Jæja, þá er komið að því, það er loksins búið að loka Torrent.is og höfða einkamál gegn eiganda síðunnar. Núna verður fróðlegt að sjá hvort sala íslenskrar tónlistar eykst í kjölfarið og eigendur höfundarétta hafi rétt fyrir sér.
Það er nefnilega tvíbennt að fara í svona aðgerðir, sala á tónlistarefni gæti nefnilega minnkað í kjölfarið og þessar aðgerðir komið í bakið á SMÁÍS og öðrum rétthöfum þar sem fólk gerir kröfu um að fá að heyra hvað þeir eru að fara að kaupa áður en reitt er fram okurverð fyrir tónlist.
Auglýsingagildi efnis sem er niðurhalað er ótvírætt, auk þess að greiðslur sem rétthafar fá í gegnum sölu á tómum geisladiskum, hörðum diskum, skrifurum og minnislyklum gera meira en vega upp tapið sem rétthafar telja sig verða fyrir. Ef dómsmálið sem höfðað hefur verið verður á þann veg að rétthafar vinna það, þá tel ég rétt að afnema öll gjöld sem þeir fá í formi skatta á sölu diska og annara miðla sem þeir fá í dag, um leið og dómur fellur. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa okkar sem hafa reitt fram þennan skatt til fjölda ára.
Ég persónulega hef aldrei haft mikið álit á tónlist Páls Óskars sem nefndur er í fréttinni, en nú er ég alveg sannfærður um að ég muni aldrei kaupa neitt sem frá honum kemur, en það er mitt mál. Ég geri mér grein fyrir að fleiri en rétthafar tónlistar eiga efni sem á þessari síðu eru, en væri ekki betra að verðleggja hlutina af meiri sanngirni og koma þannig í veg fyrir síður sem þessar, bæði fyrir tónlist, þætti, myndir og hugbúnað, er það ekki kveikjan að þessu öllu?
Að lokum vona ég að rétthafar fái það sem þeir verðskulda og að réttlætið verði til handa öllum, ekki bara þeim sem höfðað hafa þetta dómsmál.
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.11.2007 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það hefur enn einu sinni verið blásið í herlúðrana og allt er að verða vitlaust yfir samráði matvöruverslana Bónuss og Krónunnar. Hvað halda menn, halda þeir að ekki sé samráð? Það er búið að vera samsæri í gangi um langt skeið til að neyslustýra almenningi og halda verðum eins háum og m0gulegt er. En þetta er ekki eina samsærið. Þessi sömu aðilar hafa með sér samráð um að hleypa ekki neinum nýjum aðilum inn í greinina. Bónus og Krónan setja ekki þakið í verðum á matvörum heldur setja þeir gólfið. Gólfið er sennilega nokkrum tugum prósenta hærra hér á landi en í öðrum löndum.
Það er auðvelt að gera verðsamanburð í t.d Bretlandi þar sem niðursuðudós af bökuðum baunum kostar 6-7 krónur en hérna 40-50 kall. Ekki er hægt að segja að flutningskostnaður valdi mismuninum sem er nokkur hundruð prósent. Það eru til endalaus dæmi um okrið hérna og fer Bónus með frumkvæðið þótt þeir séu með ódýrari verslunum hérna.
Það er þekkt að ef t.d Samkaup ákveður að lækka hjá sér Ceríósið og fara fimm kalli niður fyrir verð Bónuss, þá er hringt í heildsalan og honum fyrirskipað að hækka pakkan um tíu krónur til að Bónus sé ódýrust áfram, samt er álagningin nokkur tuga prósent á Cheerios. Ég ætla að giska á að meðalálagning hjá Bónus og Krónunni sé á bilinu 35-45% og í sumum tilvikum er einstök álagning fleiri hundruð prósent.
Ég ætlað að stela tillögu eins vinar míns og leggja það til að launþegasamtökin fari út í einhvers konaar kaupfélagsrekstur og stofni matvöruverslun, banka, tryggingafélag, olíuverslun, og hvað annað það sem allir vita að er samráð og samsæri um að ná af okkur öllum þeim aurum sem hægt er að ná af okkur og helst meira til.
Það er líka skandall að ekki skuli vera hægt að kaupa landbúnaðarvörur frá Evrópu nema gegn ofurtollum. Bara það að fella niður ofurtolla og leyfa innflutning feskra kjötvara væri stórt skref. Þá væri hægt að panta inn á netinu það magn af kjöti sem til þyrfti til heimilisins rétt eins og fólk kaupir af bóndanum til vetrarins, og veitt þannig versluninni og sláturleyfishöfunum aðhald. Það hlýtur að vera hægt að bæta bændunum það upp með einhverjum hætti, t.d hærri mútugreiðslum frá ríkinu en nú er.
Bloggar | 3.11.2007 | 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er lýsandi fyrir þessa blessaða banka okkar, að þegar gylliboðum þeirra rignir yfir mann og maður lætur glepjast yfir þeim og tekur íbúðalán hjá þeim, þá stuttu seinna er vextir allt í einu búnir að hækka um 40-50% áður en maður getur snúið sér við. Maður skyldi halda að í ekki stærra landi en við búum í, að hægt væri að bjóða góða vexti til íbúðakaupa. Með erlendum lánum væri hægt að komast hjá þessum sveiflum en þá þyrfti maður að fá launin greidd í þeim gjaldmiðli sem lánin eru í.
Það er greinilega ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að ganga inn í ESB sem fullgildur aðili og taka þá upp evruna. Ég sé enga aðra leið til að veita íslenskum bönkum samkeppni og aðhald, því vextir í evrópu eru mikið lægri en við búum við og gjöldin sem bankar taka af okkur í formi þjónustugjalda eru langt um lægri, hvað sem hver segir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur því fram að vaxtamunur bankanna sé 1,9% séð frá sjónarhóli bankanna. Það sem blasir við mér er að vaxtamunur heimilis míns er ekki 1,9% heldur 19% og ég held að komman hjá Hannesi hafi ruglast og farið fram um staf. Yfirdráttarheimild mín ber rúmlega 22% vexti en það litla sparifé sem ég á ber 3% vexti, auðvelt að reikna það. Ég held að flest heimili í landinu standi frammi fyrir þessari staðreynd og það er ekki hægt að líta fram hjá henni.
Vonandi batnar ástandið fljótlega, en persónulega held ég að bankar haldi löggjafanum í heljargreipum og þess vegna erum við látin borga hæstu vexti á byggðu bóli ef undanþegin eru einræðisríki í Afríku.
Afborganir lánsins hækka um þriðjung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.11.2007 | 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var að horfa á Silfur Egils í kvöld og þar var talað meðal annars um hátt matarverð þrátt fyrir 15 milljarða styrki til handa bændum til að halda verði á matvælum lágum.
Ég veit það að á s.l 15 árum hafa launin mín hækkað u.þ.b um 6.7 % á ári eða um 100% á 15 árum. á þessum sama tíma hefur úrbeinaður lambahryggur með fitu hækkað um 300%. Minn ágæti vinur Einar K Guðfinnsson heldur því fram að með auknum kaupmætti hafi verð farið niður á við síðustu árin. Þetta er ekki rétt eins og tölurnar sýna. Allt í einu er nautakjöt orðið frá 500 -800 kr. ódýrara p.r kíló en lambakjöt. Er ekki eitthvað að þegar alls þessa er gætt að framansögðu. Þegar ég var lítill kostaði lambalærið ekki meir en svo að efnaminni fjölskyldur keyptu þau ( lærin ) sem sunnudagsmat, en ekki lengur. Fiskur hefur hækkað verulega síðustu ár og kjúklingakjöt og svínakjöt eru dýrust á Íslandi. Kjúklingabringur eru þrefalt dýrari hér en í Danmörku og eins má segja sama um svínakjöt.
Er ekki farið að koma að því að einhver geri eitthvað til að lækka matarverð á Íslandi svo vit sé í, kjúklingaframleiðendur eru nýbúnir að tilkynna 10% hækkun á kjúklingum vegna hækkaðs verðs á kjarnfóðri. Skrítið að verð á kjarnfóðri skuli veri töluvert lægra í Færeyjum en hér þrátt fyrir þá staðreynd að Færeyingar eru mun færri en við. Það er eitthvað að sem þarf að laga STRAX og bæta launþegum þessa lands upp þá dýrtíð sem verið hefur verið hér allt of lengi.
Bloggar | 29.10.2007 | 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ellisif Tinna sér um breytingar á Ratsjárstofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2007 | 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, ég hef ekki bloggað lengi vegna bilunar í fartölvunni minni sem ég skrifa bloggið á eins hefur bakið verið til trafala upp á síðkastið.
En kirkjuþing hefur samþykkt fyrir sitt leyti að gefa sankynhneigðum kost á kirkjulegri vígslu með fyrivara um samþykki Alþingis. Ég fyrir mitt leyti er alfarið á móti þessu brölti homma og lesbía þau hafa ákveðið að lifa saman og vera öðruvísi en við hin 90% sem erum í þjóðkirkjunni, en samt verðum að sætta okkur við bröltið í þeim. Ég get ekki hugsað mér ef færa á gaypride inn í kirkjurnar, ekkert hátíðlegt við það að sjá ofmálaða og of skreytta homma hoppandi út kirkjugólfið í þröngum latexgöllum og skreyttir með strútsfjöðrum.
Ég legg til að hinir löglegu samgefendur kirkjunnar láti af giftingum í kirkjum og að allir gifti sig hjá sýslumanni hér eftir, þá gæti skapast friður um þessi mál. Það er annars nokkuð merkilegt hvað hópur sem telur til u.þ.b 10% þjóðarinnar geti komist upp með að setja kirkjuþing í uppnám ár eftir ár vegna ákveðins máls. Það er ekki nema 50 ár síðan mönnum sem urðu uppvísir að samræði við sama kyn voru settir í fangelsi eins og hverjir aðrir kynferðisglæpamenn. Hvað með hina kynferðisglæðamennina, eigum við von á því að þeir fái uppreist æru og lög sett á kirkjuþingi og á Alþingi til að leyfa þeim að stunda sitt afbrigðilega kynlíf í skjóli laga?
Þessi þrýstihópur, Samtökin 78, hafa haft flotta áróðursmeistara og væri betra að fylgismenn byggðastefnu fengju þá lánaða til fá fólk til að búa á landsbyggðinni. Eins gætu þeir barist fyrir lækkuðu matarverði og fleiri þjóðþrifamálum. Vonandi fer samkynhneigt fólk að hætta þessari vitleysu og láta þjóðkirkjuna í friði. það er greinilegt að þessu verður ekki þokað lengra. Svartstakkar eins og Geir Waage munu aldrei samþykkja hommum og lesbíum að fara alla leið með þetta, kannski sem betur fer.
Bloggar | 26.10.2007 | 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn Bjarnason fer mikinn á heimasíðu sinni, nú þegar dátar hans hafa hreppt þann stærsta fíkniefnafund sem sögum fer af. Ekki vil ég svo sem gera lítið úr þessu afreki, en þarf ekki að koma höndum yfir þá sem hafa fjármagnið og loka reikningum þeirra til að árangur geti orðið meiri.
Það kom fram í máli hans að nota mætti ratsjár Ratsjárstofnunar til þess að fylgjast með skipaumferð um landið og þannig nýta þær í löggæslu og þannig fá dómsmálaráðuneytinu þær til yfirumsjónar. Enn einu sinni stingur dómsmálaráðherra fætinum upp í sig þegar hann byrjar að tala um ratsjárnar og í hvað hægt væri að nýta þær. Mig langar að fara yfir nokkur al þekkt grunnatriði sem allir vita um ef þeir hafa minnstu hugmynd um hvað er talað. Í fyrsta lagi eru þetta ratsjár til eftirlits flugumferðar en ekki skipa, í annan stað yrði erfitt fyrir ratsjárnar að finna lítinn plastbát sem búinn er til úr PLASTI og endurspeglar því ekki ratsjárgeislanum og í þriðja lagi er vonlaust fyrir ratsjá sem á að sjá litla báta á úthafinu, hvort um öldugang er að ræða eða eitthvað annað. Flóð og fjara skiptir máli og svo koma til firðir og fjallgarðar sem þær draga ekki í gegnum og svo mætti lengi telja. Þannig að niðurstaðan er sú að ef ratsjár eiga að hafa eftirlit um stranlengjuna þyrfti að koma upp nokkrum tugum slíkra ratsjáa hringinn í kringum landið, sem drægju stutt vegna bungu jarðar (skipin sigla á sjónum en ekki í 30.000 fetum) svo eitthvað gagn væri af þeim. Þær þyrftu sérstakan hugbúnað til að vinna eftir þar sem flóð og fjara er ekki eins um landið og svo þyrfti hugbúnaðurinn að skynja hvort um sjó (stór spegill) eða eitthvað annað væri um að ræða og vinna úr því.
Mér persónulega finnst að Björn ætti að hætta að láta sig langa í ratsjárnar, hann hefur enga burði til að fá þær og ætti að sjá sóma sinn í að láta kyrrt liggja, Í fyrsta lagi þá er óheyrilegt á byggðu bóli að Dómsmálaráðuneyti fari með varnir lands. Annað hvort er það Utanríkis, Varnarmála eða Hermálaráðuneyti sem fara með slík tæki, Hins vegar ef ratsjárnar eiga að skipta um ráðuneyti fyndist mér að setja ætti þær undir Samgönguráðuneyti þar sem flugsamgöngum er stjórnað frá. Ég held meira að segja að þeim væri jafnvel best komið þar, þar sem allt er fyrir hendi hjá Flugstoðum til að geta rekið þær á sem ódýrastan hátt. Ég geri mér hins vegar engar grillur um að RS fari frá Utanríkisráðuneyti .
Dómsmálaráðherra: Athugunarefni að nýta búnað ratsjárstofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.9.2007 | 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gaman að sjá að Kanarnir skuli vera farnir að fá áhuga á okkur hvað varðar framtíðar orkugjafa. Það versta er, er að vetni er ekki orkugjafi heldur frekar orkumiðill og ég spái því að stóru bílaframleiðendurnir koma ekki til með að framleiða mikið magn af vetnisbílum í framtíðinni. Það þyrfti að byggja upp nokkur þúsund kjarnorkuver um heimsbyggðina til að framleiða það vetni sem til þarf og ferskvatn er einnig af skornum skammti víðast hvar annars staðar en á Íslandi.
Það hlýtur að koma fljótlega í ljós hvað verði fratmíðarorkugjafi mannkyns miðað við það verð sem er á olíu í dag. Olíufurstarnir eru nefnilega að skjóta sig í fótinn með svo háu heimsmarkaðsverði, en það er gott, því fyrr sem menn komast að niðurstöðu með nýjan orkugjafa því betra.
Ýtarleg umfjöllun um íslenskar vetnistilraunir á CNN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.9.2007 | 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.9.2007 | 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er skrítið að hugsa til þess að Ísland skuli vera meðal ríkustu þjóða heims, en samt skuli hagur sjúkra vera eins bágborin og raun ber vitni. Mjög góð vinkona okkar hjóna greindist með lungnakrabba núna nýlega og er staða hennar sem einstæð móðir mjög bágborin.
Það er hent milljörðum í fánýta aðstoð við sveitarfélögin á landsbyggðinni vegna kvótaskerðingar, en það er hvergi til opinber líknarsjóður til handa dauðsjúkum einstaklingum til að sækja um úr fyrir lífsnauðsynjum. Það væri nú Guðlaugi Þór til ævarandi sóma ef hann stofnaði slíkan sjóð með t.d 500.000.000 króna innleggi svo dauðsjúkir geti björg sér veitt. Kona ein sem kom fram í sjónvarpi fyrir skömmu, stendur í sömu sporum og vinkona okkar og því miður er til fullt af einstaklingum sem hafa varla til hnífs og skeiðar vegna alvarlegra veikinda. Það er eins og ef einstaklingurinn veikist og hverfi af vinnumarkaði, þá sé hann einskis nýtur og það megi bara henda honum. Þessu verður að breyta snarlega og aðstoða þá sem eru dauðsjúkir svo fjárhagsáhyggjur þjaki þá ekki í ofanálag.
Ég vona að framlag ungu konunnar sem fram kom í sjónvarpinu, komi til með að breytingar verði á þessum hlutum.
Bloggar | 16.9.2007 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007