Hvernig er það, er ekki hægt að búa til Etanól úr mysunni sem fleygt er í Ölfusá á hverjum degi og þá búið til innlent Etanól, eða er kannski engu hent.
Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
Sæll
Það er búið að svara flestum spurningum um etanól í Svíþjóð en þar í landi eru nú 70 þúsund bílar sem ganga fyrir etanóli og 1000 etanóldælur. Þú getur lesið svör við þínum spurningum og fleirum í þessum texta hér fyrir neðan. Ef fleiri spurningar vakna svara getur þú sent á mig tölvupóst á egillj@brimborg.is
Virðingarfyllst
Brimborg
Egill Jóhannsson
Hér á eftir fer viðtal við Egil Jóhannsson, framkvæmdastjóra Brimborgar, sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 9. ágúst:
Etanól verður í fyrsta sinn til sölu hérlendis á dælu hjá á eldsneytisstöð Olís við Álfheima mánudaginn 17. september. Dælan er á vegum Brimborgar en fyrirtækið stendur nú fyrir tilraunaverkefni varðandi notkun etanóls á bifreiðar á Íslandi. Eldsneytið sem um ræðir heitir E85 og verða fluttir inn 2.000 lítrar í fyrstu umferð. Brimborg en nú þegar búin að flytja inn tvær bifreiðar sem ganga fyrir þessu eldsneyti, þriggja dyra sportbílinn Volvo C30 og fjölskyldubifreiðina Ford C-Max.
"Við byrjuðum að vinna í verkefninu í nóvember 2006 en þá var engin vitneskja að ráði til í landinu um etanól. Við sendum fyrirspurn til Alþingis og þá kom í ljós að ekki hafði farið fram nein umræða um málið," segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar og forsprakki verkefnisins, en fyrirtækið sendi ítrekun til Alþingis í mars á þessu ári.
Brimborg fór í kjölfarið að afla sér nánari upplýsinga og komst að því að nágrannalandið Svíþjóð, land sem Íslendingar miða sig við á mörgum sviðum, er komið langt í notkun etanóls á bifreiðar. Svíar byrjuðu að prófa sig áfram með etanól upp úr aldamótunum, að sögn Egils.
"Boltinn rúllar mjög hratt hjá þeim og strax árin 2004-5 seldu þeir 2.000 etanólbíla á mánuði. Núna er talan komin upp í 3.000-3.500 bíla á mánuði en alls eru 70.000 etanólbílar á götum Svíþjóðar. Að sama skapi hefur etanóldælum fjölgað mjög hratt en núna eru þær komnar í tæplega þúsund," segir hann.
Eggið og hænan"Hér hefur vandinn auðvitað falist í því hvar eigi að byrja. Hvort kom á undan, eggið eða hænan? Það vantar bæði bíla og eldsneyti og það þarf að byggja upp markaðinn," segir Egill en Brimborg leitaði eftir samvinnu við olíufélögin. Skeljungur og Olís skoðuðu málið, bæði tæknilegar hliðar og dreifingaratriði. Niðurstaðan varð sú að Brimborg flytur inn 2.000 lítra en Olís ætlar að sjá um sölu með því að skipta út einni venjulegri dælu í etanóldælu. Stöðin í Álfheimum er stærsta eldsneytisstöðin hjá Olís og er hún jafnframt mjög vel staðsett, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
"Við kaupum etanólið en þeir eru sérfræðingarnir í því að dreifa eldsneyti." Egill segir að það hafi þurft að gera einhverjar breytingar vegna þessa en ekki verulegar. "Kosturinn við etanólið er að það er vökvi og því er nánast sömu aðferðafræðinni beitt við að dreifa því eins og bensíni. Það er til dæmis mun flóknara að dreifa vetni og metangasi."
Hugað að upprunanumNafnið E85 gefur til kynna að eldsneytið sé blanda en það er 85% etanól og 15% bensín. Er þetta sama blanda og notuð er á etanólbíla í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Í Brasilíu, þar sem notkun etanólbíla er mest í heiminum, er notað E100, eða 100% etanól. Ástæðan fyrir því að E85 er notað hér er loftslagið en blandan virkar betur í kaldari löndum.
Uppruni eldsneytisins var mikilvægur í augum Egils. Etanólframleiðsla úr maís hefur verið gagnrýnd því við hana hefur heimsverð á maís hækkað, sem hefur bitnað á fólki í fátækum heimshlutum þar sem korntegundin er hluti grunnfæðu. Íslenska etanólið er því ekki framleitt úr maís heldur er það ættað frá Svíþjóð. "Eldsneytið er framleitt úr því sem til fellur við skógarhögg. Svíar eru stórþjóð í skógarhöggi og þar fellur til mikill lífmassi sem var áður ónýttur."
Hann segir að etanóleldsneyti teljist vera 97-98% umhverfisvænt. "Umframorka frá orkuverum er notuð til framleiðslunnar. Síðan fer út um pústið allt að því 80% minni koltvísýringslosun en frá sambærilegum bensínvélum."
Engar takmarkanirEftir því sem Egill hefur kynnt sér etanólið og etanólbifreiðar betur verður hann sannfærðari um að þetta eigi eftir að höfða til Íslendinga. "Bílarnir sem við völdum til kynningar sýna að í þessu felast engar takmarkanir," segir hann en valdir kúnnar fá að prófa bílana í fyrstu. "Annar kostur er að bílaframleiðendur þurfa aðeins að breyta hefðbundnum bensínbíl sáralítið til að hann geti einnig gengið fyrir etanóli," segir hann og bendir á að til dæmis felist meiri takmarkanir í notkun rafmagnsbifreiða og metangasbílar hafi sér gastank sem taki af farangursrými og því séu slíkir bílar oft síðri kostur fyrir hinn almenna borgara.
Bílarnir tveir sem Brimborg hefur nú þegar flutt inn eru svokallaðar "flexifuel"-bifreiðar. Það þýðir að líka er hægt að taka venjulegt bensín á bílinn. "Þetta er lykilatriði í upphafi, til þess að það sé auðveldara að innleiða þessa bíla á Íslandi. Í Svíþjóð byrjaði þetta líka bara með einni dælu."
Enn er mörgum spurningum ósvarað varðandi etanólið og etanólbifreiðar en svörin eiga eftir að skipta sköpum um framtíð slíkra bifreiða hérlendis. "Verðið verður að vera samkeppnishæft til að hinn almenni neytandi, sem ekki er sjálfur tilbúinn að eyða hundruðum þúsunda út af umhverfinu, kaupi bílinn," segir Egill en hann vonast eftir því að vörugjöld verði felld niður á þessa bíla líkt og metangasbíla. "Við sendum fyrirspurn til tollstjóra fyrir hálfum mánuði. Við vonumst eftir svari í mánuðinum, hugsanlega fyrir opnun dælunnar. Niðurstaðan skiptir gríðarlegu máli um fjölda etanólbíla sem við getum hugsað okkur að flytja inn."
Etanólið þarf að vera ódýraraEtanólbílar teljast visthæfir bílar í Svíþjóð og geta eigendur þeirra lagt ókeypis í stæði í Stokkhólmi og Gautaborg, að sögn Egils. Í einhverjum tilfellum þurfa þó eigendur bifreiðanna að sýna kvittanir því til sönnunar að þeir noti etanól í miklum mæli á bílinn í stað bensíns. Samkvæmt skilgreiningu Reykjavíkurborgar teldust etanólbílarnir ekki visthæfir; þeir standast vissulega kröfur um mengun en ekki eyðslu. "Það er einn ókostur en etanólið virkar þannig að minna orkuinnihald er á lítra en í hverjum lítra af bensíni. Til að vera jafn vel settur varðandi kostnað þarf etanólið því að vera 25-30% ódýrara en bensín því bíllinn eyðir meira."
Sú er raunin í Svíþjóð þar sem Egill segir að bensínið kosti um 10 sænskar krónur lítrinn en etanólið 7-7,50 kr.
"Þegar Svíarnir byrjuðu með þetta var verðið svipað en síðan hefur etanólverðið farið lækkandi. Á síðustu árum hefur olíuverð hækkað á heimsmarkaði á meðan etanólið hefur staðið í stað. Ef eitthvað, þá hefur framleiðslu- og dreifingarkostnaður lækkað," segir Egill og bætir við að enn sé ekki komið á hreint hvað E85 eigi eftir að kosta hérlendis en Olís er að reikna verðið út núna fyrir Brimborg miðað við þær forsendur að innflutningurinn sé í raun meiri en þessir 2.000 lítrar.
Egill segir ennfremur áhugaverða spurningu hvort Íslendingar geti framleitt eigið etanól. Það sé ekki útilokað þegar markaður verði til staðar fyrir það. Meðal annars hafi Íslenska lífmassafélagið og einnig Háskólinn á Akureyri með Jóhann Örlygsson í fararbroddi unnið að rannsóknum hvað þetta varði.
"Með hverjum deginum verð ég bjartsýnni á að svona verkefni gangi upp. Það er að byggjast upp þekking í samfélaginu á etanóli. Þetta er bara spurning um tíma. Svona verkefni er samvinnuverkefni bílaumboða, olíufélaga og stjórnvalda. Stjórnvöld vilja auka hlut visthæfra bíla, nú þarf að standa við stóru orðin, koma þessu af stað. Það þarf að búa til markað en svo tekur markaðurinn bara við."
Egill Jóhannsson, 18.9.2007 kl. 17:21
Egill Þú talar um mikið um Svíþjóð. Svíar komast ekki blað yfir helstu etanhol framleiðendur heims Í síðasta tímariti Pig Progress er grein um etanhol framleiðsluna og þau gífurlegu áhrif hún er hafa matvælaframleiðsluna í heiminum.
USA framleiðir 86.4% Brasilía og aðrir 15.8% EU 5.4%
Í annarri grein sem ég sá er sagt frá því að þó allt ræktarland og öll uppskera í USA væri sett í etanol myndi það ekki duga nema til 16 íblöndunar á bílaflotan þar
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.9.2007 kl. 21:35
Sæll Gunnar
Ástæðan fyrir því að ég tala um Svíþjóð er að þeir hafa náð mestum árangri þjóða í Evrópu, efni um etanól og bílana er aðgengilengt og Svíar eru mjög viljugir að miðla sinni þekkingu. Það er einfaldlega skynsamlegt að læra af reynslu annarra. Einnig hafa þeir lagt sig mjög fram um að gera þetta rétt og tryggja að uppruni etanólsins sé í lagi þ.e. komi frá því sem til fellur við skógarhögg eða frá Brasiliu þar sem hann er fengið úr sykurreyr.
Það hefur engin haldið því fram að etanól muni eitt og sér leysa jarðefnaeldsneti af hólmi heldur er þetta eitt skref af mörgum sem verður að taka. Kosturinn við þetta skref er sá að þetta er hægt að gera strax í dag og hindrar ekki aðrar lausnir í framtíðinni.
Megnið af því etanóli sem framleitt er í USA er notað þar.
Kveðja
Egill
Egill Jóhannsson, 18.9.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.