Færsluflokkur: Bloggar

LHG hefur átt olíu

og mannskap til að elta skútuna uppi. Gott hjá þeim, góðar fréttir fyrir LHG sem sannarlega þarf á þeim að halda eftir skandal síðustu ára.
mbl.is Skútan fundin - 3 handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur taka ekki á sig miklar skerðingar.

Það er ljóst af þessum fréttum að dæma að ríkið hefur skuldbundið sig til að hækka greiðslur til bænda og tryggja þeim 14% hækkun á næstu þrem árum.

Það kveður við annan tón hjá Steingrími þegar talað er um aðrar stéttir í landinu. Þá á að lækka laun um 10% og koma fjölskyldum annara en þeirra sem búa í hinum dreifðu héruðum, á kaldan klakann og láta þær fjölskyldur borga með launalækkun.

Vitlaust gefið enn eina ferðina og af þeim sem talað hefur fyrir sem mestum jöfnuði. Þvílíkur jöfnuður.


mbl.is Breytingar á búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært, loksins eitthvað af viti gert.

Hver eru þessi hagsmunasamtök heimilanna? Ég geng í þau strax ef hægt er. Hverjir eru í forsvari fyrir þau? Veit það einhver.

Frábært.


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er best fyrir þá sjálfa að láta

helst ekki sjá sig hér á götunum. Það gæti einhverjum orðið laus höndin ef þeir gerðu það.

Vonandi ber ráðning Evu Joly einhvern árangur og eitthvað af öllum þessum fjármunum muni endurheimtast. Ég er samt ekki mjög bjartsýnn og held að þessir menn hafi haft vit á því að kaupa gull og eðalsteina fyrir megnið af aurunum sínum, og grafið í bankahólfum út um allar jarðir.

Kannski er hægt að rekja þessa fjármuni og ná einhverju til baka, en á meðan held ég að þessir kallar eigi að halda áfram að láta lítið fyrir sér fara.


mbl.is Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig nenna fréttamenn að tönglast

á sömu fréttinni aftur og aftur. Greinilega gúrkutíð í fréttamennskunni.

Samt er gaman að spekúlera um það hver byrjaði þessa vitleysu. Að sjálfsögðu var það Agnes Bragadóttir sem er yfirlýstur stuðningsmaður (kona) Davíðs Oddssonar, sá hins sama sem hraunaði yfir flokksbræður sína á landsfundi ekki fyrir löngu. Sami maður hefur hótað beint og óbeint að birta það sem hann veit um hin og þessi málefni og skyldi það vera, að hann sé að koma sér af stað með þetta mál svona til að starta umræðunni?

Hver veit.

 


mbl.is Framsókn opnar bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er þessum farsa

vonandi endalega lokið og hægt að fara að huga að alvarlegri hlutum.

Annars var þetta skúbb ágætt að hafa yfir hátíðirnar, svona til að hafa eitthvað að tala og hugsa um.


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira skúbbið hjá Agnesi Braga.

Hvaða máli skiptir hvort Guðlaugur Þór eða einhver annar fékk fyrirtæki til að styrkja flokkinn eða ekki. Mestu máli skiptir að snúa sér að mikilvægari málum eins og björgun heimila og fyrirtækja.

Mig grunar að Samfylking og VG séu að beina spjótum frá sér vegna úrræðaleysis um afkomu heimila og getuleysi í viðreisn fyrirtækja. Þessi mál talar enginn um núna og gefur Jóhönnu og Steingrími andrými yfir Páskana og tíma til að stilla strengina á meðan allt logar stafnanna á milli vegna skitinna 55 miljóna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk löglega en ábyggilega siðlaust í styrki árið 2006.

Það sem skiptir máli núna er málefni líðandi stundar en ekki hvað hver fékk í styrki fyrir nokkrum árum. Ég tek heilshugar undir orð formanns Fjölskylduhjálpar Íslands að Bjarni Ben beiti sér fyrir því að gefa Fjölskylduhjálpinni þessar 55 milljónir en ekki henda þeim í gjaldþrota gímald sem enginn fær neitt út úr, nema lögfræðingar skilanefnda. Með því að gefa þessa peninga til þeirra sem raunverulega þarfnast þeirra, væri Bjarni að koma til móts við kjósendur og mundi áreiðanlega bæta ímynd sína og flokksins verulega.


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiðir

55 milljónir króna til baka til tveggja gjaldþrota fyrirtækja. Gaman væri að vita hver lak þessum upplýsingum í blöðin og í hvaða tilgangi það var gert.

Mig grunar að með því að ljóstra upp um þessi mál og kenna Geir Haarde nýhættum formanni flokksins um, þá sé verið að setja pressu á Samfylkinguna að opna sitt bókhald frá og með 1. janúar 2006.

Það mætti segja mér að Samfylkingin hafi á árinu 2006 þegið ómælda styrki úr sjóðum útrásarvíkinganna, sem þeir hömpuðu ótæpilega á þessum tímum. Jóhanna vill opna bókhald flokksins og gera það gagnsætt en aðeins frá 1. janúar 2007 þegar lögin um hámarksstyrki voru komin til framkvæmda.

Heiðarleikinn uppmálaður. Varist Jóhönnu og hennar flokk, ég vantreysti þeim og bið fólk um að fara yfir gjörðir alþýðuflokks, kvennalista og alþýðubandalags þegar þessir flokkar voru til og störfuðu á Alþingi. Spillingin uppmáluð.

Þeir kasti fyrsta steininum sem .............


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi Mortens hótar að hætta að gefa út tónlist.

Hann segir að niðurhal hafi rýrt tekjur hans af sölu nýju plötunnar hans. Vonandi gerir kallinn sér grein fyrir að minni sala á tónlist hans hefur ekkert að gera með niðurhal. Bubbi er bara kominn á það stig að enginn nennir að hlusta á hann lengur.

Það vita allir hvernig hrokinn í Bubba hefur verið síðustu ár þegar hann velti sér upp úr peningum, sem hann tapaði svo í hruninu, og nú hótar hann öllu illu. Vonandi gerir hann alvöru úr því að hætta að gefa út tónlist, því leiðinlegri tónlistarmaður er vandfundinn. 

Sama sagan er um Ladda. Hann hótar öllu illu vegna niðurhals á leiksýningunni "Laddi sextugur" sem gengið hefur a.m.k í þrjú ár og allir sem nennt hafa að fara á þá sýningu hafa séð hana. Þess vegna er niðurhal á mynd um sýningu hans annað hvort gert aðf þeim sem nú þegar hafa borgað stórfé inn á sjálfa sýninguna og langar að horfa aftur eða krakkar sem halda að Laddi sé fyndinn, sem er alger misskilningur.

Ég skora á þá félaga að hætta við aðgerðir vegna niðurhals þar sem það kemur þeim sjálfum vel, því miður, og fær fleiri til að kaupa þeirra vörur fyrir bragðið.  


Varnarmálastofnun

Það er margt skrafað um tilvist og framtíð Varnarmálastofnunar. Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra, hefur sagt í fjölmiðlum að " málefni Varnarmálastofnunar vera til rækilegrar skoðunar. Til greina kemur að leggja hana niður." og "málið vera flókið og taka langan tíma. „Málið er í algjörum forgangi hjá mér og ég hef kallað eftir gögnum bæði hjá mínu ráðuneyti og öðrum."

Mig langar að vita hvað Össur meinar með þessum orðum sínum, og hvað verið sé að gera í ráðuneytinu. Ég sé fyrir mér, að það að leggja niður Varnarmálastofnun geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Niðurlagning stofnunarinnar gæti haft í för með sér að við yrðum að ganga úr NATO og þá myndi NATO krefjast greiðslu fyrir þær eigur sem hér eru s.s flugbrautirnar.

Þetta gæti kostað þjóðina stórar fúlgur því tvær flugbrautir og allur búnaður til að halda þeim við og í gangi gæti kostað okkur þúsundir milljarða í versta falli. Verði hins vegar Landhelgisgæslan og Keflavíkurflugvöllur ohf. sameinaður undir hatti Varnarmálastofnunar gæti það sparað ríkinu umtalsverðar upphæðir. Við það að innlima þessar tvær stofnanir til VMSÍ myndi sparast verulegar upphæðir í formi leigu fyrir flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og húsnæði það sem notað er í dag fyrir skrifstofur, stjórnstörf  og eftirlit.

Á keflavíkurflugvelli er nóg pláss fyrir LHG og einnig verða varahlutakaup í þeirra búnað (sem er  verulegur) miklu ódýrari vegna tengsla og aðgangs við stofnanir NATO. Þannig gæti Gæslan rekið skipin lengur á fjárhagsárinu. Með þessu móti mætti spara miljarðatugi á næstu árum og verða þá ekki allir ánægðir ?

Hvernig væri að hætta að tala um að leggja niður Varnarmálastofnun og í þess stað kappkosta um að efla hana og styrkja þjóðinni til hagsbóta.

Núna síðast kemur í fréttum að forstjóri LHG sé í raun búinn að leigja út nýja varðskipið sem verið er að smíða í Chile. Norðmenn hafa leigt það til einhvers tíma áður en að það kemur til að vera það flaggskip sem það átti að vera í Landhelgisgæslu landsins okkar.

Landhelgisgæsla og Loftrýmisgæsla ættu að fara vel saman og ef einhver samlegðaráhrif verða af flutningi LHG til VMSÍ, þá er það til þess að vinna til að ná niður kostnaði og auka eftirlit í kringum landið og loftrýmið.

Það gætir miskilnings með kostnað af veru útlenskra aðila sem koma hingað til loftrýmisgæslu landsins. Við borgum sáralítið fyrir þessa þjónustu annara þjóða sem hingað koma til gæslu lotrýmis. Ekki einu sinni bensínið á þoturnar er borgað af ríkinu heldur borgar NATO mest allan brúsann.

Gott mál ef NATO er tilbúið að gera út flugsveitir hingað og Norðmenn eru næstir á dagskrá í vor í stað Spánverja sem eru að heyja baráttu við alheimskreppuna.  

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband