Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Bubbi Mortens hótar að hætta að gefa út tónlist.

Hann segir að niðurhal hafi rýrt tekjur hans af sölu nýju plötunnar hans. Vonandi gerir kallinn sér grein fyrir að minni sala á tónlist hans hefur ekkert að gera með niðurhal. Bubbi er bara kominn á það stig að enginn nennir að hlusta á hann lengur.

Það vita allir hvernig hrokinn í Bubba hefur verið síðustu ár þegar hann velti sér upp úr peningum, sem hann tapaði svo í hruninu, og nú hótar hann öllu illu. Vonandi gerir hann alvöru úr því að hætta að gefa út tónlist, því leiðinlegri tónlistarmaður er vandfundinn. 

Sama sagan er um Ladda. Hann hótar öllu illu vegna niðurhals á leiksýningunni "Laddi sextugur" sem gengið hefur a.m.k í þrjú ár og allir sem nennt hafa að fara á þá sýningu hafa séð hana. Þess vegna er niðurhal á mynd um sýningu hans annað hvort gert aðf þeim sem nú þegar hafa borgað stórfé inn á sjálfa sýninguna og langar að horfa aftur eða krakkar sem halda að Laddi sé fyndinn, sem er alger misskilningur.

Ég skora á þá félaga að hætta við aðgerðir vegna niðurhals þar sem það kemur þeim sjálfum vel, því miður, og fær fleiri til að kaupa þeirra vörur fyrir bragðið.  


Varnarmálastofnun

Það er margt skrafað um tilvist og framtíð Varnarmálastofnunar. Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra, hefur sagt í fjölmiðlum að " málefni Varnarmálastofnunar vera til rækilegrar skoðunar. Til greina kemur að leggja hana niður." og "málið vera flókið og taka langan tíma. „Málið er í algjörum forgangi hjá mér og ég hef kallað eftir gögnum bæði hjá mínu ráðuneyti og öðrum."

Mig langar að vita hvað Össur meinar með þessum orðum sínum, og hvað verið sé að gera í ráðuneytinu. Ég sé fyrir mér, að það að leggja niður Varnarmálastofnun geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Niðurlagning stofnunarinnar gæti haft í för með sér að við yrðum að ganga úr NATO og þá myndi NATO krefjast greiðslu fyrir þær eigur sem hér eru s.s flugbrautirnar.

Þetta gæti kostað þjóðina stórar fúlgur því tvær flugbrautir og allur búnaður til að halda þeim við og í gangi gæti kostað okkur þúsundir milljarða í versta falli. Verði hins vegar Landhelgisgæslan og Keflavíkurflugvöllur ohf. sameinaður undir hatti Varnarmálastofnunar gæti það sparað ríkinu umtalsverðar upphæðir. Við það að innlima þessar tvær stofnanir til VMSÍ myndi sparast verulegar upphæðir í formi leigu fyrir flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og húsnæði það sem notað er í dag fyrir skrifstofur, stjórnstörf  og eftirlit.

Á keflavíkurflugvelli er nóg pláss fyrir LHG og einnig verða varahlutakaup í þeirra búnað (sem er  verulegur) miklu ódýrari vegna tengsla og aðgangs við stofnanir NATO. Þannig gæti Gæslan rekið skipin lengur á fjárhagsárinu. Með þessu móti mætti spara miljarðatugi á næstu árum og verða þá ekki allir ánægðir ?

Hvernig væri að hætta að tala um að leggja niður Varnarmálastofnun og í þess stað kappkosta um að efla hana og styrkja þjóðinni til hagsbóta.

Núna síðast kemur í fréttum að forstjóri LHG sé í raun búinn að leigja út nýja varðskipið sem verið er að smíða í Chile. Norðmenn hafa leigt það til einhvers tíma áður en að það kemur til að vera það flaggskip sem það átti að vera í Landhelgisgæslu landsins okkar.

Landhelgisgæsla og Loftrýmisgæsla ættu að fara vel saman og ef einhver samlegðaráhrif verða af flutningi LHG til VMSÍ, þá er það til þess að vinna til að ná niður kostnaði og auka eftirlit í kringum landið og loftrýmið.

Það gætir miskilnings með kostnað af veru útlenskra aðila sem koma hingað til loftrýmisgæslu landsins. Við borgum sáralítið fyrir þessa þjónustu annara þjóða sem hingað koma til gæslu lotrýmis. Ekki einu sinni bensínið á þoturnar er borgað af ríkinu heldur borgar NATO mest allan brúsann.

Gott mál ef NATO er tilbúið að gera út flugsveitir hingað og Norðmenn eru næstir á dagskrá í vor í stað Spánverja sem eru að heyja baráttu við alheimskreppuna.  

 

 


Það er vandráðið hvað gera skuli í komandi kosningum.

Mér finnst til dæmis að, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki þá reynslu og kænsku til að bera til að leiða ríkisstjórn. Eftir að hafa heyrt viðtal við hann í Zetunni á mbl.is þá heyrist mér að flokknum veiti ekki af fjögurra ára aðlögunartíma fyrir hinn nýja formann.

Þá kemur maður að spurningunni um hvað eigi að kjósa í komandi kosningum. Illa tekst mér að sannfæra sjálfan mig um að kjósa vinstri stjórn, ekki hvað síst fyrir það að Steingrímur J. virðist afar sigurviss og er með hótanir um stórfelldar skatahækkanir, eins og tíðkast í vinstri stjórnum.

Ef ég ætti að velja um VG/Samfylkingu þá held ég að Sjallarnir fengju mitt atkvæði. Hins vegar þá er ekki um marga góða kosti í stöðunni. Einna helst held ég að Framsóknarflokkurinn verði fyrir valinu þar sem þeir einir virðast vera með heildstæðar tillögur um björgun heimilanna og fyrirtækjanna.


« Fyrri síða

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband