Skömmu eftir miðnætti 9. okt tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Kaupþing banka og eru þá allir helstu viðskiptabankar landsins fyrir utan Sparisjóðina orðnir ríkisreknir.
Í Kastljósi gærkvöldsins lét bankastjóri Landsbankans, Sigurjón Árnason hafa eftir sér, að kapítalisminn í sinni mynd væri við það að falla. Þetta er auðvitað laukrétt hjá honum en enginn veit hvað við tekur. Einhverskonar sósíalismi verður sennilega ofaná og langt þangað til að traust myndist til að taka upp óhefta frjálshyggju, ef þá nokkurntíma aftur.
Sigurjón hvatti einnig til þess að nýta þær orkuauðlindir sem við eigum og leggja niður deilur um virkjunarkosti. Auðvitað eigum við að fara eftir þessu og nýta alla skynsamlega virkjunarkosti til að auka framleiðslu, auka atvinnu og tryggja innkomu gjaldeyris til lengri tíma. Við eigum að hraða uppbyggingu álvers við Helguvík og á Bakka en líta einnig í kringum okkur eftir öðrum tækifærum til framleiðslu og útflutnings.
Gagnaver er góður kostur að fá hingað þar sem við getum afhent "græna orku" til starfseminnar og þau geta verið staðsett næstum hvar sem er á landinu, ekki bara á Suðvesturhorninu heldur hvar sem er þar sem orka er næg og stöðug. Núna er tækifæri til að meta alla kosti til framleiðslu rafmagns til gagnavera.
Við verðum að snúa vörn í sókn strax, og byrja vinnu við ofangreint, helst í dag. Það er ekki eftir neinu að bíða og halda fram á vegin og líta ekki til baka fyrr en við erum komin út úr þessu bölvanlega ástandi sem nú ríkir.
Flokkur: Bloggar | 9.10.2008 | 04:40 (breytt kl. 04:40) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.