Það er ögurstund í íslensku efnahagslífi

og brýnt að stjórnvöld haldi rétt á spilunum. Nú í þessari andrá var að koma tilkynning frá Seðlabankanum um að fastgengistefnu, sem viðhaldið hefur verið í 30 klukkustundir sé vonlaus og horfið sé frá henni. Heimilunum verði sendur reikningurinn eins og ekki sé komið nóg af skuldbindingum  forríkra einstaklinga sem hafa skuldsett þjóðina að þeim forspurðum.

Einhver verður að svara fyrir það að þjóðin skuli vera komin í þá stöðu sem hún er í núna. Skattahækkanir og verðbólga eru í farveginum og þeir sem komið hafa okkur í þessa stöðu hafa einungis borgað fjármagnstekjuskatt til  margra ára og engan tekjuskatt. 

Geir H. Haarde talaði um það fyrir tveim dögum eða svo, að gamlir vinir hefðu brugðist á ögurstundu og þess vegna hefði þurft að stofna til nýrra vináttu, samkvæmt fréttum, í austri. Rússar tóku vel í þá málaleitan að veita okkur lán til að bjargast fyrir horn, en Bandaríkjamenn hafi gefið okkur fingurinn. Rússar hafa reyndar reynst okkur vel í áranna rás og hafa haft við okkur vöruskipti þegar vörukaup frá útlöndum reyndust erfið fyrr á tímum.

Nú þegar hafa heyrst raddir um að staða okkar í NATO geti orðið erfið ef við gerum lánasamning við Rússa. Við því er ekkert að gera og kannski reynist það þrautalendingin að lokum að segja Ísland úr NATO, slíta varnarsamningi við BNA menn ( sem er hvort sem er ekki neitt neitt )  senda sendiherra BNA heim, kalla okkar sendiherra heim, og slíta stjórnmála og viðskiptatengslum við Bandaríkin. Í framhaldinu væri eðlilegast að gera varnar og viðskiptasamninga við Rússa og stórauka tengslin við þá sem reynast okkur vel.

Það gæti orðið saga til næsta bæjar ef af verður, að stofnríki NATO segði sig úr bandalaginu og gerði varnarsamning við Rússa og fréttir heimsbyggðarinnar snérust þá um eitthvað annað en verðfall á mörkuðum og bankakrísu.

Þeir sem hafa reynst okkur best við þessar erfiðu aðstæður eru Norðmenn sem hafa sýnt okkur vinar og bróðurhug og boðist til að hjálpa okkur í gegnum þennan ólgusjó og Svíar sem hafa einnig sent skilaboð um aðstoð ef þörf gerist.

Það kemur best í ljós hverjir eru raunverulegir vinir þegar kreppir að og við hverja er best að binda sitt trúss við í framtíðinni. Svo sannarlega er að koma í ljós að Bandaríkjamenn hafa notfært sér Íslendinga þegar þeim hentaði, en snúa baki í okkur þegar á reynir fyrir okkar þjóðfélag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband