Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Það lítur helst út fyrir að framsóknarmenn hafi loksins dottið niður á rétta formanninn. Alla vega kemur hann vel fram og er nokkuð rökfastur og rólegur og sækir sér sérfræðiaðstoð topp manna í efnahagsmálum.
Það þyrfti samt að sneiða ofan af rjómanum af þingmönnum flokksins og fá til liðs menn af sama kaliberi og Sigmund. Mér líst sem sagt ágætlega á byrjunina á endurreisn Framsóknaflokksins og vona að flokknum takist að rétta úr kútnum með nýjum mönnum.
Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, flokkinn sem ég styð, þá þyrfti raunverulega að fara fram gagnger endurnýjun á forystu hans. Ég sé fyrir mér að þeir sem oftast er talað um að verði arftaki Geirs, geti orðið flokknum til trafala vegna tengsla þeirra við bankahrunið. Ég sé fyrir mér einungis tvo aðila sem gætu leitt flokkinn í gegnum þann öldudal sem hann er í og þeir eru annars vegar Illugi Gunnarsson og hins vegar Hanna Birna sem gætu með samstilltu átaki komið flokknum til valda aftur.
Ég geri mér engar vonir um að Sjálfstæðisflokkurinn verði með í þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður á vordögum og finnst raunar að þeir ættu að taka sér verðskuldað frí frá störfum næstu fjögur árin og safna kröftum til að breyta ásýnd flokksins.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.1.2009 | 04:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 25.1.2009 | 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er leiðinlegt að heyra að Geir H. Haarde skuli vera með illkynja krabbamein í vélinda. Ég vil engum svo illt að þurfa að heyja baráttu við illkynja sjúkdóm. Hins vegar er Geir bjartsýnn á framhaldið og telur sig halda starfsorku nástu mánuði og aðgerðin sem hann fer í til Hollands sé svokölluð speglunaraðgerð.
Vitandi örlítið um vandamál í vélinda, þá finnst mér að Geir sé að nota tækifærið, ef svo má til orða taka, til að hætta í stjórnmálum á eigin forsendum en geti jafnframt sagt að enginn hafi neytt sig til að hætta heldur hafi sjúkdómur orðið til þess að hann hættir.Enn og einu sinni vill hann ekki hlusta á þá undiröldu sem hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið og telur best að fara þessa leið. Hann segir að starfsorkan verði óskert næstu mánuði og hví tekur hann sig ekki á og gerir eitthvað af því sem hann, sem Forsætisráðherra, á að gera.
Ég nefni sem dæmi að ekkert hefur verið gert varðandi samskipti okkar við Breta. Við erum enn hryðjuverkamenn í þeirra augum. Af hverju er ekki fyrir löngu búið að kalla sendiherrann á teppið og gefa honum tækifæri til að láta niður tannburstann og flytja hann í lögreglufylgd út á flugvöll og senda hann heim. Kalla okkar fólk heim sömuleiðis og slíta stjórnmálasambandi við Breta alveg. Ætli ekki myndi hrikta í innviðum NATO ef þetta væri gert.
En talandi um NATO. Nú verða kosningar í vor og mjög líklega verður VG með í næsta ríkisstjórnarsamstarfi. VG hefur á stefnuskrá sinni, samkvæmt orðum formannsins, að leggja niður Varnarmálastofnun. Gaman væri að fá frekari útlistun á því hvað gera eigi við aðild okkar í NATO ef þetta væri gert. Það jafngildir nefnilega úrsögn úr því félagi ef Varnarmálastofnun verður lögð niður. Gaman væri að fá að sjá pælingarnar að baki þessara orða formannsins.
Bloggar | 25.1.2009 | 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólafs Arnar á elliglöp, og honum er sjálfsagt vorkunn vegna þess.
Hins vegar ef sjálfstæðismenn ætla almennt að taka svona á málum þá er ég hættur að styðja flokkinn. Ef mótmælendur á Austurvelli eru "kommúnistadrullusokkar" má þá kalla þessa menn "fasistabullur" kannski?
Þetta er byrjunin á endalokunum hjá okkur, þegar menn fara að berjast innbyrðis og gleyma að berjast við kerfið.
Við eigum að gera upptækar eignir þeirra sem fóru óvarlega með fjöregg þjóðarinnar, hvort sem þeir eru "útrásavíkingar" eða sofandi stjórnmálamenn sem þjóðin treysti og trúði til að hafa hlutina í lagi. Hverju eiga þegnarnir að trúa þegar ríkjandi stjórnvöld koma fram ítrekað og segja að allar viðvaranir séu ofmetnar og menn hafi ekki vit á hvað þeir segja, aðstæður hér séu sérstakar og ekki sé tekið tillit til þeirra. Þeir eru meira að segja kallaðir óvitar og þurfi endurmenntunar við. Hverju eiga þegnarnir að trúa. Við verðum meðvirk í bullinu af því að við trúum ekki, eða viljum ekki trúa, að ástandið sé svona slæmt og skellum skollaeyrum við.
Ég vona samt og trúi að eftir ár verði útlitið betra hjá okkur og vona að þessir vesalings menn sem virðast hafa menntun og vit, leiti sér hjálpar við slagsmála og óeirðartilburðum hið fyrsta svo ekki komi til borgarastyrjaldar, sem verður ef ekki er gripið inn í.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að koma af stað breytingum, raunverulegum breytingum á þjóðfélaginu áður en upp úr sýður. Um næstu mánaðarmót koma fyrstu uppsagnirnar til framkvæmda. Ég óttast hvað gerist þá ef stjórnvöld gera ekki róttækar breytingar strax.
Bloggar | 3.1.2009 | 02:46 (breytt kl. 02:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og heyrði í fyrsta skipti síðan bankarnir hrundu, orð eins og "mistök" og "ábyrgð" af hans vörum. Skyldi Geir vera að vakna af Þyrnirósasvefninum og vera farinn að hlusta á það sem er að gerast á Austurvelli hvern laugardaginn af öðrum.
En það virðist vera að Ingibjörg Sólrún sé að taka rangan pól í hæðina með ummælum um mótmælendur. Þó að eignaskemmdir séu unnar í litlum mæli í hita leiksins, þá ber hún ábyrgð á meiri eignaskemmdum en hægt er að ímynda sér.
Eignaupptaka fjölskyldna og hækkun lána og nauðsynjavara, eru þær verstu eignaskemmdir sem fram hafa farið á síðustu vikum, og hún er ábyrg og þarf að gera sér grein fyrir því strax.
En vonandi er allt á réttri leið og að seinna á árinu sem er að byrja, verði leiðin upp á við og niðursveiflunni lokið.
Vonum það.
Bloggar | 1.1.2009 | 03:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og vonandi verður 2009 betra en síðasta ár.
Það fór eins og ég hélt, lögregla er farin að beita táragasi á mótmælendur, ekki góður endir á árinu.
Í bloggheimum kemst fólk ekki yfir það að skemmdir skuli hafa verið unnar á eigum Stöðvar 2 í mótmælum dagsins. Stöðvarinnar hverrar eigendur hennar hafa tekið þátt í að eyðileggja heilt þjóðfélag. Lítið "payback" þótt einhverjir kaplar hafi verið slitnir úr sambandi, skemmdir sem auðvelt er að laga, en þær skemmdir sem Jón Ásgeir og CO hafa unnið á Íslenskri þjóð verða ekki svo auðveldlega lagaðar.
Hins vegar hvet ég menn til að sýna stillingu og mótmæla á annan hátt en með skemmdarverkum og slagsmálum.
Við getum notað aðrar aðferðir en að úthella blóði til að koma breytingum áleiðis og við verðum að sýna öðrum þjóðum að við getum haldið stillingu okkar.
Höldum áfram að mótmæla, og það kröftuglega, en göngum varlega til verks svo enginn bíði varanlegan skaða af.
Bloggar | 1.1.2009 | 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007