segir í fréttum Vísis að ekki verði óskað eftir Loftrýmisgæslu Breta sem fara eiga fram í Desember n.k. Hann segir jafnframt að það muni misbjóða þjóðarstolti Íslendinga ef þeir kæmu hingað til að verja lofthelgi Íslands.
Ég tek hatt minn ofan fyrir Össuri að standa í lappirnar og ögra Bretum eftir að þeir gerðu okkur öll að hryðjuverkamönnum fyrir 10 dögum síðan. Getum við ekki fengið Norðmenn til að gæta Loftrýmis okkar þar sem þeir eru bæði okkur afar vinsamlegir í þrengingum okkar, og virðast taka upp málstað okkar á erlendri grund.
Það er samt ófögur sagan af konunum tveimur sem fóru í sakleysi sínu inn í búð í Danmörku en heyrðust tala íslensku. Búðareigandinn kom þá til þeirra og bað þær að yfirgefa búðina þar sem hann vildi ekkert af Íslendingum vita og rak þær með hörðu út og kvaddi þær með orðinu "bless".
Ef þetta er almennt viðhorf Dana til okkar, þá ættum við að reyna að minnka öll okkar samskipti við þá, reka sendiherrann heim og slíta stjórnmálatengslum við þá eins og við ættum að gera við Breta.
Við eigum að hafa samskipti við þjóðir sem okkur eru hliðhollar og gera við þá viðskipta og varnarsamninga en slíta samskiptum við aðra. Þegar illa gengur þá vill koma í ljós hverjir eru vinir í raun og hverjir eru vinir aðeins þegar vel gengur.
Það skyldi þó aldrei verða að Rússar geymdu eins og tvær TU-160 og tíu SU-27 orrustuþotur að staðaldri á Keflavíkurflugvelli, þeir eru jú vinir okkar í dag.
Flokkur: Bloggar | 17.10.2008 | 14:06 (breytt kl. 14:09) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
Jæja félagi, það skyldi þá aldrei fara svo að þú eigir eftir að fara á radarnámskeið til Sakhalin eða á Kolaskaga, eða ertu annars ekki enn í landvörnunum ?
Jóhannes Einarsson, 21.10.2008 kl. 21:39
Jú sæll félagi. Ég er enn í landvörnunum og bíð spenntur eftir að fara á námskeið til Síberíu. Gaman að heyra frá þér. Sendu e-mail á helgij@internet.is
Frábært að heyra frá þér.
Helgi Jónsson, 27.10.2008 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.