Þetta er ein mesta vitleysa sem yfir íslenska þjóð hefur dunið. Krónan er fyrirfram dauðadæmd og hvað gerist ef fjárfestar og almenningur fer í gríðarleg kaup á Evrum eða öðrum gjaldmiðli? Við sitjum uppi með mesta fjármálavanda heimsins per. haus og 6 milljarða dollara skuld að auki.
Það er mál að fá eitthvert annað ríki til að koma hér að málum og taka stjórn fjármála ríkisins í sinar hendur. Noregur kemur helst upp í hugann þar sem þeirra hagsmunir fara með okkar. Við erum einu þjóðirnar í Evrópu sem tengjast Evrópu með EES samningi og höfum svipuð hagsmunamál í sjávarútvegi svo ekki sé minnst á væntanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Við höfum ekkert vit á olíuvinnslu svo NÁIÐ samstarf við Norðmenn væri frábært. Ég geri það að kröfu minni að efnahagsmál þjóðarinnar verði sett í norskar hendur en að öðru leiti verðum við sjálfstæð. Norsk króna væri vel þegin og mun betri kostur en Evra á þessum tímapunkti. Jafnvægi væri komið á og við mundum sigla þokkalega í gegnum þetta tímabil þrenginga. Afsal efnahagsmála til Norðmanna er sú refsing sem við verðskuldum fyrir 70 ára sögu óðaverðbólgu og almenna óráðsíu síðan við tókum við Íslandi sem sjálfstæð þjóð árið 1944.
Áhættan við að taka lán hjá IMF er gríðarleg og mundi ég segja að 60% líkur væri á að okkur mistækist þetta. Að setja íslensku krónuna á flot og hækkun stýrivaxta er glapræði og mun koma fyrirtækjum og heimilum á vonarvöl. Þessi fáránlegi aðgerðapakki Ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin er enn eitt hneykslið sem þessi ríkisstjórn kemur að. Það væri eina vitið að hún segði af sér í hvelli og boðaði nýjar kosningar með aðkomu Norska ríkisins í efnahagsmálum. Því fyrr því betra.
Semjum við Norðmenn STRAX og fáum norska krónu í stað þess að taka lán frá IMF á óásættanlegum kjörum með meðfylgjandi atvinnuleysi og hörmungum fyrir íslenska þjóð.
Fjármögnun viðbótarlána tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
Nei það eru 99.97% líkur á því að þeir klúðri þessu öllu Helgi.
Það er mín skoðun
Örn (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:55
Það er sem betur fer ekki ríkisstjórnin sem ræður þessu, heldur fjárfestar og íslenskur almenningur. Vonandi gengur allt upp en ég held að vantrú á íslenska krónu og íslenskan efnahag verði þessari tilraun að falli.
Helgi Jónsson, 18.11.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.