Ásgeir Þór síðasta kveðja

Á mánudagin síðasta, kvöddum við góðan félaga og vin hinsta sinni. Ásgeir Þór Jónsson var borinn til grafar og vinir, ættingjar og kunningjar ásamt ástvinum hans fylgdu honum síðasta spölinn til grafar þar sem hann mun liggja til eilífðarnóns við hlið móður og ömmu. Það var átakanlegt að vera við útför svo ungs manns sem hafði gefist upp á lífinu og einungis séð svartnættið framundan. Ásgeir átti þrjú börn á aldrinum 0-4ra ára ásamt fósturdóttur 14 ára. Ég votta eiginkonu hans og börnum mína dýpstu samúð og einnig foreldrum og systkynum.

Útförin fór fram í Háaleitiskirkju við troðfulla kirkju og ég verð að segja að átakanlegri útför hef ég ekki lent í hingað til. Presturinn fór um það orðum að þunglyndi væri banvænn sjúkdómur og hann tæki meiri toll af ungu fólki en öll slys sem verða á ári hverju. Mér fannst ræðan mjög góð og ég hvet fólk til að hugleiða þessi orð og ekki standa hjá ef nokkur grunur er um mikið þunglyndi, heldur reyna að hjálpa ef hægt er.

Að lokum vona ég að Ásgeir hafi fundið þann frið sem hann þráði heitast af öllu og vaki yfir börnunum sínum og Ásu konu sinni þar til yfir lýkur. Ég vona að Guð geymi hann og vaki með honum yfir fólkinu hans til enda daga.


Flutningur starfa vestur

Það hefur verið í umræðunni að flutningur opinberra starfa til landsbyggðarinnar sé til þess gerðir að styrkja fámenn svæði og halda þeim í byggð. Nú hefur bæjarráð Bolungarvíkur ályktað um flutning Ratsjárstofnunar til Bolungarvíkur. Gömul bókun var tekin fram frá árinu 2004 og hrist af henni rykið og hún áréttuð. Sanngjarnt er að segja að yfirstjórn Ratsjárstofnunar gæti vel flust til Bolungarvíkur með góðum móti, en tæknihluti stofnunarinnar væri erfitt að flytja þar sem tækin sem þjónusta þarf eru flest á Keflavíkurflugvelli. Samt gæti hluti af flugeftirliti stofnunarinnar flust vestur ásamt því að tveir tæknimenn gætu verið á vakt til að koma í veg fyrir stórbilanir á hverri stöð, fengist til þess mannskapur.

 Það er staðreynd að nú þegar liggur fyrir að öllum starfsmönnum stofnunarinnar verður sagt upp störfum, þá er tækifæri til að gera stórtækar breytingar á yfirstjórn stofnunarinnar og flytja störf út á landsbyggðina. Ég veit að ef breytingarnar takast vel upp þá getur þetta orðið einn besti vinnustaður á landinu. Þó að hann verði dreifður milli landshluta þá þarf það ekki að vera slæmt. Það er hægt að hafa forstjóra staðsettan í Bolungarvík og gjaldkera og útborgun launa ásamt birgðapöntunum og fleira þvíumlíku.

Kannski verður til smá batterí verði til sem smávindur uppá sig og verður til þess að fleiri störf skapist í Víkinni og gefi Víkurum betri tækifæri til betra lífs og lífsafkomu.

 

 


Heimshitnun

Hitnun jarðar virðist vera sívinsælt umræðuefni. Al Gore heldur því fram að hitnun jarðar sé af manna völdum og það eina sem geti komið í veg fyrir ennþá meiri hitnun sé minni brennsla á jarðefnum svo sem olíu og kolum. Jafnvel þó að öllum jarðefnum jarðar væri brennt í einu lagi, þá væri það samsvarandi nokkrum meðalstórum eldgosum sem mundi spúa eldi og brennisteini upp í himnihvolfið. Staðreyndin er sú að þessi áróður sem fram fer núna veltir milljörðum á milljörðum króna árlega og er orðin eins konar iðnaður sem engin veit hvar endar.

Fyrir 30 árum boðuðu vísindamenn að ís mundi leggja að ströndum Englands innan einhverja ára. Þeir sem sagt boðuðu kólnun jarðar með komandi hörmungum fyrir þá íbúa sem búa hvað nyrðst á jörðinni. Einn var þá vísindamaður, sænskur að þjóðerni sem rak upp hendi og boðaði það að ef jarðefna brennsla væri aukin gæti það orðið til þess að hlýnum gæti orðið. Þessi vísindamaður hlaut ekki frægð og frama vegna uppástungu sinnar en menn höfðu þetta samt á bak við eyrað. tíu árum seinna eða í tíð Margaret Thatcher voru verkföll kolanámumanna erfið fyrir bresku stjórnina og kom þá upp fyrst þau rök að brennsla kola stuðluðu að hlýnun jarðar svo best væri að reisa kjarnorkuver til að leysa kolin af hólmi og reka kolanámumennina í leiðinni. Á svipuðum tíma féll Berlínarmúrinn og kommarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð, hvað væri hægt að gera til þess að virkja þá sem stutt höfðu vonlausan málstað í gegnum tíðina. Þeir komu upp með snilldarráð, tökum þá hitnun sem orðið hefur á jörðinni og mögnum hana upp í fjölmiðlum og stofnum samtök um neikvæðar hliðar vestrænnar menningar í nafni heimshitnunar. Það verður að segja að þeim hefur tekist betur upp með þennan áróður en baráttu þeirra fyrir Sovétinu.

Þeir sem vilja kynna sé málið geta gert það á hinu ógnarstóra Interneti og þá komast þeir að því að svona hitnun hefur átt sér stað áður. Borkjarnar úr Grænlandsjökli sanna það og á tímum risaeðlana var heitara en núna og kannski ekki að furða þar sem ein risaeðla gaf frá sér meira Metan á dag en risastórir ruslahaugar nútímans. Það er staðreynd að 95% af þeim efnum sem kallast gróðurhúsategundir koma frá jörðinni sjálfri og koma manninum ekkert við. Aðeins 5% getur maðurinn haft áhrif á og sennilega er aðeins brot af því vegna brennslu kolefna. Það er líka staðreynd að með neyslu svínakjöts myndast meira af gróðurhúsalofttegundum en með neyslu annara kjötvara, þar sem svínin gefa frá sér mest allra spendýra af Metan og aukin neysla leiðir til aukinar ræktunar. Svín er hættulegri fyrir jörðina en kú og kú er hættulegri en stór bensínspúandi jeppi sem er hættulegri en smábíll og svo framvegis. Það er enginn að segja að ekki eigi að bera virðingu fyrir jörðinni okkar og ganga vel um hana, en þessi áróður sem hefur dunið á manni síðustu ár er einhæfur og hefur engar málamiðlanir. Það er talað um vetni og önnur  "hrein" efni til orkunýtingar en það verður aldrei.

Kjarnorka og jarðolía eru framtíðarefni, og bílar knúnir dísilolíu verður það sem koma skal. Dísilbílar geta brennt, með smábreytingum, nánast öllum tegundum af olíu. Sólblómaolía, lýsi, maísolía og jafnvel hampolía sem gæti orðið framtíðareldsneyti jarðarbúa. Hampur er undraefni sem hægt er að framleiða víðsvegar um jarðarkringluna ef ekki kæmi til lagasetning sem sett var á fimmta áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum. Lögin voru samþykkt á 10 mínútum þar sem lobbýistar olíufélagana komu að með mútugreiðslum, og fengu þessi lög samþykkt vegna yfirburðastöðu hampsins til framleiðslu gerviefna sem annars þurfti olíu til að framleiða svo sem plast. Hampur gæti nýst sem eldsneyti fyrir bíla og ekkert efni er betra til pappírsgerðar vegna óvenju hás trefjainnihalds. Hins vegar er hægt að komast í vímu með því að reykja þessa jurt, en það er líka hægt að komast í vímu með því að sniffa bensín svo ekki eru það rök sem halda. En vagna þess að það er hægt að nota jurtina til lyfjagerððar og til að komast í vímu af, þá er hún bönnuð til ræktunar um allan heim, þökk sé olíuframleiðendum.

Það væri hægt að nýta fiskimjölsverksmiðjur sem standa auðar og ónotaðar um allt land til þess að búa til eldsneyti úr t.d maís nú eða hvalspiki, og reyna að fá landann til þess að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla og framleiða þar með megnið af því eldsneyti sem þarf, þar með erum við orðnir "vistvænir" á alþjóðamælikvarða. Bílaframleiðendur virðast gera sér þetta ljóst því nú keppast þeir um að framleiða bíla knúða dísliolíu. Jafnvel Subaru er að hanna vél sem verður jafnvel BMW fremri í snerpu, eyðslu og hljóðleysi. Niðurstaðan er þvi að framtíðin er olía, í hvaða formi hún er svo sem og kjarnorka til rafmagnsframleiðslu.

Gott mál.


Ratsjárstofnun, áframhald

Með uppsögnum starfsliðs ratsjárstofnunar opnast margir möguleikar. T.d væri hægt að flytja yfirstjórn stofnunarinnar vestur á Bolungarvík og með því skila þeim störfum sem lagt var niður fyrir tveimur árum til baka að hluta. Það myndast einnig tækifæri til verktöku við ákveðna hluta rekstrarins og gæti ríkið sparað á þeim nótum.

Það var síðan fundur með Utanríkisráðherra í dag í stjórnstöð íslenska loftvarnakerfisins þar sem spurningum starfsmanna var svarað af bestu getu. Hún (Utanríkisráðfrú) sagði ennfremur að ekki væri líklegt að fjölgun ætti sér stað í starfsliðinu en flestir mættu búast við endurráðningu. Það mun ekki koma fram fyrr en í Nóvember hvernig þetta muni allt verða, en þá má búast við að margir hafi hugsað sér til hreyfings ef ekki koma hint um að ekki verði hreyft við launum og vaktakerfi mjög fljótlega.

Það var nú samt þannig að þessar uppsagnir komu okkur tæknimönnum ekki alveg á óvart eins og sumir aðrir virðast hafa upplifað. Fyrir um ári síðan hóf ég að vara menn við því að eitthvað þvílíkt gæti gerst. Það var ljóst í mínum huga að ekki væri hægt að færa starfsemi stofnunarinnar til ríkisins nema segja upp öllu starfsfólki og endurráða, rétt eins og Flugmálastjórn gerði með Flugstoðir. Ég bjóst hins vegar við að þetta yrði mun fyrr eða í Febrúar- Mars s.l. Þessar uppsagnir ættu því ekki að koma neinum á óvart sem hlustuðu á mig fyrir um ári síðan þegar ég byrjaði á rausi mínu um þessi mál. En, þannig er, að menn vilja stundum ekki hlusta á sannleikann hversu erfiður svo sem hann er og skella skollaeyrum við honum þangað til að raunveruleikanum kemur þá er hlaupið til handa og fóta og þeir sem best standa að vígi beðnir um aðstoð sem sjálfsagt er að veita upp að ákveðnu marki.

Vona að allir komi glaðir út úr niðurskurði RS og skaðist eigi.

 


Ratsjárstofnun, Finale ?

Jæja, þá kom að því. Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar verður sagt upp störfum frá og með 1 Október n.k. Einhverjir verða endurráðnir en enginn veit hversu margir eða á hvaða kjörum. Tæknimenn stofnunarinnar eru þeir einu sem geta sagt að þeir séu vanir því að vera sagt upp, því að á síðust tveimur árum hefur þeim fækkað úr 33 í 12. Það kom til vegna hagræðingar að fjöldauppsagnir voru árið 2005 og samtals hættu 21 tæknimaður með einum eða öðrum hætti.

Ef Utanríkisráðherra ætlar að halda úti rekstri stöðvanna til lengri tíma séð þá verður að hafa hraðar hendur við endurráðningu tæknimanna á góðum kjörum ef ekki á að missa þá frá stofnuninni. Það tekur u.þ.b eitt og hálft ár að þjálfa góðan tæknimann til þess að hann geti bjargað sér sjálfur í viðhaldi og rekstri ratsjárbúnaðarins og fylgihluta. Það er beðið eftir mönnnum sem hafa þessa menntun og reynslu á stöðum eins og Konungríkið Saudi Arabia þar sem nú þegar eru staðsettir þrír íslenskir tæknimenn. Stöðugt er komið á boðum um meiri mannskap en það þykir mikið átak fyrir fjölskyldufólk að taka sig upp og flytja þangað. Reyndar hefðu íslenskir femínistar gott af því að fara þangað í nokkurn tíma og sjá hvað þær hafa það raunverulega gott á íslandi og myndu því hætta þessu rausi um kvenréttindi og líta á sig sem konur og karla sem karla.

Vonandi leysist fljótt úr málefnum ratsjárstofnunar því málið þolil enga bið og rausnarlega verður að taka á málinu þannig að ekki brjótist út flótti meðal manna því dýrt gæti reynst að koma sér upp þekkingu aftur ef hún hverfur, og þykir sumum nóg um samt.


Hommadagar

Þá er lokið hommadögum kynvillinga þangað til á næsta ári. Þetta er orðin samkunda 50 - 60 þúsund manna og kvenna sem koma saman og horfa í forundran á herlegheitin. Þetta fólk sem hefur ástæðu til að klæðast eins og hitt kynið heldur hátíð ár hvert okkur hinum einföldu og gagnkynhneigðu til hrellingar. Aðal baráttumál homma og lesbía er að fá borgaralega og kirkjulega athafnir viðurkenndar fyrir guði og þjóð. Ekki eru allir sammála um þetta og er ég sammála því.

Kynvilla hefur verið markaðsherferð síðustu 30 árin eða svokölluð hommavæðing og er að skila sér í því að fólk hefur meiri þolinmæði gagvart þessu fólki en áður. Mér prívat og persónulega er alveg sama hvort fólk stundar kynlíf með sama kyni eða ekki svo framalega að þeir séu heima hjá sér og séu ekki að bera þessi ósköp á torg. Af hverju þurfa hommar að vera með þessa kvenlegu athafnir og lessur með þessar karllegu athafnir, kerlingahommar og trukkalessur. VERIÐ HEIMA HJÁ YKKUR OG HOMMIST ÞAR og látið okkur hin vera.


Fráfall

Sá hörmulegi atburður gerðist í fyrrinótt að góður vinur og félagi Ásgeir Þór Jónsson féll frá á besta aldri. Ég votta allri hans fjölskyldu og vinum innilegrar samúðar og veit að minningu hans verður á lofti haldið um langan tíma. Þar fór góður piltur langt um aldur fram og ég veit að vinir og félagar sakna Ásgeirs sárt. Innilegar samúðarkveðjur til Ásu og barnanna þeirra fjögurra.

Ofurlaun eða hvað

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að ein af ástæðum þess að yfirtaka ríkisins á Ratsjárstofnun séu ofurlaun starfsmanna. Ofurlaun eru í minni kokkabók laun þeirra sem hafa yfir 2 milljónir á mánuði eða meira uppgefið til skatts og/eða hafa yfir eina og hálfa milljón á mánuði í vaxtatekjur, ég veit fyrir víst að enginn starfsmaður Ratsjárstofnunar hefur þvílík laun. Ég veit ekki hvar Fréttablaðið hefur þessar upplýsingar en nú um þessar mundir eru einmitt umdeildar álagningarskrár hafðar frammi hjá skattstofum um land allt og einfalt að komast að því hvað hver hefur í laun.

Það er samt athyglisverð þessi umræða sem Fréttablaðið hefur komið af stað með skrifum sínum. Það er nefnilega svo að tenging er á milli 365 miðla sem á og rekur Fréttablaðið og Kögunar sem nýlega missti 450 milljóna króna samning við Ratsjárstofnun um viðhald hugbúnaðar IADS kerfisins. Það hefur verið bæði leynt og ljóst að Kögun hefur viljað komast í rekstur ratsjárkerfisins lengi og gerð var atlaga að Ratsjárstofnun af hálfu Kögunar í kringum árið 2000. Það kemur því ekkert á óvart að Kögun beiti 365 miðlum í þessu máli þar sem eftir nokkru er að slægjast eða um 800 milljónum króna á ári.

Ég ætla svo sem ekkert að hafa neitt álit á því hverjir eiga að reka ratsjárkerfið, en margir hafa verið um hituna, ekki bara Kögun heldur margir aðrir. Landhelgisgæslan hefur verið nefnd til sögunnar en spyrja má hvort strandgæsla eigi að hafa á hendi sér varnir landsins einnig eða hvort reka eigi sér batterí um varnirnar. Það er umhugsunarvert að eina stofnun landsins sem hefur yfir að ráða flugflota er Landhelgisgæslan, og það yrði kúnstugt að sjá gamla úr sér gengda fokkerinn fljúga til móts við birnina rússnesku og hafa í hótunum við þá. Er ekki bara betra að Ratsjárstofnun sjái um þetta, eða þá Flugstoðir, áfram og ræsi út orrustuvélar frá Bretlandi eða Noregi.

Þetta með varnir landsins, það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og menn hafa talað um kostnað. Það er nefnilega það að Íslenska ríkið hefur aldrei borið neinn kostnað af vörnum landsins. Ratsjárstofnun hefur bara búið til kostnað fyrir BNA og þeir borgað þegjandi og hljóðalaust og lengi vel kostaði 1,5 milljarða að reka Ratsjárstofnun á ári eða í 20 ár. Það má þess vegna með sanni segja að BNA menn hafi borgað 30 milljarða inn til varna landsins í beinhörðum gjaldeyri á tímum sem atvinnuleysi og önnur óáran dundi yfir þjóðina. Það má líka gefa sér það að þetta hafi verið lán til Íslendinga sem borga þarf til baka núna og mun það því taka Íslenska ríkið 38 ár að búa til raunverulegan kostnað í kringum okkar eigin varnir. Þetta ættu menn að athuga þegar þeir eru að væla um kostnað.

VG vælið um varnir og kostnað er gamaldags og úr sér gengið af hálfu afdankaðra herstöðvarandstæðinga sem vilja lifa í glerkúlu sér til varnar og prjóna lopapeysur og vettlinga sér til viðurværis í gömlum moldarkofum með grútarljós til birtu og upphitunar. Það er komin tími til að sýna öðrum með stolti að við getum borgað fyrir varnir landsins okkar sjálfir en ekki þurfa að fá aðra til að greiða allt fyrir okkur.

P.S

Þetta með grútarljósið má víst ekki heldur því VG vilja banna hvalveiðar og þar með fór það að hægt væri að lýsa upp moldarkofana, en það má alltaf rækta hamp og kreista úr honum olíu til upphitunar (eða reykingar) í anda VG.


Varnarmál

Varnarmál Íslendinga virðast vefjast fyrir ráðamönnum þjóðarinnar. Björn Bjarnason vill setja eftirlitið í hendur Landhelgisgæslunnar og ekki vakta ratsjárstöðvarnar nema svona hipsum happs. Ingibjörg er þó skynsamari og gefur ekkert út um málið konkret og lofar engu nema að þetta verði leyst farsællega. En hvað er farsælt? Hafa ótryggt eftirlit stöðvanna á landsbyggðinni, eða gera þetta almennilega og manna stöðvarnar þannig að hægt sé að þjónusta þær á eðlilegan máta.

Vinstri Grænir eru eitthvað að brölta eins og venjulega en tapa eins og venjulega líka þar sem málflutningur þeirra er bara uppþot á líðandi stundu og enginn framtíðarsýn. Ratsjárkefið er nauðsynlegt fyrir öryggi þjóðarinnar alveg eins og slökkvilið er nauðsynlegt til að slökkva elda þegar þeir brjótast út þó að enginn búist við að það kvikni í hjá sér. Ratrsjárkerfið er einmitt eins og slökkvilið. Hlutverk þess er að sjá óþekkta flugumferð og tilkynna það réttum aðilum eins og Flugstoðum til að koma í veg fyrir stórslys þar sem ómerktar vélar fljúga þvert á stefnu almenns farþegaflugs og valda stórhættu. Rússar hafa ekki haft eftirlit á norðurhöfum um langt skeið, en nú er svo komið að þeir hafa sent vélar frá norður Rússlandi allt til Bretlands til eftirlits og njósna. Þetta eru svokallaðir Birnir en Rússar hafa yfir að ráða vélum sem kallast TU-160 og eru svipaðar Concord velunum bresk-frönsku í útliti. Þær eu hljóðfráar og hafa u.þ.b 16.000 km drægni og geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, þær geta einnig tekið eldsneyti á flugi og lengt þannig flugþol sitt. Þessar vélar koma til með að spila stórt hlutverk í komandi kólnun vesturveldana og rússlands.

Ratsjárkerfið íslenska, eða IADS, er komið nokkuð til ára sinna en er vel nothæft ennþá. Ratsjárnar eru tvær, (sinnum fjórar)svokölluð svarratsjá og leitarratsjá (frumratsjá). Munurinn er sá að svarratsjáin notast við upplýsingar frá svokölluðum Transponder eða ratsjársvara sem staðsettir eru um borð í öllum farþega og flutningaflugvélum. Með þessu tæki sem m.a Flugstoðir notast við er flugtraffík stjórnað um allan hinn stóra heim. Leitarratsjáin er hins vegar notuð til leitar á óþektum flugförum, hervélum þó aðallega sem vilja komast óséðar inn í lofthelgi annara þjóða bæði til njósna og eins til loftárása þegar það á við. Það er þetta síðarnefnda sem fer fyrir brjóstið á VG  og fleirum sem halda að við séum svo lítils virði, að við þurfum ekki á vörnum og eftirliti að halda. Víst kostar þetta eitthvað en hvað mundi það kosta ef óþekkt flugfar ylli mannskaða á hafinu austan við okkur og ástæðan væri níska og svokölluð friðarstefna VG. Ætli það færi ekki um einhvern ef svo yrði. Leitarratsjáin er ekki bara hernaðartæki heldur tæki til upplýsingaöflunar um flugför sem ekki hafa ratsjársvara eða eru bara með bilaðan ratsjársvara og viljum við ekki vita hvað fer fram í lofthelginni okkar? Allar NATO þjóðirnar eru með búnað til leitar óþekktra flugfara. Danir, Pólverjar, Þjóðverjar, Bretar og fleiri nágrannaþjóðir eru að bæta við eða skipta út eldri leitarratsjám fyrir nýjar svo af hverju ekki við líka, erum við eitthvað öðruvísi, ein hér úti í miðju ballarhafi.

Múrinn féll á einni nóttu og Sovétið lagðist af á örskotsstundu en það getur komið til baka jafn hratt og verða menn að búa sig undir það sem fyrst og hætta að stinga höfðinu í sandinn. Ratsjárnar Íslensku eru mjög nytsamlegar til að hafa eftirlit með óþekktum flugförum og við erum á kjörstað til eftirlits bæði fyrir okkur sjálf, Bretland, Norðmenn og Bandaríkjamenn. Ef þessum stöðvum er ekki vel viðhaldið og þær reknar með glæsibrag þá erum við íslendingar "Dead Duck in The Water". Það sjá allir að það er ekki góð staða fyrir okkur.

 


Ömurleg helgi

Það var ömurlegt að hlusta á fréttir um síðustu helgi (helgina 28-29 júlí s.l). Morð framið í Reykjavík og í kjölfarið sjálfsmorð morðingjans á Þingvöllum. Menn voru barðir fyirirvaralaust í götuna vegna engra saka og kona beit aðra í eyra svo sauma þurfti saman, stúlkan sem árásina gerði stærði sig af því að hún hefði skaðað aðra konu. Hvað er í gangi. Það var að vísu fullt tungl og staðreyndin er sú að þá verður fólk skrítnara en venjulega.

Ofbeldið og mannfyrirlitningin er reyndar alsráðandi á þessum tímum eiturlyfja og ónógns uppeldis barna. Það er staðreynd, að uppeldi barna síðustu 25 árin er ábótavant. Á tímum kvennfrelsis og femínista þar sem frelsi kvenna felst helst í því að eignast börn og koma þeim síðan á uppeldisstofnanir en skipta sér sem minnst af þeim sjálfar.

Þriðja kynslóð lyklabarna er að  vaxa úr grasi, og það segir sig sjálft að ekki læra börnin kurteisi og umburðarlyndi gagnvart öðrum á götunni. Þetta er, og á að vera í höndum foreldra sem eiga að hafa tíma fyrir börnin sín þar til þau geta sjálf eignast börn og kennt þeim góða siði. Agi er nauðsynlegur í uppeldi barna, því litlu skrímslin reyna að komast eins langt og þau geta eða þar til þau reka sig á vegg. Það er veggurinn sem skiptir máli og hvar foreldrar setja hann, það er að segja ef um foreldra er að ræða, en ekki að búa í opnum kerfum eins og sænsku sósíaldemókratisku uppeldisfræðingarnir vilja gera. Góður rasskellur dugar þegar við á til að setja mörkin.

Mín skilaboð eru þau til kvenna sem ætla bæði að eignast börn og vinna úti, að sleppa öðru hvoru alveg og gefa sér a.m.k 15 ár til þess að ala upp börnin sín. Ef þær gera þetta má búast við breytingu í þjóðfélaginu hvað varðar umburðarlyndi og eiturlyfjaneyslu.

Vona að þetta verði ekki tekið stinnt upp af femínistum og pilsvörgum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband