Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Það kemur fram í netmiðlum dagblaðanna, að forstjóri Ryanair hafi verið einstaklega skpavondur maður. Við sem höfum starfað hjá Ratsjárstofnun höfum kynnst skapvondum mönnum í gegnum tíðinna en skapvonska hjráir nú samt ekki forstjóra vorn. Hann er upp til fjalla og inn til dala þar sem hann unir sér sem best og nálgast friðinn og kyrrðina eins oft og hann getur.
Það er kannski þess vegna að hann hefur sig lítið í frammi núna á óvissutímum og leiðir ekki starfsmenn sína til niðurstöðu í uppsögnum 46 manna fyrirtækisins. Kannski er yfirstjórn Ratsjárstofnunar áhugalaus um málið þar sem hún er örugg um sig eða hvað.
Það er talað um það nú um stundir að flytja yfirstjórn RS til Bolungarvíkur. Það er hið besta mál og yfirstjórrnin gæti verið hvar sem er ef til koma bankar á staðnum, flugsamgöngur og sími. Það gæti verið gott framtak að flytja hana vestur þar sem störfum myndi fjölga fyrir vestan og jafnvel tæknistörf myndu koma í kjölfarið.
Ég spái að Ríkisstjórnin muni hugsa vel og vandlega um þetta mál þegar lofað hefur verið 80 ríkisstörfum til Vestfjarða, það er hreint ekki auðvelt að standa við það og er fluttningur RS, ef af yrði, gott innlegg í það mál.
Bloggar | 29.8.2007 | 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég horfi nú ekki mikið á þætti Opruh, en sá þó einn um daginn þar sem hún dásamaði heimildarmynd sem gerð var af honum, þ.e Al Gore, um breytingu hitastigs jarðar. Ég sá þessa heimildarmynd í fyrrakvöld. Þar var sett upp línurit sem sýndi hitastigið á jörðinni 650 þúsund ár aftur í tímann, ásamt magni koltvísírings og tengslum þess við hitnunina. Það sló mig að hann taldi að hlýnun stafaði af magni koltvísírings en ekki öfugt eins og flestir þekktustu vísindamenn heimsins telja. Það er að hlýnun vegna aðstæðna á sólinni, magnar upp koltvísíring í andrúmsloftinu.
Það sló mig líka svolítið að Al Gore sagði að hann hefði haldið þessa kynningu í 1000 skipti (skrifa; þúsund skipti) og ekki var að sjá að hann væri að ferðast um heiminn á seglskipi og keyrandi um á tvinn bílum, nei ó nei, hann ferðaðist um á sinni einkaþotu og keyrði um á Lincoln Town Car sem sennilega eyðir um það bil 30 l/100. Það má nefnilega ekki tala um það að flugvélar mengi sennilega mest allra og eigi mestan þátt í því, að ef kolefni sé skaðlegt í andrúmsloftinu, þá hafi þær mestu áhrifin svona hátt uppi þar sem andrúmsloftið er hvað þynnst og viðkvæmast.
Ég hef bent á leiðir til að notast við annarskonar olíu til aksturs en jarðolíu og eftir því sem ég hugsa málið betur þá hallast ég að því að hval- og selspiksolía séu bestu kostirnir fyrir okkur, þar sem það er endurnýjanlegt ef við göngum ekki of hart fram um veiðar. Þessi kvikindi gætu leyst alla okkar orkuþörf til aksturs til margra áratuga ef rétt er haldið á spilunum. Sjávarútvegsráðherra ætti að hugsa vel um þessa endurnýjanlegu orkulind og leyfa veiðar stórhvela í mannúðar, orku og alheimshitnunar skyni.
Bloggar | 25.8.2007 | 07:16 (breytt kl. 07:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Langaði aðeins að kynna til sögunnar grein eftir Júlíus Sólnes í sambandi við staðsetningu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum. Góð grein og skilmerkileg þar sem ýmislegt kemur í ljós. Gæti verið umræðugrundvöllur fyrir einhvern.
http://www.eldhorn.is/hjorleifur/vett2007/JuliusSolnes_grein.pdf
Bloggar | 25.8.2007 | 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að gefa ekki leyfi til veiða á hval fyrr en lausn er fundin á sölumálum afurða til Japan. Ég vil koma með smá tillögu um hvernig væri hægt að leysa þessi mál.
Nú þegar allir vilja vera umhverfisvænir mætti létta álögum af innflutningi dísilbíla rétt eins og af stórum pallbílum og gera mönnum þannig kleyft að keyra á vistvænum bílum. Það er nefnilega þannig að dísilbílar geta keyrt á næstum hvaða olíu sem er með smábreytingum. Það gæti verið hægt að nota fiskimjölsverksmiðjurnar til bræðslu hvalspiks og þannig búið til vistvænt endurnýjanlegt Bio-Dísil sem keyra mætti á. Þannig er að hitnun jarðar er rakin til gróðurhúsategunda sem hvalir gefa frá sér í formi vindgangs og gæti það verið til góða að minnka þessa gróðurhúsalofttegund jörðinni til heilla. Kjötið sem verður til af hvölunum mætti þurrka og hakka í smátt og senda Sameinuðu Þjóðunum til útdeilingar í Afríku þar sem prótín vantar í fæðuúrval margra þjóða eins og í norðanverðri Úganda líkt og Kastljósið hefur verið að sýna frá síðustu daga.
Þar með er það komið. Aukning á veiðum stórhvala er þjóðum heims til bóta, jörðinni til heilla og Íslendingar fá eldsneyti til þess að keyra um á og fiskimjölsverksmiðjurnar fá hlutverk. Sé ekki hvað getur klikkað í þessu.
Bloggar | 24.8.2007 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á mánudagin síðasta, kvöddum við góðan félaga og vin hinsta sinni. Ásgeir Þór Jónsson var borinn til grafar og vinir, ættingjar og kunningjar ásamt ástvinum hans fylgdu honum síðasta spölinn til grafar þar sem hann mun liggja til eilífðarnóns við hlið móður og ömmu. Það var átakanlegt að vera við útför svo ungs manns sem hafði gefist upp á lífinu og einungis séð svartnættið framundan. Ásgeir átti þrjú börn á aldrinum 0-4ra ára ásamt fósturdóttur 14 ára. Ég votta eiginkonu hans og börnum mína dýpstu samúð og einnig foreldrum og systkynum.
Útförin fór fram í Háaleitiskirkju við troðfulla kirkju og ég verð að segja að átakanlegri útför hef ég ekki lent í hingað til. Presturinn fór um það orðum að þunglyndi væri banvænn sjúkdómur og hann tæki meiri toll af ungu fólki en öll slys sem verða á ári hverju. Mér fannst ræðan mjög góð og ég hvet fólk til að hugleiða þessi orð og ekki standa hjá ef nokkur grunur er um mikið þunglyndi, heldur reyna að hjálpa ef hægt er.
Að lokum vona ég að Ásgeir hafi fundið þann frið sem hann þráði heitast af öllu og vaki yfir börnunum sínum og Ásu konu sinni þar til yfir lýkur. Ég vona að Guð geymi hann og vaki með honum yfir fólkinu hans til enda daga.
Bloggar | 24.8.2007 | 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hefur verið í umræðunni að flutningur opinberra starfa til landsbyggðarinnar sé til þess gerðir að styrkja fámenn svæði og halda þeim í byggð. Nú hefur bæjarráð Bolungarvíkur ályktað um flutning Ratsjárstofnunar til Bolungarvíkur. Gömul bókun var tekin fram frá árinu 2004 og hrist af henni rykið og hún áréttuð. Sanngjarnt er að segja að yfirstjórn Ratsjárstofnunar gæti vel flust til Bolungarvíkur með góðum móti, en tæknihluti stofnunarinnar væri erfitt að flytja þar sem tækin sem þjónusta þarf eru flest á Keflavíkurflugvelli. Samt gæti hluti af flugeftirliti stofnunarinnar flust vestur ásamt því að tveir tæknimenn gætu verið á vakt til að koma í veg fyrir stórbilanir á hverri stöð, fengist til þess mannskapur.
Það er staðreynd að nú þegar liggur fyrir að öllum starfsmönnum stofnunarinnar verður sagt upp störfum, þá er tækifæri til að gera stórtækar breytingar á yfirstjórn stofnunarinnar og flytja störf út á landsbyggðina. Ég veit að ef breytingarnar takast vel upp þá getur þetta orðið einn besti vinnustaður á landinu. Þó að hann verði dreifður milli landshluta þá þarf það ekki að vera slæmt. Það er hægt að hafa forstjóra staðsettan í Bolungarvík og gjaldkera og útborgun launa ásamt birgðapöntunum og fleira þvíumlíku.
Kannski verður til smá batterí verði til sem smávindur uppá sig og verður til þess að fleiri störf skapist í Víkinni og gefi Víkurum betri tækifæri til betra lífs og lífsafkomu.
Bloggar | 24.8.2007 | 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hitnun jarðar virðist vera sívinsælt umræðuefni. Al Gore heldur því fram að hitnun jarðar sé af manna völdum og það eina sem geti komið í veg fyrir ennþá meiri hitnun sé minni brennsla á jarðefnum svo sem olíu og kolum. Jafnvel þó að öllum jarðefnum jarðar væri brennt í einu lagi, þá væri það samsvarandi nokkrum meðalstórum eldgosum sem mundi spúa eldi og brennisteini upp í himnihvolfið. Staðreyndin er sú að þessi áróður sem fram fer núna veltir milljörðum á milljörðum króna árlega og er orðin eins konar iðnaður sem engin veit hvar endar.
Fyrir 30 árum boðuðu vísindamenn að ís mundi leggja að ströndum Englands innan einhverja ára. Þeir sem sagt boðuðu kólnun jarðar með komandi hörmungum fyrir þá íbúa sem búa hvað nyrðst á jörðinni. Einn var þá vísindamaður, sænskur að þjóðerni sem rak upp hendi og boðaði það að ef jarðefna brennsla væri aukin gæti það orðið til þess að hlýnum gæti orðið. Þessi vísindamaður hlaut ekki frægð og frama vegna uppástungu sinnar en menn höfðu þetta samt á bak við eyrað. tíu árum seinna eða í tíð Margaret Thatcher voru verkföll kolanámumanna erfið fyrir bresku stjórnina og kom þá upp fyrst þau rök að brennsla kola stuðluðu að hlýnun jarðar svo best væri að reisa kjarnorkuver til að leysa kolin af hólmi og reka kolanámumennina í leiðinni. Á svipuðum tíma féll Berlínarmúrinn og kommarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð, hvað væri hægt að gera til þess að virkja þá sem stutt höfðu vonlausan málstað í gegnum tíðina. Þeir komu upp með snilldarráð, tökum þá hitnun sem orðið hefur á jörðinni og mögnum hana upp í fjölmiðlum og stofnum samtök um neikvæðar hliðar vestrænnar menningar í nafni heimshitnunar. Það verður að segja að þeim hefur tekist betur upp með þennan áróður en baráttu þeirra fyrir Sovétinu.
Þeir sem vilja kynna sé málið geta gert það á hinu ógnarstóra Interneti og þá komast þeir að því að svona hitnun hefur átt sér stað áður. Borkjarnar úr Grænlandsjökli sanna það og á tímum risaeðlana var heitara en núna og kannski ekki að furða þar sem ein risaeðla gaf frá sér meira Metan á dag en risastórir ruslahaugar nútímans. Það er staðreynd að 95% af þeim efnum sem kallast gróðurhúsategundir koma frá jörðinni sjálfri og koma manninum ekkert við. Aðeins 5% getur maðurinn haft áhrif á og sennilega er aðeins brot af því vegna brennslu kolefna. Það er líka staðreynd að með neyslu svínakjöts myndast meira af gróðurhúsalofttegundum en með neyslu annara kjötvara, þar sem svínin gefa frá sér mest allra spendýra af Metan og aukin neysla leiðir til aukinar ræktunar. Svín er hættulegri fyrir jörðina en kú og kú er hættulegri en stór bensínspúandi jeppi sem er hættulegri en smábíll og svo framvegis. Það er enginn að segja að ekki eigi að bera virðingu fyrir jörðinni okkar og ganga vel um hana, en þessi áróður sem hefur dunið á manni síðustu ár er einhæfur og hefur engar málamiðlanir. Það er talað um vetni og önnur "hrein" efni til orkunýtingar en það verður aldrei.
Kjarnorka og jarðolía eru framtíðarefni, og bílar knúnir dísilolíu verður það sem koma skal. Dísilbílar geta brennt, með smábreytingum, nánast öllum tegundum af olíu. Sólblómaolía, lýsi, maísolía og jafnvel hampolía sem gæti orðið framtíðareldsneyti jarðarbúa. Hampur er undraefni sem hægt er að framleiða víðsvegar um jarðarkringluna ef ekki kæmi til lagasetning sem sett var á fimmta áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum. Lögin voru samþykkt á 10 mínútum þar sem lobbýistar olíufélagana komu að með mútugreiðslum, og fengu þessi lög samþykkt vegna yfirburðastöðu hampsins til framleiðslu gerviefna sem annars þurfti olíu til að framleiða svo sem plast. Hampur gæti nýst sem eldsneyti fyrir bíla og ekkert efni er betra til pappírsgerðar vegna óvenju hás trefjainnihalds. Hins vegar er hægt að komast í vímu með því að reykja þessa jurt, en það er líka hægt að komast í vímu með því að sniffa bensín svo ekki eru það rök sem halda. En vagna þess að það er hægt að nota jurtina til lyfjagerððar og til að komast í vímu af, þá er hún bönnuð til ræktunar um allan heim, þökk sé olíuframleiðendum.
Það væri hægt að nýta fiskimjölsverksmiðjur sem standa auðar og ónotaðar um allt land til þess að búa til eldsneyti úr t.d maís nú eða hvalspiki, og reyna að fá landann til þess að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla og framleiða þar með megnið af því eldsneyti sem þarf, þar með erum við orðnir "vistvænir" á alþjóðamælikvarða. Bílaframleiðendur virðast gera sér þetta ljóst því nú keppast þeir um að framleiða bíla knúða dísliolíu. Jafnvel Subaru er að hanna vél sem verður jafnvel BMW fremri í snerpu, eyðslu og hljóðleysi. Niðurstaðan er þvi að framtíðin er olía, í hvaða formi hún er svo sem og kjarnorka til rafmagnsframleiðslu.
Gott mál.
Bloggar | 22.8.2007 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með uppsögnum starfsliðs ratsjárstofnunar opnast margir möguleikar. T.d væri hægt að flytja yfirstjórn stofnunarinnar vestur á Bolungarvík og með því skila þeim störfum sem lagt var niður fyrir tveimur árum til baka að hluta. Það myndast einnig tækifæri til verktöku við ákveðna hluta rekstrarins og gæti ríkið sparað á þeim nótum.
Það var síðan fundur með Utanríkisráðherra í dag í stjórnstöð íslenska loftvarnakerfisins þar sem spurningum starfsmanna var svarað af bestu getu. Hún (Utanríkisráðfrú) sagði ennfremur að ekki væri líklegt að fjölgun ætti sér stað í starfsliðinu en flestir mættu búast við endurráðningu. Það mun ekki koma fram fyrr en í Nóvember hvernig þetta muni allt verða, en þá má búast við að margir hafi hugsað sér til hreyfings ef ekki koma hint um að ekki verði hreyft við launum og vaktakerfi mjög fljótlega.
Það var nú samt þannig að þessar uppsagnir komu okkur tæknimönnum ekki alveg á óvart eins og sumir aðrir virðast hafa upplifað. Fyrir um ári síðan hóf ég að vara menn við því að eitthvað þvílíkt gæti gerst. Það var ljóst í mínum huga að ekki væri hægt að færa starfsemi stofnunarinnar til ríkisins nema segja upp öllu starfsfólki og endurráða, rétt eins og Flugmálastjórn gerði með Flugstoðir. Ég bjóst hins vegar við að þetta yrði mun fyrr eða í Febrúar- Mars s.l. Þessar uppsagnir ættu því ekki að koma neinum á óvart sem hlustuðu á mig fyrir um ári síðan þegar ég byrjaði á rausi mínu um þessi mál. En, þannig er, að menn vilja stundum ekki hlusta á sannleikann hversu erfiður svo sem hann er og skella skollaeyrum við honum þangað til að raunveruleikanum kemur þá er hlaupið til handa og fóta og þeir sem best standa að vígi beðnir um aðstoð sem sjálfsagt er að veita upp að ákveðnu marki.
Vona að allir komi glaðir út úr niðurskurði RS og skaðist eigi.
Bloggar | 16.8.2007 | 03:19 (breytt kl. 12:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá kom að því. Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar verður sagt upp störfum frá og með 1 Október n.k. Einhverjir verða endurráðnir en enginn veit hversu margir eða á hvaða kjörum. Tæknimenn stofnunarinnar eru þeir einu sem geta sagt að þeir séu vanir því að vera sagt upp, því að á síðust tveimur árum hefur þeim fækkað úr 33 í 12. Það kom til vegna hagræðingar að fjöldauppsagnir voru árið 2005 og samtals hættu 21 tæknimaður með einum eða öðrum hætti.
Ef Utanríkisráðherra ætlar að halda úti rekstri stöðvanna til lengri tíma séð þá verður að hafa hraðar hendur við endurráðningu tæknimanna á góðum kjörum ef ekki á að missa þá frá stofnuninni. Það tekur u.þ.b eitt og hálft ár að þjálfa góðan tæknimann til þess að hann geti bjargað sér sjálfur í viðhaldi og rekstri ratsjárbúnaðarins og fylgihluta. Það er beðið eftir mönnnum sem hafa þessa menntun og reynslu á stöðum eins og Konungríkið Saudi Arabia þar sem nú þegar eru staðsettir þrír íslenskir tæknimenn. Stöðugt er komið á boðum um meiri mannskap en það þykir mikið átak fyrir fjölskyldufólk að taka sig upp og flytja þangað. Reyndar hefðu íslenskir femínistar gott af því að fara þangað í nokkurn tíma og sjá hvað þær hafa það raunverulega gott á íslandi og myndu því hætta þessu rausi um kvenréttindi og líta á sig sem konur og karla sem karla.
Vonandi leysist fljótt úr málefnum ratsjárstofnunar því málið þolil enga bið og rausnarlega verður að taka á málinu þannig að ekki brjótist út flótti meðal manna því dýrt gæti reynst að koma sér upp þekkingu aftur ef hún hverfur, og þykir sumum nóg um samt.
Bloggar | 15.8.2007 | 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er lokið hommadögum kynvillinga þangað til á næsta ári. Þetta er orðin samkunda 50 - 60 þúsund manna og kvenna sem koma saman og horfa í forundran á herlegheitin. Þetta fólk sem hefur ástæðu til að klæðast eins og hitt kynið heldur hátíð ár hvert okkur hinum einföldu og gagnkynhneigðu til hrellingar. Aðal baráttumál homma og lesbía er að fá borgaralega og kirkjulega athafnir viðurkenndar fyrir guði og þjóð. Ekki eru allir sammála um þetta og er ég sammála því.
Kynvilla hefur verið markaðsherferð síðustu 30 árin eða svokölluð hommavæðing og er að skila sér í því að fólk hefur meiri þolinmæði gagvart þessu fólki en áður. Mér prívat og persónulega er alveg sama hvort fólk stundar kynlíf með sama kyni eða ekki svo framalega að þeir séu heima hjá sér og séu ekki að bera þessi ósköp á torg. Af hverju þurfa hommar að vera með þessa kvenlegu athafnir og lessur með þessar karllegu athafnir, kerlingahommar og trukkalessur. VERIÐ HEIMA HJÁ YKKUR OG HOMMIST ÞAR og látið okkur hin vera.
Bloggar | 14.8.2007 | 03:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007