Alltaf heyrir maður um hrellda íslendinga í útlöndum

sem lenda í hremmingum út af þjóðerni. Hvar er P.R fólkið sem á að vinna dag og nótt við að koma orðspori okkar aftur í lag. Almannatengslafólkið sem ríkisstjórnin átti að ráða á degi eitt og skipuleggja þannig að orðspor okkar sem þjóð skaðaðist ekki meir en orðið var.

Í stað þess var ráðinn Norskur hermálafulltrúi og hann fenginn til að ákveða hvenær Geiri kæmi opinberlega fram og bros dagsins var tekið og komið til fjölmiðla. Í einni setningu sagt, það var ráðinn fjölmiðlafulltrúi fyrir Forsætisráðherra en enginn fyrir þjóðina sem hann gaf í raun skít í.

Þessi sami ráðherra spyr hvort það sé sannað að orðspor þjóðarinnar hafi í raun skaðast. Þessi maður er sannast sagna eins langt frá tengslum við fólkið í landinu og hægt er að vera. Orðspor okkar hefur skaðast gríðarlega og það tekur sennilega tvo til þrjá mannsaldra að bæta það tjón sem orðið er. Samt getur Forsætisráðherra spurt svona.

Burt með þessa menn, þeir eru svo sannarlega ekki starfi sínu vaxnir og ættu að sjá sóma sinn í að segja sjálfir af sér áður en einhverjir aðrir gera það fyrir þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband