Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Bloggar | 26.12.2007 | 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
í huga Björns Bjarnasonar er ekki svo einfalt að skilja. Fyrir ekki svo löngu taldi hann það stílbrot að stofna s.k Varnarmálastofnun þar sem ekki væri skilgreindur borgaralegur og hernaðarlegur tilgangur hennar. Nú, í dag, er svo að skilja að ekki sé ágreiningur um að stofna Varnarmálastofnun (sem er ekkert annað en annað nafn á Ratsjárstofnun) heldur sé stílbrotið að stofnunin sé ekki aðlöguð að starfsemi björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð.
Fyrir þá sem ekki vita fer aðgreining borgaralegs og hernaðarlegs tilgangs ratsjánna, sem vakta landið, fram í ratsjánum sjálfum. Ratsjárnar eru tvenns konar í sama tækinu, annars vegar til borgaralegs tilgangs eins og flugumferðarstjórnunar og hins vegar til leitar og hernaðarlegrar flugstjórnunar. Þess vegna þarf ekki að aðlaga Varnarmálastofnun að björgunarmiðstöðinni heldur er allt til alls og er tilbúið ef menn vilja. Það ætti að vera lafhægt að koma merki Flugstoða, sem fer með borgaralega flugumferðarstjórn, í mótöld björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð og mæta þar með þörfum þeirra til eftirlits um lofhelgina. Ég get skilið þörfina fyrir að geta haft eftirlit með björgunarþyrlum og öðrum flugvélum Landhelgisgæslunnar en flugstjórn herflugvéla og leit að óþekktum flugvélum koma Björgunarmiðstöð lítið við.
Þessi svokallaði umsnúningur Björns, ef svo má kalla, er til hins góða að mínu mati og ég vona að málið um Ratsjárstofnun fari að ljúka. Fyrir okkur sem höfum starfað hjá stofnuninni, erum að vonum þreytt á ástandinu og vonumst til að þriggja ára niðurskurði, endurskipulagningu og endurreisn stofnunarinnar fari að ljúka.
Bloggar | 17.12.2007 | 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Plottið gæti orðið eftirfarandi: Sturla Böðvarsson verður Vegamálastjóri; Björn Bjarna verður forseti Alþingis og Bjarni Ben verður Dómsmálaráðherra . Í staðinn fær Samfylkingin forstjóra nýrrar Varnar- og Öryggismálastofnunar.
Gæti orðið að veruleika, hver veit.
Vegamálastjóri að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.12.2007 | 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukabörnin kolefnisjöfnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.12.2007 | 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfisvænn vindgangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.12.2007 | 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta slys, eins og öll önnur slys sem verða í umferðinni, var hræðilegt og verður við aðstæður sem geta komið upp á Reykjanesbrautinni nefnilega glerhálka. Þegar svona slys verða tekur ákveðin tíma að koma fólkinu út úr bílhræunum hlúa að því og kalla til hjálp. Lögreglan kemur oftast fyrst á vettvang og lokar götunni samstundis og síðan kemur sjúkralið og slökkvilið til hjálpar.
Lögreglan er hins vegar með lokaða vegina, jafnvel nokkrum klukkustundum eftir að slysið verður og fólkið fyrir löngu komið á sjúkrahús. Hún er að dunda sér við að mæla og rannsaka hvernig slysið vildi til og hleypir engum framhjá á meðan. Í þessu tilviki hefði vel verið hægt að hleypa umferð framhjá með góðri umferðarstjórnun og skipulagningu, en það er víst ekki hægt að fara fram á að lögreglumenn kunni skil á slíku svona í seinni tíð.
Það er hins vegar ekki ofmælt hvað það þýðir fyrir Reyknesinga og þjóðina alla að breikka vegi og gera þá öruggari með tvöföldunum, bæði Reykjanesbrautina og Suður- og Vesturlandsveg. Vona að það verði farið fljótlega í að breikka og bæta þá vegi.
Stórhætta á slysavettvangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.12.2007 | 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Maður í haldi, bíll í rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.12.2007 | 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í Fréttablaðinu í dag þann 1 Desember 2007, birtist grein um varnarmál Íslensku þjóðarinnar sem ber yfirskriftina "Varnir Íslands á krossgötum". Þar er greint frá því að í öllum aðalatriðum séu samstarfsflokkarnir sammála um þá skipan mála sem Forsætis- og Utanríkisráðherrar hafa viljað fara, en samt heyrast raddir úr röðum Sjálfstæðismanna um að verkefni Ratsjárstofnunar verði færð í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og æfingar herþotna á Íslandi endurskoðaðar.
Þessar raddir eru að sjálfsögðu raddir Björns Bjarnasonar og Jóns Gunnarssonar sem nýverið settist á þing sem varamaður, eftir því sem mér skilst. Þeir kumpánar vilja setja upp lágmarkseftirlit í Björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð og loka stjórnstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þessir menn hafa mér vitanlega ekki kynnt sér eitt né neitt um starfsemi stjórnstöðvarinnar og hvernig eftirlit er framkvæmt þar, hvað þá að þeir geri sér grein fyrir þeim búnaði sem þarf til að halda uppi eftirliti. Ég er ekki viss um að sá búnaður sem þarf til komist einfaldlega fyrir í húsakynnum Björgunarmiðstöðvarinnar sem býr við afar þröngan kost nú í dag, hvað þá ef þessu væri bætt við.
Hvað varðar þörfina á loftvörnum, þá má deila um það. Við Íslendingar getum þó ekki tekið þá hrokafullu ákvörðun sjálfir að ekki sé þörf á einhverskonar vörnum og eftirliti hér, en í öðrum löndum í kringum okkur sé talin mikil þörf á slíku. Norðmenn, Danir, Svíar, Finnar og Bretar verja miklum fjárhæðum til slíks eftirlits svo ekki sé talað um Frakka, Þjóðverja, Spánverja og aðrar NATO þjóðir sem telja fulla þörf á að því að eftirlit sé öflugt. Svo koma menn eins og Björn og Jón og berja sér á brjóst og telja lágmarkseftirlit loftrýmis landsins samhliða útköllum á hjálparsveitum, lögreglu og strandgæslu geti farið saman. Þetta gera þeir án þess að kynna sér hvernig þetta eftirlit fer fram og hvaða búnað þarf til.
Rússland er að verða herveldi aftur. Þeir styrkjast dag frá degi og nú er svo komið að kjarnorkukafbátar þeirra eru komnir af stað aftur. Hvernig ætli Björn og Jón vilji haga eftirliti á þeim í framtíðinni, kannski líka frá Skógarhlíðinni? Eina leiðin til þess að fylgjast með þeim er frá kafbátaleitarflugvélum sem flestar nágrannaþjóðir okkar eiga og reka. Ef engin starfsemi fer fram á Keflavíkurflugvelli og engar æfingar fara fram glatast sú þekking sem skapast hefur og þá er ekki hægt að framkvæma þetta eftirlit frá Íslandi því tækin og mannskapinn vantar.
Ég skora á þá félaga og samflokksmenn mína að fara í skoðunartúr um eftirlitsstöðina á Keflavíkurflugvelli. Ég er viss um að Ingibjörg Sólrún mun með glöðu geði hjálpa þeim um aðgang að þeim mannvirkjum sem hafa verið reist til varnar Íslandi og fá fróða menn til að upplýsa þá um það sem gert er þar.
Bloggar | 1.12.2007 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007