Ofurlaun eða hvað

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að ein af ástæðum þess að yfirtaka ríkisins á Ratsjárstofnun séu ofurlaun starfsmanna. Ofurlaun eru í minni kokkabók laun þeirra sem hafa yfir 2 milljónir á mánuði eða meira uppgefið til skatts og/eða hafa yfir eina og hálfa milljón á mánuði í vaxtatekjur, ég veit fyrir víst að enginn starfsmaður Ratsjárstofnunar hefur þvílík laun. Ég veit ekki hvar Fréttablaðið hefur þessar upplýsingar en nú um þessar mundir eru einmitt umdeildar álagningarskrár hafðar frammi hjá skattstofum um land allt og einfalt að komast að því hvað hver hefur í laun.

Það er samt athyglisverð þessi umræða sem Fréttablaðið hefur komið af stað með skrifum sínum. Það er nefnilega svo að tenging er á milli 365 miðla sem á og rekur Fréttablaðið og Kögunar sem nýlega missti 450 milljóna króna samning við Ratsjárstofnun um viðhald hugbúnaðar IADS kerfisins. Það hefur verið bæði leynt og ljóst að Kögun hefur viljað komast í rekstur ratsjárkerfisins lengi og gerð var atlaga að Ratsjárstofnun af hálfu Kögunar í kringum árið 2000. Það kemur því ekkert á óvart að Kögun beiti 365 miðlum í þessu máli þar sem eftir nokkru er að slægjast eða um 800 milljónum króna á ári.

Ég ætla svo sem ekkert að hafa neitt álit á því hverjir eiga að reka ratsjárkerfið, en margir hafa verið um hituna, ekki bara Kögun heldur margir aðrir. Landhelgisgæslan hefur verið nefnd til sögunnar en spyrja má hvort strandgæsla eigi að hafa á hendi sér varnir landsins einnig eða hvort reka eigi sér batterí um varnirnar. Það er umhugsunarvert að eina stofnun landsins sem hefur yfir að ráða flugflota er Landhelgisgæslan, og það yrði kúnstugt að sjá gamla úr sér gengda fokkerinn fljúga til móts við birnina rússnesku og hafa í hótunum við þá. Er ekki bara betra að Ratsjárstofnun sjái um þetta, eða þá Flugstoðir, áfram og ræsi út orrustuvélar frá Bretlandi eða Noregi.

Þetta með varnir landsins, það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og menn hafa talað um kostnað. Það er nefnilega það að Íslenska ríkið hefur aldrei borið neinn kostnað af vörnum landsins. Ratsjárstofnun hefur bara búið til kostnað fyrir BNA og þeir borgað þegjandi og hljóðalaust og lengi vel kostaði 1,5 milljarða að reka Ratsjárstofnun á ári eða í 20 ár. Það má þess vegna með sanni segja að BNA menn hafi borgað 30 milljarða inn til varna landsins í beinhörðum gjaldeyri á tímum sem atvinnuleysi og önnur óáran dundi yfir þjóðina. Það má líka gefa sér það að þetta hafi verið lán til Íslendinga sem borga þarf til baka núna og mun það því taka Íslenska ríkið 38 ár að búa til raunverulegan kostnað í kringum okkar eigin varnir. Þetta ættu menn að athuga þegar þeir eru að væla um kostnað.

VG vælið um varnir og kostnað er gamaldags og úr sér gengið af hálfu afdankaðra herstöðvarandstæðinga sem vilja lifa í glerkúlu sér til varnar og prjóna lopapeysur og vettlinga sér til viðurværis í gömlum moldarkofum með grútarljós til birtu og upphitunar. Það er komin tími til að sýna öðrum með stolti að við getum borgað fyrir varnir landsins okkar sjálfir en ekki þurfa að fá aðra til að greiða allt fyrir okkur.

P.S

Þetta með grútarljósið má víst ekki heldur því VG vilja banna hvalveiðar og þar með fór það að hægt væri að lýsa upp moldarkofana, en það má alltaf rækta hamp og kreista úr honum olíu til upphitunar (eða reykingar) í anda VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband