Varnarmál

Varnarmál Íslendinga virðast vefjast fyrir ráðamönnum þjóðarinnar. Björn Bjarnason vill setja eftirlitið í hendur Landhelgisgæslunnar og ekki vakta ratsjárstöðvarnar nema svona hipsum happs. Ingibjörg er þó skynsamari og gefur ekkert út um málið konkret og lofar engu nema að þetta verði leyst farsællega. En hvað er farsælt? Hafa ótryggt eftirlit stöðvanna á landsbyggðinni, eða gera þetta almennilega og manna stöðvarnar þannig að hægt sé að þjónusta þær á eðlilegan máta.

Vinstri Grænir eru eitthvað að brölta eins og venjulega en tapa eins og venjulega líka þar sem málflutningur þeirra er bara uppþot á líðandi stundu og enginn framtíðarsýn. Ratsjárkefið er nauðsynlegt fyrir öryggi þjóðarinnar alveg eins og slökkvilið er nauðsynlegt til að slökkva elda þegar þeir brjótast út þó að enginn búist við að það kvikni í hjá sér. Ratrsjárkerfið er einmitt eins og slökkvilið. Hlutverk þess er að sjá óþekkta flugumferð og tilkynna það réttum aðilum eins og Flugstoðum til að koma í veg fyrir stórslys þar sem ómerktar vélar fljúga þvert á stefnu almenns farþegaflugs og valda stórhættu. Rússar hafa ekki haft eftirlit á norðurhöfum um langt skeið, en nú er svo komið að þeir hafa sent vélar frá norður Rússlandi allt til Bretlands til eftirlits og njósna. Þetta eru svokallaðir Birnir en Rússar hafa yfir að ráða vélum sem kallast TU-160 og eru svipaðar Concord velunum bresk-frönsku í útliti. Þær eu hljóðfráar og hafa u.þ.b 16.000 km drægni og geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, þær geta einnig tekið eldsneyti á flugi og lengt þannig flugþol sitt. Þessar vélar koma til með að spila stórt hlutverk í komandi kólnun vesturveldana og rússlands.

Ratsjárkerfið íslenska, eða IADS, er komið nokkuð til ára sinna en er vel nothæft ennþá. Ratsjárnar eru tvær, (sinnum fjórar)svokölluð svarratsjá og leitarratsjá (frumratsjá). Munurinn er sá að svarratsjáin notast við upplýsingar frá svokölluðum Transponder eða ratsjársvara sem staðsettir eru um borð í öllum farþega og flutningaflugvélum. Með þessu tæki sem m.a Flugstoðir notast við er flugtraffík stjórnað um allan hinn stóra heim. Leitarratsjáin er hins vegar notuð til leitar á óþektum flugförum, hervélum þó aðallega sem vilja komast óséðar inn í lofthelgi annara þjóða bæði til njósna og eins til loftárása þegar það á við. Það er þetta síðarnefnda sem fer fyrir brjóstið á VG  og fleirum sem halda að við séum svo lítils virði, að við þurfum ekki á vörnum og eftirliti að halda. Víst kostar þetta eitthvað en hvað mundi það kosta ef óþekkt flugfar ylli mannskaða á hafinu austan við okkur og ástæðan væri níska og svokölluð friðarstefna VG. Ætli það færi ekki um einhvern ef svo yrði. Leitarratsjáin er ekki bara hernaðartæki heldur tæki til upplýsingaöflunar um flugför sem ekki hafa ratsjársvara eða eru bara með bilaðan ratsjársvara og viljum við ekki vita hvað fer fram í lofthelginni okkar? Allar NATO þjóðirnar eru með búnað til leitar óþekktra flugfara. Danir, Pólverjar, Þjóðverjar, Bretar og fleiri nágrannaþjóðir eru að bæta við eða skipta út eldri leitarratsjám fyrir nýjar svo af hverju ekki við líka, erum við eitthvað öðruvísi, ein hér úti í miðju ballarhafi.

Múrinn féll á einni nóttu og Sovétið lagðist af á örskotsstundu en það getur komið til baka jafn hratt og verða menn að búa sig undir það sem fyrst og hætta að stinga höfðinu í sandinn. Ratsjárnar Íslensku eru mjög nytsamlegar til að hafa eftirlit með óþekktum flugförum og við erum á kjörstað til eftirlits bæði fyrir okkur sjálf, Bretland, Norðmenn og Bandaríkjamenn. Ef þessum stöðvum er ekki vel viðhaldið og þær reknar með glæsibrag þá erum við íslendingar "Dead Duck in The Water". Það sjá allir að það er ekki góð staða fyrir okkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 862

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband