ef það yrðu stjórnarslit. En nei, þessir kallar halda í völdin eins og síðasta hálmstráið (sem það og er) og eru í bullandi afneitun.
Geir H Haarde telur ekki koma til greina að biðja þjóðina afsökunar á hans þætti í hruninu einfaldlega vegna þess að hann hafi ekkert gert rangt í því hruni sem þjóðin stendur frammi fyrir af fullri alvöru.
Ég veit að ég á minn litla þátt í því sem gerst hefur, ég glaptist til að kaupa hús og bíl á bullandi lántökum sem mér var ráðlagt af lánafulltrúum bankanna. Ef ég er ekki saklaus, eins og margir aðrir hvað má Geir Hilmar Haarde segja um sinn þátt og hans undirmenn. Geir VERÐUR að fara að vakna af værum blundi og tala til þjóðarinnar eins og maður. Við fáum að frétta meira um hugsanir Geirs og framkvæmdir í gegnum erlenda fréttamiðla. Væri ekki tími til kominn að við fréttum hvað forsætisráðherra væri að hugsa í okkar fjölmiðlum fyrst og síðan sjá það í erlendum blöðum.
Mótmælin á Arnarhóli eru bara byrjunin. Blóðugir bardagar munu sennilega eiga eftir að breiðast út og bardagar milli lögreglu og mótmælenda eiga eftir að harðna. Táragas verður notað gegn mótmælendum, eins og dæmin sanna, og því svarað með svipuðum hætti og er að gerast nú í Grikklandi þar sem lögregla banaði 15 ára dreng. Allt er í báli og brandi þar vegna minna máls en er hér að gerast. Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir reiði fólksins og grípa til þeirra meðala sem duga til að ekki sjóði hreinlega uppúr og alvarlegir hlutir eins og mannfall verði ekki. Það virðist samt stefna í það með gerðum eða aðgerðaleysi þeirra manna sem hér fara með valdið
Ég dauðkvíði mánaðarmótum jan-feb, þegar uppsagnir manna taka gildi og örvæntingin og getuleysið til að lifa af atvinnuleysisbótum verður staðreynd. Hvað gera heimilisfeður þá? Hræddur er ég um að það fjölgi í mótmælendahópnum og krafan um mannsæmandi líf verði háværari.
Vonum að öllum ( pólitískt ) vopnfærum mönnum renni blóðið til skyldurnar og beiti því vopni sem Alþingi 'íslendinga er og hefji hina raunverulegu byltingu, því bylta þarf hvernig kosið verði til Alþingis í framtíðinni og hvernig bregðast eigi við ábyrgð ráðherra og alþingismanna. Með afsögn ríkisstjórnar og uppbyggingu nýs Íslands með farsæld og hamingju að leiðarljósi, eins og Jónína Ben virðist vera að reyna að gera með Framsóknarflokkinn. Vonandi heppnast henni ætlunarverkið.
Myndi jafngilda stjórnarslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 3.12.2008 | 03:21 (breytt 14.12.2008 kl. 09:12) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
Helgi minn varst það ekki þú sem kaust stórhlutan af ríkistjórnini Þ.e.a.s. sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum??? eg bara spyr kv lína
Nikólína (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.