er öldungis ótrúlegt batterí. Núna hefur hann einhliða breytt öllum samningum sem gerðir hafa verið um þjónustu internettenginga með ótakmörkuðu niðurhali, án þess að láta neinn vita.
Fyrir síðustu mánaðarmót hafði ég 8Mb tengingu með ótakmörkuðu niðurhali en skyndilega þann 1 júlí er ótakmarkið tekið af og takmark sett við 80 Gb. Samningurinn sem ég gerði sagði ótakmarkað, og er þar stór munur á ef takmarka á við eitthvað ákveðið. Þá er samningurinn ógildur og spurning hvort Síminn sé ekki skaðabótaskyldur fyrir einhliða samningsrof.
Síminn hefur líka leikið þann leik að skrúfa niður hraða til viðskiptavina sinna ef honum þykir viðkomandi hala heldur frjálslega til sín, jafnvel þó viðkomandi hafi ótakmarkað hiðurhal. Ef Síminn treystir sér til að gera samninga um eitthvað ótakmarkað, þá finnst mér að hann ætti að virða þá samninga sem menn gera við hann í góðri trú.
Það má deila um hvort 80Gb sé ekki full nóg til niðurhals á mánuði, en hafa ber orð Bill Gates í huga þegar svo er fullyrt, þegar hann sagði að enginn hafi þörf fyrir meira minni en 640kb í tölvu sinni.
Ég talaði við lögfræðing um það hvort Símanum væri stætt á því að lækka internethraðann úr 8Mb í 512Kb og rukka sama verð fyrir þjónustuna og kvað hann svo ekki vera. Ef Síminn lækkaði hraðann gæti hann ekki rukkað fyrir meira en það sem hann væri að afhenda í það og það skipti.
Það er líka ekkert auðvelt að ná sambandi við einhvern með viti hjá þessu fyrirtæki. Enginn veit neitt og getur ekki vísað á neinn sem getur svarað spurningum um þessi mál. Þetta vesalings fólk sem svarar í símann hjá Símanum getur í besta falli selt manni áskrift og komið manni til hjálpar með einföldustu tæknimál, en ekkert vantar upp á kunnáttuna þegar reikningarnir berast manni og innheimta á sér stað.
Ég held að Símanum og kannski fleiri símafyrirtækjum væri hollast að hysja upp um sig buxurnar og gera sér grein fyrir því að kúnnarnir borga þeim fyrir veitta þjónustu og þar með líka kaup þeirra sem vinna þar, ásamt þeim ágóða sem eigendurnir stinga á sig á hverju ári. Það kemur að því að fólk lætur ekki hafa sig að fíflum lengur og annað hvort flytur sig til betri aðila eða segir upp þjónustunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
TAL.IS
LS (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:17
Síminn hvað..... Ekkért breyst, var bara betri í eigu Þjóðarinnara.
Þjónustan hefur versnað mikkið síðan Síminn var seldur.
Kveðja
Örn (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:58
Tekið af leoemm.com
24. júlí 2008
Leó M. Jónsson: Hvernig var það - fór ekki Samband íslenskra samvinnufélaga á hausinn með braki og brestum á sínum tíma - einhver mesta landhreinsun á síðustu öld og efnahagsleg aflúsun sem varla á sér hliðstæðu? Hvernig stendur á því að mörgum árum seinna dúkka upp einhverjar stóreignir úr þessu fyrrum skítafyrirtæki pólitískrar samtryggingar, eignir sem virðast hafa verið faldar og gera ákveðnum "eðalbornum framsóknardindlum" kleift að eignst Búnaðarbankann með sjónhverfingum (sumir fullyrða að honum hafi verið stolið að mestu leyti). Í fórum sömu manna dúkka allt í einu upp nokkrir tugir milljarða sem "gleymst'' höfðu í sjóði - peningar sem fyrrum viðskiptavinir Samvinnutrygginga eiga með réttu en af "tæknilegum ástæðum'' sé ekki hægt að koma aftur til réttra eigenda og "eðalbornir framsóknardindlar'' , af ástæðum sem engin skilur, geta því fénýtt til frekara gróðabralls (sumir fullyrða að þessu sé líka stolið). Vel á minnst; fordæmi mun vera til því "eðalbornir krata- og kommadindlar'' komust með brögðum yfir sams konar stofnsjóð Brunabótafélagsins sáluga (sumir segja að þessu hafi verið stolið þegjandi og hljóðalaust). Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (og reyndar einnig Alþýðuhúsinu á Ísafirði) ásamt Iðnó, en þar höfðu verkamenn í Dagsbrún á sínum tíma lagt fram dagsverk í sjálfboðavinnu við bygginguna (enda alþýðuhús) eru allt í einu komin í eigu "eðalborinna kratadindla'' sem munu hafa keypt hlutabréf af gömlu fólki fyrir slikk (sumir segja að þessum eignum hafi verið stolið af alþýðu). Muni ég rétt voru Síldarverksmiðjur ríkisins "seldar'' pólitískum gæðingum með sérkennilegum hætti (sumir segja að þeim hafi verið stolið með stoð í lögum). Áratugum saman nutu Flugleiðir sérkjara varðandi flug á milli Bandaríkjanna og Evrópu fyrir tilstilli herverndarsamnings milli ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna. Hve oft þurftu íslenskir ráðamenn að hlaupa undir bagga með Flugleiðum þegar illa áraði - voru ekki veittar ríkisábyrgðir til flugvélakaupa Flugfélags Íslands sem varð hluti af Flugleiðum? Hvernig gátu Flugleiðir, nánast á einni nóttu, lent í höndum landhlaupara sem hafa nú selt nánast allt fémætt út úr rekstrinum (sumir segja að þessu hafi öllu verið stolið með sjónhverfingum). Og að sjálfsögðu er það sem eftir er af þessu fyrirtæki, sem einu sinni var með stærstu skattgreiðendum, rekið með bullandi tapi og til að "bjarga'' því eru leifarnar komnar í eigu kaupsýslumanna sem núorðið eiga aðra hverja hundaþúfu í landinu. Landsímann, sem var eitt af fáum ríkisfyrirtækjum sem var svo vel rekið að hérlendis var símakostnaður heimila með því lægsta sem gerðist, var bráðnauðsynlegt að selja (sumir segja að Landsímanum hafi verið stolið með pólitískri samtryggingu). Til að liðka fyrir því að ríkið gæti losað sig við Landsímann voru gefin fögur fyrirheit um að söluverðinu skyldi varið til göfugra málefna. Ekki var árið liðið þegar byrjað var að svíkja þau loforð af mikilli tæknilegri kunnáttu í slíkum sjónhverfingum - starfsmenn Símans, að undanskildum æðstu stjórendum, eru jafn illa launaðir og áður en símkostnaður heimila og einstaklinga hefur afturámóti margfaldast á fáum árum. Getur verið að Landsímanum hafi verið stolið - en við séum orðin svo dofin að hafa ekki veitt því athygli?
Kannanir (en forsendur þeirra hljóta að vera skrítnar) skila þeirri niðurstöðu að á Íslandi sé engin spilling. Það er álíka brandari og könnunin sem sýndi að mörlandar voru hamingjusamastir allra þjóða. Og svo þrefa einfeldningar um það hvort taka eigi upp evru sem gjaldmiðil í stað krónunnar - trúa því að það hafi einhver áhrif á verðbólgu sem kemur gjaldmiðli ekkert við. Og einfeldningarnir skilja ekkert í þeirri tregðu stærsta stjórnmálaflokksins (og 3ja framsóknarmanna sem eftir eru) á því að ræða við Evrópusambandið um aðild. Sú aðild myndi einungis koma íslenskri alþýðu til góða en ekki yfirstéttinni með því að stjórnin yrði að mestum hluta tekin úr höndum þeirra glæframanna sem stjórnað hafa landinu, m.a. komið á kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindasáttmála Evrópu, og með fylgifiska sem tæmt hafa hvern sjóðinn í almenningseigu á fætur öðrum undanfarin ár; verðbólgan myndi hverfa, vextir lækka o.s.frv. Getur verið að tregðan sé vegna þess að þeir ríku og spilltu sjá sína sæng uppreidda - myndu neyðast til að fara að vinna fyrir sínum tekjum eins og pöpullinn?
Örn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.