Björn Bjarna og Ratsjárstofnun

Björn Bjarnason fer mikinn á heimasíðu sinni, nú þegar dátar hans hafa hreppt þann stærsta fíkniefnafund sem sögum fer af. Ekki vil ég svo sem gera lítið úr þessu afreki, en þarf ekki að koma höndum yfir þá sem hafa fjármagnið og loka reikningum þeirra til að árangur geti orðið meiri.

Það kom fram í máli hans að nota mætti  ratsjár Ratsjárstofnunar til þess að  fylgjast með skipaumferð um landið og þannig nýta þær í löggæslu og þannig fá dómsmálaráðuneytinu þær til yfirumsjónar. Enn einu sinni stingur dómsmálaráðherra fætinum upp í sig þegar hann byrjar að tala um ratsjárnar og í hvað hægt væri að nýta þær. Mig langar að fara yfir nokkur al þekkt grunnatriði sem allir vita um ef þeir hafa minnstu hugmynd um hvað er talað. Í fyrsta lagi eru þetta ratsjár til eftirlits flugumferðar en ekki skipa, í annan stað yrði erfitt fyrir ratsjárnar að finna lítinn plastbát sem búinn er til úr PLASTI og endurspeglar því ekki ratsjárgeislanum og í þriðja lagi er vonlaust fyrir ratsjá sem á að sjá litla báta á úthafinu, hvort um öldugang er að ræða eða eitthvað annað. Flóð og fjara skiptir máli og svo koma til firðir og fjallgarðar sem þær draga ekki í gegnum og svo mætti lengi telja. Þannig að niðurstaðan er sú að ef ratsjár eiga að hafa eftirlit um stranlengjuna þyrfti að koma upp nokkrum tugum slíkra ratsjáa hringinn í kringum landið, sem drægju stutt vegna bungu jarðar (skipin sigla á sjónum en ekki í 30.000 fetum) svo eitthvað gagn væri af þeim. Þær þyrftu sérstakan hugbúnað til að vinna eftir þar sem flóð og fjara er ekki eins um landið og svo þyrfti hugbúnaðurinn að skynja hvort um sjó (stór spegill) eða eitthvað annað væri um að ræða og vinna úr því.

Mér persónulega finnst að Björn ætti að hætta að láta sig langa í ratsjárnar, hann hefur enga burði til að fá þær og ætti að sjá sóma sinn í að láta kyrrt liggja, Í fyrsta lagi þá er óheyrilegt á byggðu bóli að Dómsmálaráðuneyti fari með varnir lands. Annað hvort er það Utanríkis, Varnarmála eða Hermálaráðuneyti sem fara með slík tæki, Hins vegar ef ratsjárnar eiga að skipta um ráðuneyti fyndist mér að setja ætti þær undir Samgönguráðuneyti þar sem flugsamgöngum er stjórnað frá. Ég held meira að segja að þeim væri jafnvel best komið þar, þar sem allt er fyrir hendi hjá Flugstoðum til að geta rekið þær á sem ódýrastan hátt. Ég geri mér hins vegar engar grillur um að RS fari frá Utanríkisráðuneyti .


mbl.is Dómsmálaráðherra: Athugunarefni að nýta búnað ratsjárstofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Þér finnist það  sjálfsagt og eðlileg notkun á skattfé að Landhelgisgæslan væri með skiparatsjár umhverfis landið og ræki Ratsjárstofnun 2. Þar sem þeir væru með sínar snúrur í jörðinni og þið ykkar snúrur í jörðinni (í næsta skurði við hliðina). Svo gætuð þið ekið á eftir hver öðrum á þegar þið farið að huga að búnaðinum. En ef þú ert svona klár, þá vissir þú kannski að á öllum skipum er ratsjá og teljast þær nú ekki með flóknasta búnaðinum um borð. Ef slík ratsjá er sett upp á fjall, þá er tiltölulega auðvelt að horfa yfir stórt svæði (líka á plastbáta, en í slíkum bátum er mótor auk margra annarra málmhluta sem endurspegla radargeisla) og það er nokkuð síðan reiknað var út hvenær er flóð og fjara.

Það tókst víst hjá Dönunum að fylgjast með PLAST bátnum yfir allt Atlantshafið.

Hvar í veröldinni sér Utanríkisráðuneytið um varnarmál annar staðar en á Íslandi?

Hervarnir eru venjulega undir Varnarmálaráðuneyti, hermálaráðuneyti eða innanríkisráðuneyti, en innanríkisráðuneyti sjá yfirleitt um þau verkefni sem nú eru hjá okkur í dómsmálaráðuneytinu og auk hermála. Vantar okkur fleiri ráðuneyti? Hvað er Landhelgisgæsla annað en hluti af varnarmálum???

Júlíus Sigurþórsson, 24.9.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Nei mér finnst ekki sjálfsögð og eðlileg notkun á skattfé að setja upp ratsjár vítt um landið. Ég er einmitt að reyna að segja það að það sé vitlaust vegna takmarkana slíkra tækja til eftirlits. Það er þannig að allir plastbátar eru með svokallaðan ratsjárspegil sem er staðsettur á þaki eða í mastri báta til að þeir sjáist, þar sem vandamál er að sjá slíka báta í skiparatsjá. Vél sem staðsett er undir eða við sjávarmál og inní bát sést ekki í ratsjá. Ef menn ætla að komast hjá að sjást í ratsjá, þá útbúa þeir  bátinn úr sem mestu plasti og trévirki og taka einfaldlega ratsjárspegilinn niður.

Hvað varðar danina, þá veit ég ekki hvernig þeir fylgdust með skútunni en hafi hún verið útbúin ratsjarspegli, þá gæti varðskipið hafa fylgst með henni úr fjarlægð eða úr lofti. Það er alveg ljóst að ekki fylgdust þeir með skútunni alla leiðina hingað frá Danmörku með ratsjá. Ef þú trúir mér ekki að plastbátar séu útbúnir speglum, þá skaltu fara í smábátahöfnina í Reykjavík og skoða þetta með eigin augum.

Íslenska Utanríkisráðuneytið fer með varnarmál fyrir Íslendinga. Þar innanborðs er deild sem kallast Varnarmálaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins. Vegna hennar er vörnum landsins komið fyrir þar en ekki stofnað annað ráðuneyti sem ber eitthvað annað nafn. Þessu er ágætlega fyrirkomið þar sem það er, þ.e Ratsjárstofnun, en mér finnst ekki að Dóms og Kirkjumálaráðuneytið eigi að fara með varnir landsins, hvað svo sem Birni Bjarnasyni finnst.

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þetta með skurðina, en kannski skýrir þú það betur? 

Helgi Jónsson, 24.9.2007 kl. 09:44

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Landhelgisgæslan rekur AIS kerfi sem kallast hérna "sjálfvirk tilkynningarskylda" En öll skip stærri en 300 brúttólestir eru skyldug til að hafa slíkan auðkennisbúnað. Þær landstöðvar sem fylgjast með þessu draga um 40 sjómílur og þarf því net af þeim kringum landið til að fylgjast með. Svo er þetta búnaður sem þarfnast viðhalds og umsjónar eins og þú þekkir væntanlega sem rafeindavirki.

Þá er hægt að setja upp hefðbundnar skiparatsjár sem fylgjast með haffletinum í kringum landið, en slíkar ratsjár eru fjöldaframleidd, algeng tæki sem má finna í öllum stærri skipum. Þær draga (fer eftir því hversu hátt þær standa) allt að 95 sjómílur, en þó eru t.d. ratsjár á stærstu skipum með drægi upp á 40-50 sjómílur. Það er vel framkvæmanlegt að setja slíkar ratsjár upp á nesjum við landið, þó vissulega þyrfti að vera styttra á milli þeirra en radar fyrir flugumferð. Sem væri þá hægt að setja upp í samhengi við AIS kerfið. Því þyrfti svo væntanlega að halda við líka, en þú rafeindarvirkinn getur sagt mér meira um það en ég þér.

AIS kerfið er á ábyrgð Landhelgisgæslunnar og ef svona ratsjár yrðu settar upp, þá væru þær á ábyrgð Landhelgisgæslunnar líka. Því væri fremur fáránlegt að reka ratsjárstofnun hjá Landhelgisgæslunni með alla þá tæknimenn, tölvubúnað, hugbúnaðarumsjón og svo eftirlit, samhliða Ratsjárstofnun sem gerir það sama. Því er eðlilegt að nota SÖMU ljósleiðarana (sem eru grafnir í jörð í skurðum) til gagnaflutnings og SÖMU tæknimennina og SÖMU kerfisfræðinganna. En þar sem Utanríkisráðuneytið er bara skrifstofa - á meðan dómsmálaráðuneytið rekur Landhelgisgæsluna með vaktstöð siglina, þá er mun einfaldara að flytja Ratsjárstofnun úr skúffunni í Utanríkisráðuneytinu til Landhelgisgæslunnar, heldur en að byggja upp nýtt system hjá utanríkisráðuneytinu. Þá má senda áfram signalið úr auðkenniskerfi flugvéla til flugumsjónar, en vakstöð siglinga gæti fylgst með því að sömu merki séu á auðkenniskerfinu og úr grunn radarnum. Ásamt öllu hinu.

Júlíus Sigurþórsson, 24.9.2007 kl. 10:11

4 Smámynd: Helgi Jónsson

Eins og ég sagði áður, þyrfti nokkuð margar skiparatsjár til að dekka alla strandlengjuna með tilheyrandi kostnaði. Það sem ég er að reyna að benda á, er að ratsjár Ratsjárstofnunar eru ekki til þess fallnar að sinna þessu eftirliti eins og Björn er að halda fram. Ég er sammála þér að það er fræðilega hægt að sinna þessu eftirliti með skiparatsjám, en ég held að verðmiðinn sé of hár til að það verði framkvæmanlegt. Það væri sennilega best að efla eftirlit með höfnum landsins til að koma í veg fyrir smygl af þessu tagi en ratsjár RS eru ekki lausnin.

AIS kerfið er mjög gott til síns brúks, en hræddur er ég um að smyglarar noti ekki þetta kerfi né nokkuð annað sem gæti auðkennt þá. Ég veit ekki hversu fróður þú ert um ratsjár, en sennilega nokkuð sýnist mér þó. Hvað sem því líður, þá fer allur gagnaflutningur um ljósleiðarann, þann sama og þú notar til að hringja út á land.

Helgi Jónsson, 24.9.2007 kl. 11:20

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég er sammála þér að ratsjár þær sem NATO setti upp eigi ekki að notast til þessa, til þess eru þær og stórar og dýrar, þó fræðilega væri hægt að halla þeim og fá einhverja sýna á hluta af hafsfletinum.

En það eru í beinni línu 220 km milli Gunnólfs. og Stokksness (110 sjómílur) og 360 km milli Gunnólfs. og Bolafjalls (200 sjómílur) og það er vel hægt að setja upp skiparadar með um 50 sjómílna drægi undir geislan á þeim stöðum (í raun nær 8 feta 25 kw x-band sendir 96 sjómílur), ekki þarf marga við Suðurlandið, í raun þyrfti bara um 10 radara til að þekja hafsvæði úti fyrir ströndinni á því svæði þar sem hægt er að komast til hafnar með bát. Með því að senda upplýsingarnar með örbylgju á núverandi stöðvar RS og áfram með ljósleiðurum RS (það er spes ljósleiðari inn á kerfið) þá er vel hægt að gera þetta á verði sem launakostnaður við að vakta allar nothæfar vaktir (og þær eru margar) allan sólahringinn, myndi éta upp á einu ári. Þá myndi starfsmenn sem þegar eru á vakt allan sólahringinn vakta þetta í leiðinni.

En augljóslega er AIS kerfi eitthvað sem smyglarar myndu slökkva á, en að sama skapi yrði þess vart þegar bornar eru saman upplýsingar úr AIS kerfinu og ratsjárkerfinu. Þeir sem koma með AIS kerfinu tilkynna sig nefnilega til tollgæslunar sólahring áður en þeir koma í höfn.

Mér finnst það ekki mikill kostnaður, þegar beinn útreiknaður samfélagslegur kostnaður vegna fíkniefna er talinn 1,9 milljarðar á ári. Sérstaklega ef hægt er að setja allt þetta eftirlit undir einn hatt, sem væri þá staðsett hjá þeirri einu stofnun sem sér um einhverskonar landvarnir - Landhelgisgæsluna.

Júlíus Sigurþórsson, 24.9.2007 kl. 11:58

6 Smámynd: Helgi Jónsson

Eins og ég sagði áður, þá er fræðilega hægt að setja upp einhverskonar ratsjárkerfi hringinn í kringum landið, en er ekki betra að hafa einhverjar aðrar aðferðir til að uppræta smygl. Ratsjárbúnaður eða annar búnaður getur kannski hjálpað til að einhverju leyti, en það upprætir ekkert. Ég er annars ekki sammála þér að Landhelgisgæslan sjái um landvarnir, þeir eru löggæsluaðilar en ekki her og sjá um gæslu, björgun og eftirlit en ekki landvarnir enda óvopnaðir að mestu. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun að hafa hlutina á þennan veg og kannski eðlilegt að láta ekki löggæslu reka landvarnir enda fer það hvergi saman.

Hvað samfélagslegan kostnað fíkniefna viðvíkur, þá held ég að bestu aðferðirnar séu að ráðast að fjármagninu og komast þannig fyrir fjármögnun á lyfjunum, en það er nú allt önnur umræða. 

Helgi Jónsson, 24.9.2007 kl. 13:21

7 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég held að beita verði öllum brögðum.

Forvarnir frá grunnskólaaldri og áfram. Finna sölumenninga og þá sem fjármagna þetta. Þá þarf öfluga tollgæslu og eins og dæmi á Fáskrúðsfirði sýnir, eftirlit með skemmtiferðaskipum sem hingað koma. Þá bæði með ratsjám og hafnareftirliti.

Það dugar ekkert eitt, það verður að beita öllum tiltækum ráðum og láta ekkert útundan, skilja ekki eftir neina leið opna.

En hvað varðar landvarnir, þær eru engar hérna, það er ekki pólitískur vilji til að stofna til þeirra (annara en "mjúkar varnir" - hvað svo sem það nú er) og því er eftirlit með hafsvæðinu og loftinu í kringum landið borgaraleg verkefni. En þær borgaralegu stofnanir til slíks sem við höfum eru lögreglan (Landhelgisgæslan er lögregla á sjó), tollgæslan og svo RS (ekki vilt þú láta kalla þig hermann  ). Hluti af verkefni RS er fyrir flugumsjónina og hluti er um "varnir" lofthelginar. Það er því eðlilegt að mínu mati að þetta "varnar" hlutverk fari undir eina stofnun og eitt ráðuneyti. Amk þangað til að pólitíkusar telja okkur þurfa her.

En hvað varðar þetta varnarleysi okkar þá skrifaði ég grein um það hér.

Júlíus Sigurþórsson, 24.9.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband