ) gerði mistök sem voru þó smávægileg í samanburði við opinbera mannorðsaftöku hans sem nú fer fram og í engu er gefið eftir fyrir hann og hans fjölskyldu sem er örugglega í sárum eftir þennan dóm. Væri nú ekki ráð að máli linni og honum gefinn kostur á að verja sig ( hann var ekki kallaður fyrir dóm til  að segja sína útgáfu af málinu) og koma á sáttum milli hans og fjölskyldunnar.

Að lokum, Það er ágætt að fá leiðbeiningar um það hvernig á að umgangast konur almennt. Þessi dómur hlýtur að hafa það í för með sér að konur einangrist frá karlmönnum á vinnustað og erfiðara verið að vinna með þeim í framtíðinni og jafnvel að opinber jafnt sem óopinber fyrirtæki stíi konum og körlum í sundur svo jafn aulaleg mál og þetta komi ekki fyrir aftur. Jafnrétti kvenna og karla til að vinna sömu störf verði minnkuð og konur vinni alls ekki í deildum sem karlmenn hafa yfir að ráða og öfugt.

Þessi dómur á eftir að verða konum til heftunar en ekki frelsis, en það er sennilega það sem þær vilja svona innst inni.


Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband