Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Loksins eru

menn að vakna upp við vondan draum og leggja það til að Þjóðhagsstofnun verði endurreist. Davíð Oddsson lagði þessa stofnun niður í fýlukasti þar sem hún var ekki alltaf sammála honum um efnahagsstjórn.

Davíð Oddsson er sennilega sá maður sem mest hefur kostað þjóðfélagið í aurum talið síðan land byggðist. Hann talaði upp góðærið þegar hann var Forsætisráðherra en talar upp hallærið þegar hann verður Seðlabankastjóri. Best væri að senda hann heim á Glitnislaunum og hafa hann þar svo þjóðfélagið geti jafnað sig á honum.

Upp með Þjóðhagsstofnun og hana nú.


mbl.is Þingmenn vilja Þjóðhagsstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síminn hf

er öldungis ótrúlegt batterí. Núna hefur hann einhliða breytt öllum samningum sem gerðir hafa verið um þjónustu internettenginga með ótakmörkuðu niðurhali, án þess að láta neinn vita.

Fyrir síðustu mánaðarmót hafði ég 8Mb tengingu með ótakmörkuðu niðurhali en skyndilega þann 1 júlí er ótakmarkið tekið af og takmark sett við 80 Gb. Samningurinn sem ég gerði sagði ótakmarkað, og er þar stór munur á ef takmarka á við eitthvað ákveðið. Þá er samningurinn ógildur og spurning hvort Síminn sé ekki skaðabótaskyldur fyrir einhliða samningsrof.

Síminn hefur líka leikið þann leik að skrúfa niður hraða til viðskiptavina sinna ef honum þykir viðkomandi hala heldur frjálslega til sín, jafnvel þó viðkomandi hafi ótakmarkað hiðurhal. Ef Síminn treystir sér til að gera samninga um eitthvað ótakmarkað, þá finnst mér að hann ætti að virða þá samninga sem menn gera við hann í góðri trú.

Það má deila um hvort 80Gb sé ekki full nóg til niðurhals á mánuði, en hafa ber orð Bill Gates í huga þegar svo er fullyrt, þegar hann sagði að enginn hafi þörf fyrir meira minni en 640kb í tölvu sinni.

Ég talaði við lögfræðing um það hvort Símanum væri stætt á því að lækka internethraðann úr 8Mb í 512Kb og rukka sama verð fyrir þjónustuna og kvað hann svo ekki vera. Ef Síminn lækkaði hraðann gæti hann ekki rukkað fyrir meira en það sem hann væri að afhenda í það og það skipti.

Það er líka ekkert auðvelt að ná sambandi við einhvern með viti hjá þessu fyrirtæki. Enginn veit neitt og getur ekki vísað á neinn sem getur svarað spurningum um þessi mál. Þetta vesalings fólk sem svarar í símann hjá Símanum getur í besta falli selt manni áskrift og komið manni til hjálpar með einföldustu tæknimál, en ekkert vantar upp á kunnáttuna þegar reikningarnir berast manni og innheimta á sér stað.

Ég held að Símanum og kannski fleiri símafyrirtækjum væri hollast að hysja upp um sig buxurnar og gera sér grein fyrir því að kúnnarnir borga þeim fyrir veitta þjónustu og þar með líka kaup þeirra sem vinna þar,  ásamt þeim ágóða sem eigendurnir stinga á sig á hverju ári. Það kemur að því að fólk lætur ekki hafa sig að fíflum lengur og annað hvort flytur sig til betri aðila eða segir upp þjónustunni.


Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband