Ömurleg helgi

Það var ömurlegt að hlusta á fréttir um síðustu helgi (helgina 28-29 júlí s.l). Morð framið í Reykjavík og í kjölfarið sjálfsmorð morðingjans á Þingvöllum. Menn voru barðir fyirirvaralaust í götuna vegna engra saka og kona beit aðra í eyra svo sauma þurfti saman, stúlkan sem árásina gerði stærði sig af því að hún hefði skaðað aðra konu. Hvað er í gangi. Það var að vísu fullt tungl og staðreyndin er sú að þá verður fólk skrítnara en venjulega.

Ofbeldið og mannfyrirlitningin er reyndar alsráðandi á þessum tímum eiturlyfja og ónógns uppeldis barna. Það er staðreynd, að uppeldi barna síðustu 25 árin er ábótavant. Á tímum kvennfrelsis og femínista þar sem frelsi kvenna felst helst í því að eignast börn og koma þeim síðan á uppeldisstofnanir en skipta sér sem minnst af þeim sjálfar.

Þriðja kynslóð lyklabarna er að  vaxa úr grasi, og það segir sig sjálft að ekki læra börnin kurteisi og umburðarlyndi gagnvart öðrum á götunni. Þetta er, og á að vera í höndum foreldra sem eiga að hafa tíma fyrir börnin sín þar til þau geta sjálf eignast börn og kennt þeim góða siði. Agi er nauðsynlegur í uppeldi barna, því litlu skrímslin reyna að komast eins langt og þau geta eða þar til þau reka sig á vegg. Það er veggurinn sem skiptir máli og hvar foreldrar setja hann, það er að segja ef um foreldra er að ræða, en ekki að búa í opnum kerfum eins og sænsku sósíaldemókratisku uppeldisfræðingarnir vilja gera. Góður rasskellur dugar þegar við á til að setja mörkin.

Mín skilaboð eru þau til kvenna sem ætla bæði að eignast börn og vinna úti, að sleppa öðru hvoru alveg og gefa sér a.m.k 15 ár til þess að ala upp börnin sín. Ef þær gera þetta má búast við breytingu í þjóðfélaginu hvað varðar umburðarlyndi og eiturlyfjaneyslu.

Vona að þetta verði ekki tekið stinnt upp af femínistum og pilsvörgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband