Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Fráfall

Sá hörmulegi atburður gerðist í fyrrinótt að góður vinur og félagi Ásgeir Þór Jónsson féll frá á besta aldri. Ég votta allri hans fjölskyldu og vinum innilegrar samúðar og veit að minningu hans verður á lofti haldið um langan tíma. Þar fór góður piltur langt um aldur fram og ég veit að vinir og félagar sakna Ásgeirs sárt. Innilegar samúðarkveðjur til Ásu og barnanna þeirra fjögurra.

Ofurlaun eða hvað

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að ein af ástæðum þess að yfirtaka ríkisins á Ratsjárstofnun séu ofurlaun starfsmanna. Ofurlaun eru í minni kokkabók laun þeirra sem hafa yfir 2 milljónir á mánuði eða meira uppgefið til skatts og/eða hafa yfir eina og hálfa milljón á mánuði í vaxtatekjur, ég veit fyrir víst að enginn starfsmaður Ratsjárstofnunar hefur þvílík laun. Ég veit ekki hvar Fréttablaðið hefur þessar upplýsingar en nú um þessar mundir eru einmitt umdeildar álagningarskrár hafðar frammi hjá skattstofum um land allt og einfalt að komast að því hvað hver hefur í laun.

Það er samt athyglisverð þessi umræða sem Fréttablaðið hefur komið af stað með skrifum sínum. Það er nefnilega svo að tenging er á milli 365 miðla sem á og rekur Fréttablaðið og Kögunar sem nýlega missti 450 milljóna króna samning við Ratsjárstofnun um viðhald hugbúnaðar IADS kerfisins. Það hefur verið bæði leynt og ljóst að Kögun hefur viljað komast í rekstur ratsjárkerfisins lengi og gerð var atlaga að Ratsjárstofnun af hálfu Kögunar í kringum árið 2000. Það kemur því ekkert á óvart að Kögun beiti 365 miðlum í þessu máli þar sem eftir nokkru er að slægjast eða um 800 milljónum króna á ári.

Ég ætla svo sem ekkert að hafa neitt álit á því hverjir eiga að reka ratsjárkerfið, en margir hafa verið um hituna, ekki bara Kögun heldur margir aðrir. Landhelgisgæslan hefur verið nefnd til sögunnar en spyrja má hvort strandgæsla eigi að hafa á hendi sér varnir landsins einnig eða hvort reka eigi sér batterí um varnirnar. Það er umhugsunarvert að eina stofnun landsins sem hefur yfir að ráða flugflota er Landhelgisgæslan, og það yrði kúnstugt að sjá gamla úr sér gengda fokkerinn fljúga til móts við birnina rússnesku og hafa í hótunum við þá. Er ekki bara betra að Ratsjárstofnun sjái um þetta, eða þá Flugstoðir, áfram og ræsi út orrustuvélar frá Bretlandi eða Noregi.

Þetta með varnir landsins, það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og menn hafa talað um kostnað. Það er nefnilega það að Íslenska ríkið hefur aldrei borið neinn kostnað af vörnum landsins. Ratsjárstofnun hefur bara búið til kostnað fyrir BNA og þeir borgað þegjandi og hljóðalaust og lengi vel kostaði 1,5 milljarða að reka Ratsjárstofnun á ári eða í 20 ár. Það má þess vegna með sanni segja að BNA menn hafi borgað 30 milljarða inn til varna landsins í beinhörðum gjaldeyri á tímum sem atvinnuleysi og önnur óáran dundi yfir þjóðina. Það má líka gefa sér það að þetta hafi verið lán til Íslendinga sem borga þarf til baka núna og mun það því taka Íslenska ríkið 38 ár að búa til raunverulegan kostnað í kringum okkar eigin varnir. Þetta ættu menn að athuga þegar þeir eru að væla um kostnað.

VG vælið um varnir og kostnað er gamaldags og úr sér gengið af hálfu afdankaðra herstöðvarandstæðinga sem vilja lifa í glerkúlu sér til varnar og prjóna lopapeysur og vettlinga sér til viðurværis í gömlum moldarkofum með grútarljós til birtu og upphitunar. Það er komin tími til að sýna öðrum með stolti að við getum borgað fyrir varnir landsins okkar sjálfir en ekki þurfa að fá aðra til að greiða allt fyrir okkur.

P.S

Þetta með grútarljósið má víst ekki heldur því VG vilja banna hvalveiðar og þar með fór það að hægt væri að lýsa upp moldarkofana, en það má alltaf rækta hamp og kreista úr honum olíu til upphitunar (eða reykingar) í anda VG.


Varnarmál

Varnarmál Íslendinga virðast vefjast fyrir ráðamönnum þjóðarinnar. Björn Bjarnason vill setja eftirlitið í hendur Landhelgisgæslunnar og ekki vakta ratsjárstöðvarnar nema svona hipsum happs. Ingibjörg er þó skynsamari og gefur ekkert út um málið konkret og lofar engu nema að þetta verði leyst farsællega. En hvað er farsælt? Hafa ótryggt eftirlit stöðvanna á landsbyggðinni, eða gera þetta almennilega og manna stöðvarnar þannig að hægt sé að þjónusta þær á eðlilegan máta.

Vinstri Grænir eru eitthvað að brölta eins og venjulega en tapa eins og venjulega líka þar sem málflutningur þeirra er bara uppþot á líðandi stundu og enginn framtíðarsýn. Ratsjárkefið er nauðsynlegt fyrir öryggi þjóðarinnar alveg eins og slökkvilið er nauðsynlegt til að slökkva elda þegar þeir brjótast út þó að enginn búist við að það kvikni í hjá sér. Ratrsjárkerfið er einmitt eins og slökkvilið. Hlutverk þess er að sjá óþekkta flugumferð og tilkynna það réttum aðilum eins og Flugstoðum til að koma í veg fyrir stórslys þar sem ómerktar vélar fljúga þvert á stefnu almenns farþegaflugs og valda stórhættu. Rússar hafa ekki haft eftirlit á norðurhöfum um langt skeið, en nú er svo komið að þeir hafa sent vélar frá norður Rússlandi allt til Bretlands til eftirlits og njósna. Þetta eru svokallaðir Birnir en Rússar hafa yfir að ráða vélum sem kallast TU-160 og eru svipaðar Concord velunum bresk-frönsku í útliti. Þær eu hljóðfráar og hafa u.þ.b 16.000 km drægni og geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, þær geta einnig tekið eldsneyti á flugi og lengt þannig flugþol sitt. Þessar vélar koma til með að spila stórt hlutverk í komandi kólnun vesturveldana og rússlands.

Ratsjárkerfið íslenska, eða IADS, er komið nokkuð til ára sinna en er vel nothæft ennþá. Ratsjárnar eru tvær, (sinnum fjórar)svokölluð svarratsjá og leitarratsjá (frumratsjá). Munurinn er sá að svarratsjáin notast við upplýsingar frá svokölluðum Transponder eða ratsjársvara sem staðsettir eru um borð í öllum farþega og flutningaflugvélum. Með þessu tæki sem m.a Flugstoðir notast við er flugtraffík stjórnað um allan hinn stóra heim. Leitarratsjáin er hins vegar notuð til leitar á óþektum flugförum, hervélum þó aðallega sem vilja komast óséðar inn í lofthelgi annara þjóða bæði til njósna og eins til loftárása þegar það á við. Það er þetta síðarnefnda sem fer fyrir brjóstið á VG  og fleirum sem halda að við séum svo lítils virði, að við þurfum ekki á vörnum og eftirliti að halda. Víst kostar þetta eitthvað en hvað mundi það kosta ef óþekkt flugfar ylli mannskaða á hafinu austan við okkur og ástæðan væri níska og svokölluð friðarstefna VG. Ætli það færi ekki um einhvern ef svo yrði. Leitarratsjáin er ekki bara hernaðartæki heldur tæki til upplýsingaöflunar um flugför sem ekki hafa ratsjársvara eða eru bara með bilaðan ratsjársvara og viljum við ekki vita hvað fer fram í lofthelginni okkar? Allar NATO þjóðirnar eru með búnað til leitar óþekktra flugfara. Danir, Pólverjar, Þjóðverjar, Bretar og fleiri nágrannaþjóðir eru að bæta við eða skipta út eldri leitarratsjám fyrir nýjar svo af hverju ekki við líka, erum við eitthvað öðruvísi, ein hér úti í miðju ballarhafi.

Múrinn féll á einni nóttu og Sovétið lagðist af á örskotsstundu en það getur komið til baka jafn hratt og verða menn að búa sig undir það sem fyrst og hætta að stinga höfðinu í sandinn. Ratsjárnar Íslensku eru mjög nytsamlegar til að hafa eftirlit með óþekktum flugförum og við erum á kjörstað til eftirlits bæði fyrir okkur sjálf, Bretland, Norðmenn og Bandaríkjamenn. Ef þessum stöðvum er ekki vel viðhaldið og þær reknar með glæsibrag þá erum við íslendingar "Dead Duck in The Water". Það sjá allir að það er ekki góð staða fyrir okkur.

 


Ömurleg helgi

Það var ömurlegt að hlusta á fréttir um síðustu helgi (helgina 28-29 júlí s.l). Morð framið í Reykjavík og í kjölfarið sjálfsmorð morðingjans á Þingvöllum. Menn voru barðir fyirirvaralaust í götuna vegna engra saka og kona beit aðra í eyra svo sauma þurfti saman, stúlkan sem árásina gerði stærði sig af því að hún hefði skaðað aðra konu. Hvað er í gangi. Það var að vísu fullt tungl og staðreyndin er sú að þá verður fólk skrítnara en venjulega.

Ofbeldið og mannfyrirlitningin er reyndar alsráðandi á þessum tímum eiturlyfja og ónógns uppeldis barna. Það er staðreynd, að uppeldi barna síðustu 25 árin er ábótavant. Á tímum kvennfrelsis og femínista þar sem frelsi kvenna felst helst í því að eignast börn og koma þeim síðan á uppeldisstofnanir en skipta sér sem minnst af þeim sjálfar.

Þriðja kynslóð lyklabarna er að  vaxa úr grasi, og það segir sig sjálft að ekki læra börnin kurteisi og umburðarlyndi gagnvart öðrum á götunni. Þetta er, og á að vera í höndum foreldra sem eiga að hafa tíma fyrir börnin sín þar til þau geta sjálf eignast börn og kennt þeim góða siði. Agi er nauðsynlegur í uppeldi barna, því litlu skrímslin reyna að komast eins langt og þau geta eða þar til þau reka sig á vegg. Það er veggurinn sem skiptir máli og hvar foreldrar setja hann, það er að segja ef um foreldra er að ræða, en ekki að búa í opnum kerfum eins og sænsku sósíaldemókratisku uppeldisfræðingarnir vilja gera. Góður rasskellur dugar þegar við á til að setja mörkin.

Mín skilaboð eru þau til kvenna sem ætla bæði að eignast börn og vinna úti, að sleppa öðru hvoru alveg og gefa sér a.m.k 15 ár til þess að ala upp börnin sín. Ef þær gera þetta má búast við breytingu í þjóðfélaginu hvað varðar umburðarlyndi og eiturlyfjaneyslu.

Vona að þetta verði ekki tekið stinnt upp af femínistum og pilsvörgum.


« Fyrri síða

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 832

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband