Varnarmálastofnun

Það er margt skrafað um tilvist og framtíð Varnarmálastofnunar. Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra, hefur sagt í fjölmiðlum að " málefni Varnarmálastofnunar vera til rækilegrar skoðunar. Til greina kemur að leggja hana niður." og "málið vera flókið og taka langan tíma. „Málið er í algjörum forgangi hjá mér og ég hef kallað eftir gögnum bæði hjá mínu ráðuneyti og öðrum."

Mig langar að vita hvað Össur meinar með þessum orðum sínum, og hvað verið sé að gera í ráðuneytinu. Ég sé fyrir mér, að það að leggja niður Varnarmálastofnun geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Niðurlagning stofnunarinnar gæti haft í för með sér að við yrðum að ganga úr NATO og þá myndi NATO krefjast greiðslu fyrir þær eigur sem hér eru s.s flugbrautirnar.

Þetta gæti kostað þjóðina stórar fúlgur því tvær flugbrautir og allur búnaður til að halda þeim við og í gangi gæti kostað okkur þúsundir milljarða í versta falli. Verði hins vegar Landhelgisgæslan og Keflavíkurflugvöllur ohf. sameinaður undir hatti Varnarmálastofnunar gæti það sparað ríkinu umtalsverðar upphæðir. Við það að innlima þessar tvær stofnanir til VMSÍ myndi sparast verulegar upphæðir í formi leigu fyrir flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og húsnæði það sem notað er í dag fyrir skrifstofur, stjórnstörf  og eftirlit.

Á keflavíkurflugvelli er nóg pláss fyrir LHG og einnig verða varahlutakaup í þeirra búnað (sem er  verulegur) miklu ódýrari vegna tengsla og aðgangs við stofnanir NATO. Þannig gæti Gæslan rekið skipin lengur á fjárhagsárinu. Með þessu móti mætti spara miljarðatugi á næstu árum og verða þá ekki allir ánægðir ?

Hvernig væri að hætta að tala um að leggja niður Varnarmálastofnun og í þess stað kappkosta um að efla hana og styrkja þjóðinni til hagsbóta.

Núna síðast kemur í fréttum að forstjóri LHG sé í raun búinn að leigja út nýja varðskipið sem verið er að smíða í Chile. Norðmenn hafa leigt það til einhvers tíma áður en að það kemur til að vera það flaggskip sem það átti að vera í Landhelgisgæslu landsins okkar.

Landhelgisgæsla og Loftrýmisgæsla ættu að fara vel saman og ef einhver samlegðaráhrif verða af flutningi LHG til VMSÍ, þá er það til þess að vinna til að ná niður kostnaði og auka eftirlit í kringum landið og loftrýmið.

Það gætir miskilnings með kostnað af veru útlenskra aðila sem koma hingað til loftrýmisgæslu landsins. Við borgum sáralítið fyrir þessa þjónustu annara þjóða sem hingað koma til gæslu lotrýmis. Ekki einu sinni bensínið á þoturnar er borgað af ríkinu heldur borgar NATO mest allan brúsann.

Gott mál ef NATO er tilbúið að gera út flugsveitir hingað og Norðmenn eru næstir á dagskrá í vor í stað Spánverja sem eru að heyja baráttu við alheimskreppuna.  

 

 


Það er vandráðið hvað gera skuli í komandi kosningum.

Mér finnst til dæmis að, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki þá reynslu og kænsku til að bera til að leiða ríkisstjórn. Eftir að hafa heyrt viðtal við hann í Zetunni á mbl.is þá heyrist mér að flokknum veiti ekki af fjögurra ára aðlögunartíma fyrir hinn nýja formann.

Þá kemur maður að spurningunni um hvað eigi að kjósa í komandi kosningum. Illa tekst mér að sannfæra sjálfan mig um að kjósa vinstri stjórn, ekki hvað síst fyrir það að Steingrímur J. virðist afar sigurviss og er með hótanir um stórfelldar skatahækkanir, eins og tíðkast í vinstri stjórnum.

Ef ég ætti að velja um VG/Samfylkingu þá held ég að Sjallarnir fengju mitt atkvæði. Hins vegar þá er ekki um marga góða kosti í stöðunni. Einna helst held ég að Framsóknarflokkurinn verði fyrir valinu þar sem þeir einir virðast vera með heildstæðar tillögur um björgun heimilanna og fyrirtækjanna.


Það hljóta að vera gríðarleg vonbrigði

fyrir EKG að tapa oddvitasætinu til "nýgræðings" í pólitíkinni. Ég get þó huggað hann með því að hann verður sennilega þingmaður áfram þó krafan um ráðherrastól verði ekki eins kröftug fyrir mann í öðru sæti listans.

Öflug uppstokkun er það sem koma skal. Annars finnst mér fyndið að þegar þessir blessaðir þingmenn eru í kosningaslag, þá eru þeri bestu vinir manns en þegar í stólana er komið þá mega þeir ekkert vera að því að tala við skrílinn. Magnað alveg hreint.

Ég hef heyrt að afsökunin fyrir því sem kom fyrir EKG sé sú að um 1000 pólverjar gengu í flokkinn og kusu Ásbjörn. Þessir sömu pólverjar mega svo a sjálfsögðu ekki kjósa í almennum kosningum. En þetta eru bara afsakanir þeirra sem töpuðu.

Ég held samt að ég skipti ekki um lögheimili í þetta skipti svo ég geti kosið á mínum heimaslóðum. Endurnýjunin er bara ekki nógu mikil.


mbl.is „Ákveðin krafa um endurnýjum “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er á hausnum

og sennilega eiga margir eftir að feta í okkar fótspor. Austurríki og Svíþjóð hafa lánað gríðarlegar upphæðir til fyrrum austur Evrópu svæða og spurning hvort eitthvað fáist til baka af því.

Hvað sem því líður þá er ný ríkisstjórn tekin við taumunum og er alveg jafn áhugalaus um hag heimilanna og hin fyrri. Ekkert er gert á meðan heimilin blæða og enda á hausnum fyrir rest.

Þeir sem eiga að reisa við hrunið Ísland, fara nú í stórum stíl til annarra landa þar sem lífvænlegra er að búa. Ég held að Jóhanna hafi eytt of miklu púðri í að reka Seðlabankastjóra og ekki gert nóg til að halda þeim sem þarf svo byggja megi landið upp á ný.

Það verður að gera fólki kleyft að eiga heima á Íslandi til framtíðar og 1% stýrivaxtalækkun er ekki gulrótin sem þarf til að fólk hugsi sinn gang og eigi heima hér til hjálpar atvinnulífi og endurreisn landsins. 


mbl.is Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn í framsókn sækja fram.

Það lítur helst út fyrir að framsóknarmenn hafi loksins dottið niður á rétta formanninn. Alla vega kemur hann vel fram og er nokkuð rökfastur og rólegur og sækir sér sérfræðiaðstoð topp manna í efnahagsmálum.

Það þyrfti samt að sneiða ofan af rjómanum af þingmönnum flokksins og fá til liðs menn af sama kaliberi og Sigmund. Mér líst sem sagt ágætlega á byrjunina á endurreisn Framsóknaflokksins og vona að flokknum takist að rétta úr kútnum með nýjum mönnum.

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, flokkinn sem ég styð, þá þyrfti raunverulega að fara fram gagnger endurnýjun á forystu hans. Ég sé fyrir mér að þeir sem oftast er talað um að verði arftaki Geirs, geti orðið flokknum til  trafala vegna tengsla þeirra við bankahrunið. Ég sé fyrir mér einungis tvo aðila sem gætu leitt flokkinn í gegnum þann öldudal sem hann er í og þeir eru annars vegar Illugi Gunnarsson og hins vegar Hanna Birna sem gætu með samstilltu átaki komið flokknum til valda aftur.

Ég geri mér engar vonir um að Sjálfstæðisflokkurinn verði með í þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður á vordögum og finnst raunar að þeir ættu að taka sér verðskuldað frí frá störfum næstu fjögur árin og safna kröftum til að breyta ásýnd flokksins.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdi annars að bjóða gleðilegt ár

og þakka fyrir þau gömlu. Vona að þetta ár verði betra en það síðasta. Vona það bara.

Geir með illkynja krabba í vélinda.

Það er leiðinlegt að heyra að Geir H. Haarde skuli vera með illkynja krabbamein í vélinda. Ég vil engum svo illt að þurfa að heyja baráttu við illkynja sjúkdóm. Hins vegar er Geir bjartsýnn á framhaldið og telur sig halda starfsorku nástu mánuði og aðgerðin sem hann fer í til Hollands sé svokölluð speglunaraðgerð.

Vitandi örlítið um vandamál í vélinda, þá finnst mér að Geir sé að nota tækifærið, ef svo má til orða taka, til að hætta í stjórnmálum á eigin forsendum en geti jafnframt sagt að enginn hafi neytt sig til að hætta heldur hafi sjúkdómur orðið til þess að hann hættir.Enn og einu sinni vill hann ekki hlusta á þá undiröldu sem hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið og telur best að fara þessa leið. Hann segir að starfsorkan verði óskert næstu mánuði og hví tekur hann sig ekki á og gerir eitthvað af því sem hann, sem Forsætisráðherra, á að gera.

Ég nefni sem dæmi að ekkert hefur verið gert varðandi samskipti okkar við Breta. Við erum enn hryðjuverkamenn í þeirra augum. Af hverju er ekki fyrir löngu búið að kalla sendiherrann á teppið og gefa honum tækifæri til að láta niður tannburstann og flytja hann í lögreglufylgd út á flugvöll og senda hann heim. Kalla okkar fólk heim sömuleiðis og slíta stjórnmálasambandi við Breta alveg. Ætli ekki myndi hrikta í innviðum NATO ef þetta væri gert.

En talandi um NATO. Nú verða kosningar í vor og mjög líklega verður VG með í næsta ríkisstjórnarsamstarfi. VG hefur á stefnuskrá sinni, samkvæmt orðum formannsins, að leggja niður Varnarmálastofnun. Gaman væri að fá frekari útlistun á því hvað gera eigi við aðild okkar í NATO ef þetta væri gert. Það jafngildir nefnilega úrsögn úr því félagi ef Varnarmálastofnun verður lögð niður. Gaman væri að fá að sjá pælingarnar að baki þessara orða formannsins.


Það verður sennilega að skrifa ógnandi framkomu

Ólafs Arnar á elliglöp, og honum er sjálfsagt vorkunn vegna þess.

Hins vegar ef sjálfstæðismenn ætla almennt að taka svona á málum þá er ég hættur að styðja flokkinn. Ef mótmælendur á Austurvelli eru "kommúnistadrullusokkar" má þá kalla þessa menn "fasistabullur" kannski?

Þetta er byrjunin á endalokunum hjá okkur, þegar menn fara að berjast innbyrðis og gleyma að berjast við kerfið.

Við eigum að gera upptækar eignir þeirra sem fóru óvarlega með fjöregg þjóðarinnar, hvort sem þeir eru "útrásavíkingar" eða sofandi stjórnmálamenn sem þjóðin treysti og trúði til að hafa hlutina í lagi. Hverju eiga þegnarnir að trúa þegar ríkjandi stjórnvöld koma fram ítrekað og segja að allar viðvaranir séu ofmetnar og menn hafi ekki vit á hvað þeir segja, aðstæður hér séu sérstakar og ekki sé tekið tillit til þeirra. Þeir eru meira að segja kallaðir óvitar og þurfi endurmenntunar við. Hverju eiga þegnarnir að trúa. Við verðum meðvirk í bullinu af því að við trúum ekki, eða viljum ekki trúa, að ástandið sé svona slæmt og skellum skollaeyrum við.

Ég vona samt og trúi að eftir ár verði útlitið betra hjá okkur og vona að þessir vesalings menn sem virðast hafa menntun og vit, leiti sér hjálpar við slagsmála og óeirðartilburðum hið fyrsta svo ekki komi til borgarastyrjaldar, sem verður ef ekki er gripið inn í.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að koma af stað breytingum, raunverulegum breytingum á þjóðfélaginu áður en upp úr sýður. Um næstu mánaðarmót koma fyrstu uppsagnirnar til framkvæmda. Ég óttast hvað gerist þá ef stjórnvöld gera ekki róttækar breytingar strax. 


Ég hlustaði á ræðu Geirs

og heyrði í fyrsta skipti síðan bankarnir hrundu, orð eins og "mistök" og "ábyrgð" af hans vörum. Skyldi Geir vera að vakna af Þyrnirósasvefninum og vera farinn að hlusta á það sem er að gerast á Austurvelli hvern laugardaginn af öðrum.

En það virðist vera að Ingibjörg Sólrún sé að taka rangan pól í hæðina með ummælum um mótmælendur. Þó að eignaskemmdir séu unnar í litlum mæli í hita leiksins, þá ber hún ábyrgð á meiri eignaskemmdum en hægt er að ímynda sér.

Eignaupptaka fjölskyldna og hækkun lána og nauðsynjavara, eru þær verstu eignaskemmdir sem fram hafa farið á síðustu vikum, og hún er ábyrg og þarf að gera sér grein fyrir því strax.

En vonandi er allt á réttri leið og að seinna á árinu sem er að byrja, verði leiðin upp á við og niðursveiflunni lokið.

Vonum það.


Gleðilegt ár.....

og vonandi verður 2009 betra en síðasta ár.

Það fór eins og ég hélt, lögregla er farin að beita táragasi á mótmælendur, ekki góður endir á árinu.

Í bloggheimum kemst fólk ekki yfir það að skemmdir skuli hafa verið unnar á eigum Stöðvar 2 í mótmælum dagsins. Stöðvarinnar hverrar eigendur hennar hafa tekið þátt í að eyðileggja heilt þjóðfélag. Lítið "payback" þótt einhverjir kaplar hafi verið slitnir úr sambandi, skemmdir sem auðvelt er að laga, en þær skemmdir sem Jón Ásgeir og CO hafa unnið á Íslenskri þjóð verða ekki svo auðveldlega lagaðar.

Hins vegar hvet ég menn til að sýna stillingu og mótmæla á annan hátt en með skemmdarverkum og slagsmálum. 

Við getum notað aðrar aðferðir en að úthella blóði til að koma breytingum áleiðis og við verðum að sýna öðrum þjóðum að við getum haldið stillingu okkar. 

Höldum áfram að mótmæla, og það kröftuglega, en göngum varlega til verks svo enginn bíði varanlegan skaða af.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband