Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
sem lenda í hremmingum út af þjóðerni. Hvar er P.R fólkið sem á að vinna dag og nótt við að koma orðspori okkar aftur í lag. Almannatengslafólkið sem ríkisstjórnin átti að ráða á degi eitt og skipuleggja þannig að orðspor okkar sem þjóð skaðaðist ekki meir en orðið var.
Í stað þess var ráðinn Norskur hermálafulltrúi og hann fenginn til að ákveða hvenær Geiri kæmi opinberlega fram og bros dagsins var tekið og komið til fjölmiðla. Í einni setningu sagt, það var ráðinn fjölmiðlafulltrúi fyrir Forsætisráðherra en enginn fyrir þjóðina sem hann gaf í raun skít í.
Þessi sami ráðherra spyr hvort það sé sannað að orðspor þjóðarinnar hafi í raun skaðast. Þessi maður er sannast sagna eins langt frá tengslum við fólkið í landinu og hægt er að vera. Orðspor okkar hefur skaðast gríðarlega og það tekur sennilega tvo til þrjá mannsaldra að bæta það tjón sem orðið er. Samt getur Forsætisráðherra spurt svona.
Burt með þessa menn, þeir eru svo sannarlega ekki starfi sínu vaxnir og ættu að sjá sóma sinn í að segja sjálfir af sér áður en einhverjir aðrir gera það fyrir þá.
Bloggar | 29.11.2008 | 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú á að hefta algjörlega alla gjaldeyriseign landsmanna, sama hver upphæðin er. Allir þeir sem höndum komast yfir gjaldeyri skulu skila þeim til lánastofnana inna tveggja vikna. Þetta þýðir bara það að þeir sem ætla úr landi með sig og sitt verða að fara slippir og snauðir utan og byrja frá grunni.
Af tvennu illu þá held ég að það að fara snauðir, sé betra en að vera eftir. Þessi ríkisstjórn ætlar greinilega að bjarga þeim sem komu öllu í klandur og skilja okkur eftir í súpunni. Mig svo sem grunaði þetta eins og flestum öðrum, en eitt er að gruna og annað að fá grun sinn staðfestan.
Líklega koma þessi lög ekki í veg fyrir að fólk flytji frá landinu í hópum, menn brjóta einfaldlega þessi lög og fara í kringum. Eitthvað verður að gera til að bjarga sér og sínum.
Lög um gjaldeyrismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.11.2008 | 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er kannski ekki raunhæft, því hvað á að kjósa? Sömu mennina og sitja á alþingi íslendinga núna? Nei og aftur nei, Það verður einhvern veginn að breyta fyrirkomulaginu á öllu núna, ég hef ekki lausnina en samt verður að breyta þessu. Alþingi er áhrifalaust og til einskis nýtt eins og sýndi sig í gær.
Fundurinn stóri í Háskólabíói var í einu orði sagt frábær. Geir og Ingibjörg enn í fullkominni afneitun og neita að horfast í augu við það að þeirra traust er fokið út í veður og vind. Svörin sem komu frá þeim voru alveg út í hött og sýndu svo ekki verður um villst að þeirra tími er liðinn.
Hrokinn og lítilsvirðingin fyrir landslýð er með eindæmum í hinum vestræna heimi og fyrirfinnst sjálfsagt ekki nema í löndum eins og Sómalíu, Nígeríu og öðrum vanþróuðum Afríkuríkjum. Af hverju er þetta fólk svona blint. Þau sjálfsagt vita að þeirra tími er liðinn og halda sem fastast í völdin á meðan hægt er.
Þetta endar með því að þúsundir manna umkringja Alþingishúsið og bera þessa kalla út úr því með valdi. Það væri hið eina raunverulega lýðræði.
Tæp 70% vilja flýta kosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.11.2008 | 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er ein mesta vitleysa sem yfir íslenska þjóð hefur dunið. Krónan er fyrirfram dauðadæmd og hvað gerist ef fjárfestar og almenningur fer í gríðarleg kaup á Evrum eða öðrum gjaldmiðli? Við sitjum uppi með mesta fjármálavanda heimsins per. haus og 6 milljarða dollara skuld að auki.
Það er mál að fá eitthvert annað ríki til að koma hér að málum og taka stjórn fjármála ríkisins í sinar hendur. Noregur kemur helst upp í hugann þar sem þeirra hagsmunir fara með okkar. Við erum einu þjóðirnar í Evrópu sem tengjast Evrópu með EES samningi og höfum svipuð hagsmunamál í sjávarútvegi svo ekki sé minnst á væntanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Við höfum ekkert vit á olíuvinnslu svo NÁIÐ samstarf við Norðmenn væri frábært. Ég geri það að kröfu minni að efnahagsmál þjóðarinnar verði sett í norskar hendur en að öðru leiti verðum við sjálfstæð. Norsk króna væri vel þegin og mun betri kostur en Evra á þessum tímapunkti. Jafnvægi væri komið á og við mundum sigla þokkalega í gegnum þetta tímabil þrenginga. Afsal efnahagsmála til Norðmanna er sú refsing sem við verðskuldum fyrir 70 ára sögu óðaverðbólgu og almenna óráðsíu síðan við tókum við Íslandi sem sjálfstæð þjóð árið 1944.
Áhættan við að taka lán hjá IMF er gríðarleg og mundi ég segja að 60% líkur væri á að okkur mistækist þetta. Að setja íslensku krónuna á flot og hækkun stýrivaxta er glapræði og mun koma fyrirtækjum og heimilum á vonarvöl. Þessi fáránlegi aðgerðapakki Ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin er enn eitt hneykslið sem þessi ríkisstjórn kemur að. Það væri eina vitið að hún segði af sér í hvelli og boðaði nýjar kosningar með aðkomu Norska ríkisins í efnahagsmálum. Því fyrr því betra.
Semjum við Norðmenn STRAX og fáum norska krónu í stað þess að taka lán frá IMF á óásættanlegum kjörum með meðfylgjandi atvinnuleysi og hörmungum fyrir íslenska þjóð.
Fjármögnun viðbótarlána tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.11.2008 | 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
um það hvernig eigi að fara með skuldir heimilanna og hjálpa þeim sem eru að fara í þrot þessa dagana. Það þykir mikilvægara að bjarga lánum bankamannanna svo þeir verði ekki gerðir gjaldþrota.
Hvenær skildu þessir örlaga vitleysingar vakna upp og sjá að milli 30-35000 íbúðir eru ofurseldar vaxandi verðbólgu og rýrnandi kaupmætti.
Gefum okkur að í þessum 30.000 íbúðum búi 4 í hverri íbúð að meðaltali, þá þarf ekkert að vera góður í reikningi að sjá að 120.000 manns verða á götunni innan skamms. Þetta fólk fær enga hjálp og flýr af landi brott í hvelli.
Ég held að ekkert þýði annað en að safna öllum vopnfærum mönnum saman á Austurvelli og gera byltingu til að koma þessum mönnum frá. það virðist ekki vera neitt fararsnið á þessum mönnum og eina leiðin til að láta lýðræðið tala er að gera uppreisn.
Það verður að gera eitthvað STRAX og ekki bíða endalaust eftir að einhverjir spilltir stjórnmálamenn geri eitthvað fyrir okkur, þeir munu ekki gera neitt fyrir lýðinn og ef við viljum sjá framfarir þá verðum við að taka þá af valdastóli með valdi ef ekki vill betur.
Ábyrgðin sem þessir menn bera gagnvart okkur almennum íslendingum, er hrikaleg. Með þessu Glitnismáli til að byrja með og virkilega heimskulegu viðtali Davíðs Oddssonar í Kastljósi ásamt yfirlýsingu hans um að Rússalán væri í höfn, hefur þjóðin verið send til miðalda aftur. Ábyrgð þessa manns er varið í skjóli forsætisráðherra og er engu lík.
Burt með Jón Sigurðsson, Davíð Oddsson og hans meðreiðasveina, burt með ríkisstjórnina og Fjármálaeftirlitið og setjið nýja og helst útlenda menn í staðinn sem vita hvað á að gera til að minnka skaðann sem orðinn er. STRAX STRAX STRAX
Bloggar | 6.11.2008 | 03:44 (breytt kl. 03:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007