Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Þetta var svo sem fyrirséð.

VG vill ekki, en Samfylking heimtar.

Ef þetta er það sem koma skal í samvinnu flokkana, þá gef ég ekki mikið fyrir þessa vinstri stjórn, því miður.


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er nokkuð viss um að

Kolbrún Halldórsdóttir hefur kostað VG u.þ.b 5 prósent í fylgi. Formaðurinn viðurkenndi að þessi umræða hefði komið illa við flokkinn, sérstaklega í NA kjördæmi.

Hvað varðar flokkinn minn, Sjálfstæðisflokkinn, þá er sú útreið eðlileg og jafnvel er það sigur í sjálfu sér að fá þó þetta fylgi eftir að hafa verið gerður ábyrgur eftir hrun efnahagskerfisins. Endurnýjun frambjóðenda hefur ekki verið nægjanleg og engan vegin trúverðug. Það þarf að endurnýja mun harðar og miskunnarlausar til að teljast trúverðugur.

Ég bý í Reykjanesbæ og á meðal frambjóðenda er dæmdur maður sem uppvís var að því að fara fjálglega með eigur annara, þ.e ríkisins (okkar). Ég get samvisku minnar vegna ekki kosið flokkinn á meðan þessi maður er á listanum jafnvel þó að viðkomandi hafi hlotið uppreist æru og útstrikanir eru leyfðar. Eins er annar maður Sjálfstæðisflokksins í kraganum sem datt síðastur inn á þing þ.e Jón Gunnarsson. Ég veit ekki hvað þessi maður er að gera á þingi, aldrei hef ég séð nokkuð af viti koma frá þessum manni og það eina sem hann hefur gert er að fara í einhverskonar "mission" gegn Varnarmálastofnun og aðgerðir í þágu Neyðarlínunnar. Maðurinn er náttúrulega tengdur NL og það er hans eina markmið að "lobbíast"fyrir hana. Engu skiptir önnur mál sem brýna nauðsyn er að leysa, aldrei sér maður hann taka þátt í umræðum um þau.

Hvað fylgi Sjálfstæðismanna varðar, þá er nauðsynlegt að fara í vandlega naflaskoðun og skoða með mikilli gagnrýni hvað er að innviðunum og skera burt sölnuðu laufin. Þetta er starf formannsins og hann þarf að standa í lappirnar og vera vægðarlaus í naflaskoðuninni, þannig og aðeins þannig vex fylgið að nýju. 

Það er spá mín að vinstri stjórn verði ekki lengi við lýði og kosningar verði að ári og það jafnvel þrennar ef að líkum leiðir, þá þarf þessu starfi að vera lokið svo kjósendur fái traust á flokknum aftur, enda er það traust sem skilar mönnum inná þing framar öllu. 

 

 


mbl.is Kannanir langt frá kjörfylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LHG hefur átt olíu

og mannskap til að elta skútuna uppi. Gott hjá þeim, góðar fréttir fyrir LHG sem sannarlega þarf á þeim að halda eftir skandal síðustu ára.
mbl.is Skútan fundin - 3 handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur taka ekki á sig miklar skerðingar.

Það er ljóst af þessum fréttum að dæma að ríkið hefur skuldbundið sig til að hækka greiðslur til bænda og tryggja þeim 14% hækkun á næstu þrem árum.

Það kveður við annan tón hjá Steingrími þegar talað er um aðrar stéttir í landinu. Þá á að lækka laun um 10% og koma fjölskyldum annara en þeirra sem búa í hinum dreifðu héruðum, á kaldan klakann og láta þær fjölskyldur borga með launalækkun.

Vitlaust gefið enn eina ferðina og af þeim sem talað hefur fyrir sem mestum jöfnuði. Þvílíkur jöfnuður.


mbl.is Breytingar á búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært, loksins eitthvað af viti gert.

Hver eru þessi hagsmunasamtök heimilanna? Ég geng í þau strax ef hægt er. Hverjir eru í forsvari fyrir þau? Veit það einhver.

Frábært.


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er best fyrir þá sjálfa að láta

helst ekki sjá sig hér á götunum. Það gæti einhverjum orðið laus höndin ef þeir gerðu það.

Vonandi ber ráðning Evu Joly einhvern árangur og eitthvað af öllum þessum fjármunum muni endurheimtast. Ég er samt ekki mjög bjartsýnn og held að þessir menn hafi haft vit á því að kaupa gull og eðalsteina fyrir megnið af aurunum sínum, og grafið í bankahólfum út um allar jarðir.

Kannski er hægt að rekja þessa fjármuni og ná einhverju til baka, en á meðan held ég að þessir kallar eigi að halda áfram að láta lítið fyrir sér fara.


mbl.is Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig nenna fréttamenn að tönglast

á sömu fréttinni aftur og aftur. Greinilega gúrkutíð í fréttamennskunni.

Samt er gaman að spekúlera um það hver byrjaði þessa vitleysu. Að sjálfsögðu var það Agnes Bragadóttir sem er yfirlýstur stuðningsmaður (kona) Davíðs Oddssonar, sá hins sama sem hraunaði yfir flokksbræður sína á landsfundi ekki fyrir löngu. Sami maður hefur hótað beint og óbeint að birta það sem hann veit um hin og þessi málefni og skyldi það vera, að hann sé að koma sér af stað með þetta mál svona til að starta umræðunni?

Hver veit.

 


mbl.is Framsókn opnar bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er þessum farsa

vonandi endalega lokið og hægt að fara að huga að alvarlegri hlutum.

Annars var þetta skúbb ágætt að hafa yfir hátíðirnar, svona til að hafa eitthvað að tala og hugsa um.


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira skúbbið hjá Agnesi Braga.

Hvaða máli skiptir hvort Guðlaugur Þór eða einhver annar fékk fyrirtæki til að styrkja flokkinn eða ekki. Mestu máli skiptir að snúa sér að mikilvægari málum eins og björgun heimila og fyrirtækja.

Mig grunar að Samfylking og VG séu að beina spjótum frá sér vegna úrræðaleysis um afkomu heimila og getuleysi í viðreisn fyrirtækja. Þessi mál talar enginn um núna og gefur Jóhönnu og Steingrími andrými yfir Páskana og tíma til að stilla strengina á meðan allt logar stafnanna á milli vegna skitinna 55 miljóna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk löglega en ábyggilega siðlaust í styrki árið 2006.

Það sem skiptir máli núna er málefni líðandi stundar en ekki hvað hver fékk í styrki fyrir nokkrum árum. Ég tek heilshugar undir orð formanns Fjölskylduhjálpar Íslands að Bjarni Ben beiti sér fyrir því að gefa Fjölskylduhjálpinni þessar 55 milljónir en ekki henda þeim í gjaldþrota gímald sem enginn fær neitt út úr, nema lögfræðingar skilanefnda. Með því að gefa þessa peninga til þeirra sem raunverulega þarfnast þeirra, væri Bjarni að koma til móts við kjósendur og mundi áreiðanlega bæta ímynd sína og flokksins verulega.


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiðir

55 milljónir króna til baka til tveggja gjaldþrota fyrirtækja. Gaman væri að vita hver lak þessum upplýsingum í blöðin og í hvaða tilgangi það var gert.

Mig grunar að með því að ljóstra upp um þessi mál og kenna Geir Haarde nýhættum formanni flokksins um, þá sé verið að setja pressu á Samfylkinguna að opna sitt bókhald frá og með 1. janúar 2006.

Það mætti segja mér að Samfylkingin hafi á árinu 2006 þegið ómælda styrki úr sjóðum útrásarvíkinganna, sem þeir hömpuðu ótæpilega á þessum tímum. Jóhanna vill opna bókhald flokksins og gera það gagnsætt en aðeins frá 1. janúar 2007 þegar lögin um hámarksstyrki voru komin til framkvæmda.

Heiðarleikinn uppmálaður. Varist Jóhönnu og hennar flokk, ég vantreysti þeim og bið fólk um að fara yfir gjörðir alþýðuflokks, kvennalista og alþýðubandalags þegar þessir flokkar voru til og störfuðu á Alþingi. Spillingin uppmáluð.

Þeir kasti fyrsta steininum sem .............


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband