Hlýnun jarðar

Ég rakst á íslenska heimasíðu um himingeiminn og heitir hann Stjörnufræðivefurinn Þetta er merkilegur vefur og hann inniheldur gagnlegan fróðleik um sólkerfið okkar. Einnig rakst ég á bloggsíðu Ágústar Bjarnasonar sem fjallar á fræðilegan hátt um hlýnun jarðar og þá miklu iðngrein sem hefur skapast um hitnun jarðar.

Ég skora á alla að kynna sér gabbið um hlýnun jarðar af mannavöldum og draga sjálf ályktanir en ekki láta mata ykkur á "staðreyndum". Skoðið líka bloggsíðu Kristins Péturssonar um sama efni.


Jeppar umhverfisvænir

Ég rakst á frétt í MBL síðan 7 þ.m á tækni og vísindasíðunum þar sem sagt er, að samkvæmt nýlegum bandarískum rannsóknum  séu bensínbílar sem eyða miklu bensíni, svonefndir gösslarar, mun orkugrennri en tvinnbílar. Nú er svo komið að bílar á borð við Porce Cheyenne, Jeep Wrangler V8 og Range Rover eru mun "grænni" en bílar á borð við Toyota Prius.

Það sem munar er að jepparnir eru mun einfaldari í framleiðslu og það er einnig mun einfaldara að eyða þeim þegar dagar þeirra eru taldir. Mikil orka fer í að þróa, smíða, endurvinna og viðhalda tvinnbílum, skyldi forsetinn okkar vita að hann fór úr öskunni í eldinn þegar hann skipti út "Kaddanum" og fór út í Lexusinn. Lexusinn er sem sagt mun meiri gösslari en "Kaddinn" þegar upp er staðið.


Háskóli Vestfjarða

Loksins, loksins er búið að ákveða að stofna Háskóla Vestfjarða. Fjórðungssamband Vestfirðinga tilkynnti þetta á dögunum og á skólinn að taka til starfa 2008.

Frábært að þetta skuli vera ákveðið, ekki veitir af að fá öfluga menntastofnun á háskólastigi vestur, einungis á eftir að ákveða hvað skuli einblínt á og keyra svo á það.

Til hamingju Vestfirðingar. 


Eftrilit

Það er magnað hvað fólk getur látið yfir sig ganga, og þó. Það má til dæmis ekki hlera síma og vera með tálbeitur, en það segir enginn neitt yfir því að lögreglan njósnar um borgarana daglega. Í Reykjavík eru ég veit ekki hvað margar eftirlitsmyndavélar í miðbænum, öllum er sama og finnst þetta sjálfsagt. Lögreglan liggur í leyni og reynir að nappa mann við að keyra aðeins of hratt til að geta sektað.  Talað er um að þetta sé til að auka umferðaöryggi, en ég held að það sé ekki tilfellið, slys hafa aldrei verið fleiri en síðan var byrjað á eftirliti með myndavélum. Í dagblöðunum nýlega var frétt um að lögreglan hefði sektað á einum degi fyrir kostnaðinum af myndavél sem var sett upp á einhverjum gatnamótum, er þetta skattlagning eða eftirlit, ég spyr.

Það er kannski engin skýring á því hvers vegna þetta er svona, en myndavélar auka ekkert öryggi heldur gefur eftrilitsaðilanum tilefi til að seilast inn í pyngju vegfaranda. Þegar hlerunarmálin komu upp í fyrra varð allt vitlaust yfir því. Gamlir alþingismenn og ráðherrar hótuðu öllu illu ef þeir fengju ekki að vita um hvað var hlerað og hvenær með hvaða úrskurði. Enginn virðist hins vegar gera sér rellu um það eftirlit sem fer fram á hverjum degi af hendi lögreglunar af athöfnum borgaranna.

Sumir halda því fram að með því að banna ratsjárvara í bílum megi koma í veg fyrir að menn keyri of hratt, Ég er hins vegar ekki sammmála þessu þar sem ég vil fá að vita hvort um mig er njósnað eða ekki, hvort sem það er lögregla eða einhver annar.

Að lokum vil ég skora á fólk að keyra varlega og yfirvegað og nota hægri akreinina ef menn ætla að keyra hægt og leyfa mönnum að komast frammúr á þeirri vinstri.


Uppeldi

Enn einu sinni kemur upp sú umræða að það vanti úrræði fyrir börnin okkar þegar skóla lýkur á daginn og þangað til foreldrar koma heim úr vinnu. Þetta bil er u.þ.b 4 klukkutímar og eru foreldrar um 1300 barna á höfuðborgarsvæðinu í vandræðum með börnin sín yfir daginn og hrópa á borgina að leysa þessi mál. Borgin reynir að verða við óskum foreldra, en úrlausnin er dýr og erfitt að manna frístundaheimilin vegna lágra launa.

Dagur í lífi tveggja barna foreldra er einhvern veginn þannig: Kl. 7 er vaknað og börnin dregin á fætur, drifið ofaní þau morgunmatnum og þeim keyrt til skóla. Foreldrarnir í vinnu og um kl. 14 er byrjað að reyna að koma börnunum fyrir hjá ættingjum og vinum til kl 18. Börnin sótt og keypt pizza eða kjúklingur í kvöldmatinn og krökkunum síðan komið í rúmið um kl. 21. Þessi saga endurtekur sig svo fimm daga vikunnar. Um helgar eru foreldrarnir útkeyrðir og vilja helst hvíla sig til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Samskipti foreldra við börnin eru sem sagt 3 tímar á sólahring 5 daga vikunnar en eitthvað lengra um helgar.

Ég spyr,  hvað er fólk eiginlega að eignast börn ef þau láta vinnuna ganga fyrir uppeldi barnanna. Er lífsgæðakapphlaupið að drepa fólk? Börnin alast upp hjá ókunnugum og læra ekki samskipti og gagnkvæma virðingu fyrir öðrum þar sem uppeldið skortir. Eftir nokkur ár verða svo þessi börn komin út á göturnar, drukkin og útúrdópuð og engin skilur neitt í neinu. Einfalt ráð við þessu er að flytjast út á land þar sem kyrrðin og nálægðin við náttúruna kemur krökkunum til að bera virðingu fyrir öllu og öllum. Ef svo er komið að sveitarfélögin eiga að skaffa uppalendur fyrir foreldra, þá þarf að breyta þjóðfélagsgerðinni.

Ég sting uppá að, laun allra karla sem börn eiga, verði hækkuð um 85% og konum gert skylt að ala börnin sín upp heima við ástríki, umhyggju og hæfilegum aga. Jafnvel þó að komi til skilnaðar þá þyrfti karlinn að sjá fyrir börnunum þannig að konan geti sinnt uppeldinu áfram óþvinguð af áhyggjum um hvort hægt verði að kaupa í kvöldmatinn næsta dag. Aðeins þannig getum við dregið úr því agaleysi og vandræðum sem við verðum vitni að um hverja helgi í miðbæ Reykjavíkur.

Ég skora á foreldra 1300 barna að taka ábyrgð á því að eiga börn, og sjá um uppeldið sjálf.

Vona svo að allir eigi góðan dag. 


Enn um atvinnu á landsbyggðinni

Það verður gaman að sjá hvað ríkisstjórnin hefur í pokahorninu þegar hún tilkynnir um mótvægisaðgerðir vegna aflasamdráttar í næstu viku, væntanlega. Það hefur heyrst að ein af mótvægisaðgerðunum verði að auka bandbreidd tölvusamskipta með því að fjölga ljósleiðurum hringin í kringum landið. Ætli það sé atvinnuskapandi fyrir verkafólk í fiskvinnslu að geta spilað Bubbles hraðar á netinu eða er ætlast til að þetta sama fólk fægi ljósleiðarann alla daga svo internetið verði hraðvirkara og þannig geti fólkið spilað Bubbles enn hraðar.

Það verður að koma til eitthvað alvöru fyrir það fólk sem missir vinnuna. Það verður að flytja atvinnu á landsbyggðina og hvetja menn til dáða með einhverju sem heldur, um langa framtíð. Það gæti til dæmis dugað eitthvað að fella niður veiðileyfagjald á meðan á þessari vitleysu stendur, þ.e minnkun aflaheimilda, og reyna þannig að örva menn til þess að halda áfram með atvinnustarfsemi. Flytja á 80 störf til  vestfjarða, segir Össur, en hvaða störf? Það þarf að fara að koma svör frá þessum háu herrum í ríkisstjórninni.

Ekki fer fiskverkafólk að vinna við bókhald eða önnur störf sem krefjast háskólamenntunar með engum fyrirvara. Það þarf að mennta það fólk til þess að það geti unnið þannig störf og það tekur langan tíma, tíma sem þetta fólk hefur ekki. Það þarf að bregðast fljótt við ef ekki á illa að fara.

 


Skapvondur forstjóri

Það kemur fram í netmiðlum dagblaðanna, að forstjóri Ryanair hafi verið einstaklega skpavondur maður. Við sem höfum starfað hjá Ratsjárstofnun höfum kynnst skapvondum mönnum í gegnum tíðinna en skapvonska hjráir nú samt ekki forstjóra vorn. Hann er upp til fjalla og inn til dala þar sem hann unir sér sem best og nálgast friðinn og kyrrðina eins oft og hann getur.

Það er kannski þess vegna að hann hefur sig lítið í frammi núna á óvissutímum og leiðir ekki starfsmenn sína til niðurstöðu í uppsögnum 46 manna fyrirtækisins. Kannski er yfirstjórn Ratsjárstofnunar áhugalaus um málið þar sem hún er örugg um sig eða hvað.

Það er talað um það nú um stundir að flytja yfirstjórn RS til Bolungarvíkur. Það er hið besta mál og yfirstjórrnin gæti verið hvar sem er ef til koma bankar á staðnum, flugsamgöngur og sími. Það gæti verið gott framtak að flytja hana vestur þar sem störfum myndi fjölga fyrir vestan og jafnvel tæknistörf myndu koma í kjölfarið.

Ég spái að Ríkisstjórnin muni hugsa vel og vandlega um þetta mál þegar lofað hefur verið 80 ríkisstörfum til Vestfjarða, það er hreint ekki auðvelt að standa við það og er fluttningur RS, ef af yrði, gott innlegg í það mál.


Al Gore og hitnun jarðar

Ég horfi nú ekki mikið á þætti Opruh, en sá þó einn um daginn þar sem hún dásamaði heimildarmynd sem gerð var af honum, þ.e Al Gore, um breytingu hitastigs jarðar. Ég sá þessa heimildarmynd í fyrrakvöld. Þar var sett upp línurit sem sýndi hitastigið á jörðinni 650 þúsund ár aftur í tímann, ásamt magni koltvísírings og tengslum þess við hitnunina. Það sló mig að hann taldi að hlýnun stafaði af magni koltvísírings en ekki öfugt eins og flestir þekktustu vísindamenn heimsins telja. Það er að hlýnun vegna aðstæðna á sólinni, magnar upp koltvísíring í andrúmsloftinu.

Það sló mig líka svolítið að Al Gore sagði að hann hefði haldið þessa kynningu í 1000 skipti (skrifa; þúsund skipti) og ekki var að sjá að hann væri að ferðast um heiminn á seglskipi og keyrandi um á tvinn bílum, nei ó nei, hann ferðaðist um á sinni einkaþotu og keyrði um á Lincoln Town Car sem sennilega eyðir um það bil 30 l/100. Það má nefnilega ekki tala um það að flugvélar mengi sennilega mest allra og eigi mestan þátt í því, að ef kolefni sé skaðlegt í andrúmsloftinu, þá hafi þær mestu áhrifin svona hátt uppi þar sem andrúmsloftið er hvað þynnst og viðkvæmast.

Ég hef bent á leiðir til að notast við annarskonar olíu til aksturs en jarðolíu og eftir því sem ég hugsa málið betur þá hallast ég að því að hval- og selspiksolía séu bestu kostirnir fyrir okkur, þar sem það er endurnýjanlegt ef við göngum ekki of hart fram um veiðar. Þessi kvikindi gætu leyst alla okkar orkuþörf til aksturs til margra áratuga ef rétt er haldið á spilunum. Sjávarútvegsráðherra ætti að hugsa vel um þessa endurnýjanlegu orkulind og leyfa veiðar stórhvela í mannúðar, orku og alheimshitnunar skyni.


Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum

Langaði aðeins að kynna til sögunnar grein eftir Júlíus Sólnes í sambandi við staðsetningu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum. Góð grein og skilmerkileg þar sem ýmislegt kemur í ljós. Gæti verið umræðugrundvöllur fyrir einhvern.

http://www.eldhorn.is/hjorleifur/vett2007/JuliusSolnes_grein.pdf


Hvalveiðar ekki leyfðar

Nú hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að gefa ekki leyfi til veiða á hval fyrr en lausn er fundin á sölumálum afurða til Japan. Ég vil koma með smá tillögu um hvernig væri hægt að leysa þessi mál.

Nú þegar allir vilja vera umhverfisvænir mætti létta álögum af innflutningi dísilbíla rétt eins og af stórum pallbílum og gera mönnum þannig kleyft að keyra á vistvænum bílum. Það er nefnilega þannig að dísilbílar geta keyrt á næstum hvaða olíu sem er með smábreytingum. Það gæti verið hægt að nota fiskimjölsverksmiðjurnar til bræðslu hvalspiks og þannig búið til vistvænt endurnýjanlegt Bio-Dísil sem keyra mætti á. Þannig er að hitnun jarðar er rakin til gróðurhúsategunda sem hvalir gefa frá sér í formi vindgangs og gæti það verið til góða að minnka þessa gróðurhúsalofttegund jörðinni til heilla. Kjötið sem verður til af hvölunum mætti þurrka og hakka í smátt og senda Sameinuðu Þjóðunum til útdeilingar í Afríku þar sem prótín vantar í fæðuúrval margra þjóða eins og í norðanverðri Úganda líkt og Kastljósið hefur verið að sýna frá síðustu daga.

Þar með er það komið. Aukning á veiðum stórhvala er þjóðum heims til bóta, jörðinni til heilla og Íslendingar fá eldsneyti til þess að keyra um á og fiskimjölsverksmiðjurnar fá hlutverk. Sé ekki hvað getur klikkað í þessu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband