Það er ekkert nýtt að fá þessar vélar hingað. Þetta eru gamlar en góðar vélar sem hafa fengið gríðarlegt viðhald hin síðustu ár hjá Rússanum. Þær geta flogið býsna hratt af skrúfuvélum að vera, eða á um 930 km/klst. Þær hafa mjög mikið flugþol og geta borið kjarnavopn, enda hannaðar til þess á sínum tíma.
Það er engum vafa um það undirorpið að Rússar sýna okkur meiri áhuga en oft áður. Hvort það er vegna aukinna möguleika á skipaferðum yfir norðurpól eða hugsanlegrar olíuvinnslu við Ísland veit enginn.
Það þarf að fylgjast með þessum ferðum vélanna einfaldlega vegna þess að þessar vélar eru þær einu sem fljúga svokallaða "mission" hingað til okkar sem þýðir að ef þær koma inn fyrir 12 mílurnar þýðir það óvinaaðgerð. Þeir hafa svo sem aldrei gert það enda yrði það stórmál. Þetta er hernaðarflug sem Rússarnir eru ekki tilbúnir að tilkynna fyrirfram að verði, svo gæsla er það sem við þurfum.
Íslendingar verja 0,001 % af landsframleiðslu til varnarmála á meðan t.d Danir og Norðmenn verja 2,5 %. Ef engin ógn er af flugi þessara véla, þá hvers vegna eru aðrar nágrannaþjóðir að verja miklum upphæðum í varnarmál. Gæti það átt sér þá skýringu að fyrir 70 árum síðan braust út styrjöld með tilheyrandi hörmungum og menn vilja tryggja það að ekki verði komið aftur að þeim með buxurnar á hælunum.
Það virðist nefnilega skjótt breytast veður í lofti hernaðarlega séð hér í norður Evrópu og þá ættu menn að vera tilbúnir. Nokkrar milljónir til eða frá skipta engu máli fyrir okkur og við ættum frekar að bæta í heldur en að draga úr.
Birnir yfir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 10.8.2009 | 10:28 (breytt kl. 10:38) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.