sem loka öllum umferðaræðum um þessar mundir, og eigendur þeirra, eru alls ekki að beina spjótum sínum að réttum aðilum. Hvað hefur hinn almenni borgari unnið til að verða fyrir barðinu á margra kílómetra löngum biðröðum og tilheyrandi tímasóun?
Ég held að eigendur trukkana fái almenning frekar upp á móti sér en hitt ef þessum töfum þeirra á umferðinni fer ekki að linna. Hvernig væri að tefja fyrir þeim sem græða á háu olíuverði, þ.e ráðamönnum þjóðarinnar fyrir hönd ríkissjóðs, og forstjórum olíufélagana.
Sennilega lítil seinkun á flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.4.2008 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
að eitthvað sé gert á þessum vettvangi. Virðisaukaskattslækkunin hvarf á nokkrum dögum í fyrra, og nú eru boðaðar stórhækkanir á matvöru á Íslandi eina ferðina enn. Mér finnst skrýtið hvað t.d lambakjöt er dýrt í búðunum þegar ríkið borgar bændum í formi "niðurgreiðsla" milljarða á ári svo verð á kjöti sé á viðráðanlegu verði (sem það er ekki).
Þegar verð á lambafile með fitu er komið í 4000 kall kílóið þá er eitthvað að og þá þarf að gera eitthvað. Ég vona að eitthvað komi út úr þessari beiðni Neytendasamtakana.
Vilja rannsókn á matvöruhækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.3.2008 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dómur féll í svokölluðu þvagsýnamáli í Héraðsdómi þ. 26 feb. s.l. Niðurstaða dómsins kemur kannski ekki á óvart ef tekið er mið af þeim lögum sem í gildi eru, en spurning er hvort þetta mál og aðferðin stangast ekki á við pyntingarákvæði stjórnarskrárinnar.
Ég hef oft heyrt um mál sem brýtur á fólki sökum ósanngirni og tillitsleysi, en ég hef aldrei heyrt svo djúpa reiði og furðu vegna þessa máls. Menn sem vinna við lögreglustörf fagna þessum dómi en almenning setur hljóðan og furðar sig á því hvort umferðalagabrot geti orðið til þess að þvagsýni sé tekið með valdi kjósi lögreglan það, við ömurlegar aðstæður á lögreglustöð þar sem fólki er haldið niðri meðan plastlegg er stungið upp í þvagrás viðkomandi án hans samþykkis.
Ég hef þá skoðun að þetta sé ekkert betra en nauðgun og brjóti í bága við þau mannréttindaákvæði stjórnarskráarinnar og alþjóðalög sem við höfum gengist undir á alþjóðavettvangi.
Á lögreglumerkinu stendur "Með lögum skal land byggja", en máltækið er lengra og endar á "og með ólögum eyða". Þessi lög eru ólög og eru ein af þeim lögum sem að mínu mati kemur til með að eyða því frelsi sem borgararnir hafa haft til stjórnunar eigin líkama.
Ef það er svo aðkallandi að taka þvagsýni eftir að hafa tekið tvö blóðsýni og hafa gert öndunarpróf, þá finnst mér að kalla þurfi til dómara í hvert skipti sem svona mál koma upp og honum kynnt málið áður en hann gefur eða gefur ekki út heimild til þess að valdi sé beitt og þá á sjúkrahúsi en ekki í fangaklefa. Þetta mál minnir helst á sögurnar sem maður heyrir frá Quantanamo Bay á Kúbu og aðferðir þær sem notaðar eru þar til að fá fanga til að viðurkenna brot sín og alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt harðlega.
Þó svo að núverandi lög heimili lögreglu að nota vald til sýnatöku, þá vil ég minna menn á að þau ríki sem hafa leyft óþarfa valdbeitingu lögreglu og óeðlilegt vald lögreglu til að beita borgarana valdi, hafa öll hrunið innan frá og hlotið fordæmingu alþjóðasamfélagsins eftir á, eins og gerðist í Þýskalandi um miðja síðustu öld.
Það er niðurstaðan að breyta þurfi lögum til þess að víðtækari heimildir þurfi til valdbeitingar við sýnatöku heldur en nú er, og að það verði gert inn á heilbrigðisstofnun með samþykki dómara en ekki í fangaklefa á meðan fílefldir lögreglumenn halda viðkomandi niðri meðan sársaukafullri og niðurlægjandi aðferð er beitt til sýnatöku að fjölda manns aðsjáandi.
Bloggar | 29.2.2008 | 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
á flugfari innanlands er vægast sagt ósvífið. Ég þurfti að bregða mér til Ísafjarðar fyrir rúmlega viku síðan og þurfti að borga 25000 kall fram og til baka. Flugfar til Kaupmannahafnar er ódýrara þ.e á ódýrasta fargjaldi en það er ekki sambærileg vegalengd og flugfarkostur.
Kominn tími til að alvöru samkeppni verði nú til í innanlandsfluginu, öllum til góða (nema þá helst Flugfélaginu).
Iceland Express fær lóð í Vatnsmýrinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.2.2008 | 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sektað fyrir samkeppnishindrandi aðgerðir á gasmarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.2.2008 | 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ætti að leyfa undantekningalaust alls staðar. Það er ekkert fallegra en vel skapaður barmur fagurra kvenna og algert skilyrði femínista að fá að flagga túttum eins og karlmenn gera iðulega við opniber böð.
Ég segi því: Leyfum konum að vera berbrjósta við öll tækifæri.
Ber brjóst bönnuð í lóninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.1.2008 | 06:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
bankanna er gott að losna við, en hræddur er ég um að þeir (bankarnir) smyrji bara gjöldum á eitthvað annað í staðinn. Bankarnir hafa hingað til haft frjálsar hendur um að setja á hin ýmsu gjöld og verða örugglega færir um að búa til gjöld í stað seðilgjalda.
Hins vegar er gott mál að Björgvin geri eitthvað í málunum, hingað til hefur ekkert gerst í þessum málum af hálfu stjórnvalda og tími til kominn að taka í lurginn á lánastofnunum.
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 12:50 (breytt kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
á Íslandi er að verða handónýtt. Þegar Heilbrigðisráðherra boðar útrás í kerfinu þá þarf að bíða í allt að þrjár vikur til að fá tíma hjá Heilsugæslulækni en upp í þrjá mánuði hjá sérfræðingi.
Ég veit ekki hvað er að gerast. Íslendingum er ekki að fjölga svo hratt að kerfið geti ekki aðlagast. Eitthvað annað er að sem nauðsynlega þarf að laga og það hratt. Ég get ímyndað mér það að þessi "útrás" gæti þó minnkað þann tíma sem fer í að ná í sérfræðing með því að panta tíma hjá sænskum sérfræðingi og fljúga til Svíþjóðar á kostnað ríkisins. Sennilega gæti það jafnvel orðið ódýrara fyrir sjúklinginn.
Það kostar 3300 kall að fara til sérfræðings til þess eins að fá tíma að viku liðinni í meðferð sem kostar 10500 kall í hvert skipti, en 4500 ef maður sýnir afsláttarkort. Ekkert gefins í kerfinu lengur og maður þarf að vera vel stæður til að geta leitað sér hjálpar í þessu vonlausa kerfi sem við búum við.
Um áramótin hækkaði viðmiðið sem er notað til þess að fá afsláttarkort úr rúmum 18.000 krónum upp í 21.000 á sama tíma er komugjöld barna feldar niður en komugjöld foreldra hækkuð verulega. Það er kominn tími á að leggja heilbrigðiskerfið inn einhversstaðar, skera það upp og koma því einhvernvegin til lækninga svo það sé hægt að hafa not af því í framtíðinni. Eins og er er það ónothæft.
Bloggar | 6.1.2008 | 07:01 (breytt kl. 07:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.1.2008 | 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 26.12.2007 | 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007